Segir hugmyndir Eyþórs beina árás á samgöngur Grafarvogsbúa

Dagur B. Eggertsson segir hugmyndir Sjálfstæðisflokksins, sem kynntar voru á íbúafundi í Grafarvogi í gær, óraunsæjar og skorta framtíðarsýn og þekkingu í samgöngu- og skipulagsmálum.

Dagur B. Eggertsson Eyþór Arnalds
Auglýsing

Dagur B. Egg­erts­son segir hug­myndir Sjálf­stæð­is­flokks­ins, sem kynntar voru á íbúa­fundi í Graf­ar­vogi í gær, óraun­sæjar og skorta fram­tíð­ar­sýn og þekk­ingu í sam­göngu- og skipu­lags­mál­um.

Á fund­inum kynnti Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn hug­myndir um stór­fellda upp­bygg­ingu í Keld­um, þar sem hægt væri að færa stofn­anir og búa til atvinnu­tæki­færi, ásamt byggð sem efla myndi sjálf­stætt og sjálf­bært sam­fé­lag í Graf­ar­vogi.

Í stöðu­upp­fræslu á Face­book segir Dagur fulla ástæðu til að vara borg­ar­búa við þessu, ekki síst þá sem búa í aust­ur­hluta borg­ar­innar og nota Miklu­braut itl að kom­ast leiðar sinna til og frá vinnu.

Auglýsing

„Ey­þór Arn­alds og Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn leggj­ast gegn Borg­ar­línu og öðrum lyk­il-­leiðum til að létta á umferð­inni. Engu að síður hélt hann fund í gær þar sem hann boðar risa­hverfi í landi Keldna (við Graf­ar­vog). Upp­bygg­ing þar hefur alltaf verið háð því að borg­ar­l­ina verði að veru­leika, sbr. vilja­yf­ir­lýs­ingu ríkis og borgar um við­ræður um Keldna-landið frá síð­asta ári,“ segir Dagur

Hann segir Sjálf­stæð­is­flokk­inn boða Keldna­hverfi án nokk­urra sam­göngu­lausna og ætli þannig með öðrum orðum að bæta allri umferð frá þessu nýja hverfi inn á Miklu­braut.

„Þetta er mjög van­hugsað og eig­in­lega bara galið. Ég held satt best að segja að íbúar í Graf­ar­vogi, Graf­ar­holti, Úlf­arsár­dal, Árbæ og Breið­holti hafi ekki fengið kald­ari kveðjur í seinni tíð. Þetta er bein árás á dag­legar sam­göngur þessa helm­ings borg­ar­búa og þar með lífs­gæð­i.“

hérna birt­ist vel óraun­sæi og skortur á fram­tíð­ar­sýn og þekk­ingu í sam­göngu- og skipu­lags­mál­um. Það er full ástæða til­...

Posted by Dagur B. Egg­erts­son on Thurs­day, March 22, 2018


Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni segir rangt að hann „vilji Sósíalistaflokkinn feigan“
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir að Gunnar Smári Egilsson snúi út úr orðum sínum um styrki til stjórnmálaflokka. Honum þyki 120 milljóna styrkur á kjörtímabilinu til flokks sem fékk enga þingmenn kjörna einfaldlega of há fjárhæð.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Finnur Birgisson
Saga tekjutengingar ellilífeyris almannatrygginga frá 1946
Kjarninn 16. ágúst 2022
Gunnar Smári Egilsson er formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokks Íslands.
Segir Bjarna vilja ýkja völd Sjálfstæðisflokks umfram fylgi og draga úr áhrifum annarra
Bjarni Benediktsson hefur sagt að hann vilji draga úr opinberum styrkjum til stjórnmálaflokka. Gunnar Smári Egilsson segir ástæðuna þá að Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ekki jafn mikið á greiðslu frá ríkinu að halda og áður.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Hér má sjá Drífu Snædal, fyrrverandi forseta ASÍ, og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formann Eflingar þegar betur áraði i samskiptum þeirra á milli.
Segir ASÍ hafa beinlínis unnið gegn nýjum öflum innan verkalýðshreyfingarinnar
Formaður Eflingar segir fram­kvæmda­stjóra SA ekki missa svefn yfir útbreiddum svikum atvinnu­rek­enda á þeim kjara­samn­ingum sem hann gerir fyrir þeirra hönd. Í greinaflokki, sem byrjaði að birtast í morgun, ætlar hún að rekja sögu ágreinings innan ASÍ.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Horft niður í Hvalfjörð frá Brekkukambi í Hvalfjarðarsveit. Á fjallinu stendur til að byggja vindorkuver.
Íslenskir sérhagsmunaaðilar með „erlenda orkurisa í farteskinu“
Þótt ekkert vindorkuver sé risið hafa áform um fjölmörg slík þegar valdið sundrungu og deilum innan samfélaga út um landið, segir Andrés Skúlason, verkefnisstjóri hjá Landvernd. Hann segir vindorkufyrirtæki beita miklum þrýstingi og jafnvel blekkingum.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Auglýsing frá upphafi áttunda áratugar síðustu aldar.
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Hvað gerir danskur kaupmaður sem finnst hann ekki hafa nóg fyrir stafni? Hjá Arne Bybjerg kaupmanni í danska bænum Kalundborg var svarið einfalt: að framleiða hárrúllur. Hann gaf þeim nafnið Carmen.
Kjarninn 16. ágúst 2022
Eitt og annað ... einkum danskt
Eitt og annað ... einkum danskt
Ævintýrið um Carmen rúllurnar
Kjarninn 16. ágúst 2022
Sólveig Anna Jónsdóttir
Villimenn við borgarhliðið: Kreppa íslensku verkalýðshreyfingarinnar I
Kjarninn 16. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent