Þórdís Lóa Þórhallsdóttir rekstrarhagfræðingur leiðir lista Viðreisnar í Reykjavík í sveitarstjórnarkosningunum í lok maí. Pawel Bartoszek stærðfræðingur er í öðru sæti og Diljá Ámundadóttir, almannatengill og varaborgarfulltrúi, er í þriðja sætinu.
Í tilkynningu er haft eftir Þórdísi Lóu að Reykjavík sé frábær borg þar sem mætast borgarmannlíf og nálægð við náttúru. „Okkur í Viðreisn er sérstaklega umhugað um að setja fókusinn á þarfir borgarbúa í daglegu lífi í borginni. Leiðarljósið okkar er að tryggja borgarbúum góða þjónustu, framúrskarandi menntun, heildstætt skipulag og góðar samgöngur. Þannig viljum við stuðla að því að Reykjavík verði besta borg í Evrópu sem við teljum raunhæft ef vel er haldið á spöðunum.”
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, kynnti listann á fimmta tímanum í dag.
Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi formaður Viðreisnar, er í heiðursæti listans, eða 46. sæti hans.
Framboðslista Viðreisnar í Reykjavík skipa eftirtaldir aðilar:
- Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, rekstrarhagfræðingur
- Pawel Bartoszek, stærðfræðingur
- Diljá Ámundadóttir, almannatengill og varaborgarfulltrúi
- Gunnlaugur Bragi Björnsson, viðskiptafræðingur
- Vilborg Guðrún Sigurðardóttir, grunnskólakennari
- Geir Finnsson, formaður Uppreisnar í Reykjavík
- Arna Garðarsdóttir, mannauðsstjóri Landbúnaðarháskóla Íslands
- Ingólfur Hjörleifsson, aðjúnkt við verkfræði- og náttúruvísindasvið HÍ
- Helga Lind Mar, laganemi, frístundaleiðbeinandi og aktívisti
- Hörður Ágústsson, framkvæmdastjóri
- Sara Sigurðardóttir, sérfræðingur í markaðsmálum
- Árni Grétar Jóhannsson, leikstjóri og leiðsögumaður
- Katrín Sigríður Júlíu Steingrímsdóttir, nemi
- Freyr Gústavsson, tekjustjóri
- Þórunn Hilda Jónasdóttir, verkefnastjóri viðburða
- Arnar Kjartansson, nemi
- Jenný Guðrún Jónsdóttir, rekstarstjóri
- Sverrir Kaaber, skrifstofustjóri
- Kristín Ágústsdóttir, sérfræðingur
- Oddur Mar Árnason, þjónn
- María Rut Kristinsdóttir, aðstoðarmaður formanns Viðreisnar
- Einar Thorlacius, lögfræðingur
- Þorbjörg Inga Þorsteinsdóttir, lögfræðingur
- Aron Eydal Sigurðarson, þjónustufulltrúi
- Aðalbjörg Guðmundsdóttir, náms og starfsráðgjafi
- Gylfi Ólafsson, doktorsnemi
- Dóra Tynes, lögmaður
- Lárus Elíasson, verkfræðingur
- Sóley Ragnarsdóttir, lögfræðingur
- Starri Reynisson, stjórnmálafræðinemi
- Sandra Hlín Guðmundsdóttir, nám- og starfsráðgjafi
- Einar Karl Friðriksson, efnafræðingur
- Sigrún Helga Lund, dósent í líftölfræði
- Jón Bjarni Steinsson, framkvæmdastjóri
- Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir, markaðsstjóri
- Gunnar Björnsson, forseti Skáksambands Íslands
- Ásdís Rafnar, lögfræðingur
- Lúðvíg Lárusson, sálfræðingur
- Stefanía Sigurðardóttir, viðburðastjóri
- Samúel Torfi Pétursson, skipulagsverkfræðingur
- Jóhanna E. Sveinsdóttir, viðskiptafræðingur
- Jón Júlíus Karlsson, framkvæmdastjóri
- Tanja Kristín Leifsdóttir, grunnskólakennari
- Andri Guðmundsson, deildarstjóri
- Jóhanna Fjóla Ólafsdóttir, fyrrverandi lektor
- Benedikt Jóhannesson, stærðfræðingur