Aðalfundur Landsbankans samþykkti í dag að bankinn greiði samtals út arð að fjárhæð 24,8 milljarðar króna á árinu 2018.
Annars vegar er um að ræða 15.3 milljarða króna arð vegna rekstrarársins 2017, sem samsvarar um 78% af hagnaði ársins, og hins vegar sérstakan arð til hluthafa að fjárhæð 9.4 milljarða króna. Alls munu arðgreiðslur bankans á árunum 2013-2018 því nema um 131,7 milljörðum króna.
Íslenska ríkið á ríflega 98 prósent hlut í bankanum, og hefur því hagnast verulega á eignarhlut sínum í bankanum, en hann var stofnaður á grunni innlendra eigna hinns fallna gamla Landsbanka, eftir hrunið í október 2008.
Í stjórn Landsbankans sitja nú Helga Björk Eiríksdóttir (formaður), Berglind Svavarsdóttir, Einar Þór Bjarnason, Hersir Sigurgeirsson, Jón Guðmann Pétursson, Samúel Guðmundsson, og Sigríður Benediktsdóttir.