Dagur B. Eggertsson segir hugmyndir Sjálfstæðisflokksins, sem kynntar voru á íbúafundi í Grafarvogi í gær, óraunsæjar og skorta framtíðarsýn og þekkingu í samgöngu- og skipulagsmálum.
Á fundinum kynnti Sjálfstæðisflokkurinn hugmyndir um stórfellda uppbyggingu í Keldum, þar sem hægt væri að færa stofnanir og búa til atvinnutækifæri, ásamt byggð sem efla myndi sjálfstætt og sjálfbært samfélag í Grafarvogi.
Í stöðuuppfræslu á Facebook segir Dagur fulla ástæðu til að vara borgarbúa við þessu, ekki síst þá sem búa í austurhluta borgarinnar og nota Miklubraut itl að komast leiðar sinna til og frá vinnu.
„Eyþór Arnalds og Sjálfstæðisflokkurinn leggjast gegn Borgarlínu og öðrum lykil-leiðum til að létta á umferðinni. Engu að síður hélt hann fund í gær þar sem hann boðar risahverfi í landi Keldna (við Grafarvog). Uppbygging þar hefur alltaf verið háð því að borgarlina verði að veruleika, sbr. viljayfirlýsingu ríkis og borgar um viðræður um Keldna-landið frá síðasta ári,“ segir Dagur
Hann segir Sjálfstæðisflokkinn boða Keldnahverfi án nokkurra samgöngulausna og ætli þannig með öðrum orðum að bæta allri umferð frá þessu nýja hverfi inn á Miklubraut.
„Þetta er mjög vanhugsað og eiginlega bara galið. Ég held satt best að segja að íbúar í Grafarvogi, Grafarholti, Úlfarsárdal, Árbæ og Breiðholti hafi ekki fengið kaldari kveðjur í seinni tíð. Þetta er bein árás á daglegar samgöngur þessa helmings borgarbúa og þar með lífsgæði.“
hérna birtist vel óraunsæi og skortur á framtíðarsýn og þekkingu í samgöngu- og skipulagsmálum. Það er full ástæða til...
Posted by Dagur B. Eggertsson on Thursday, March 22, 2018