Ríkisstjórnin fundar vegna Rússlands

Ríkisstjórnin fundar núna í stjórnarráðinu og framundan er fundur utanríkisráðherra með utanríkismálanefnd þingsins. Samkvæmt heimildum Kjarnans er það til að ákveða möguleg viðbrögð vegna eiturgasárásarinnar í Sailsbury í Bretlandi.

Guðlaugur Þór
Auglýsing

Rík­is­stjórnin fundar núna í stjórn­ar­ráð­inu. Sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans er það til að ákveða mögu­leg við­brögð vegna eit­urga­sárás­ar­innar í Sails­bury í Bret­landi. Fjöldi Evr­ópu­sam­bands­ríkja hafa ákveðið að senda rúss­neska diplómata úr landi vegna máls­ins, auk Banda­ríkj­anna, Kanada og Úkra­ínu.

Frétta­maður Kjarn­ans er staddur við stjórn­ar­ráðið þar sem þau Guð­laugur Þór Þórð­ar­son, utan­rík­is­ráð­herra, Sig­ríður And­er­sen dóms­mála­ráð­herra, Lilja Alfreðs­dóttir mennta­mála­ráð­herra, Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra, Ásmundur Einar Daða­son félags­mála­ráð­herra og Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dóttir við­skipta- og ferða­mála­ráð­herra eru mætt til fund­ar­ins. 

Auglýsing

Framundan er einnig fundur utan­rík­is­ráð­herra með utan­rík­is­mála­nefnd þings­ins vegna máls­ins. Mun hann fara fram klukkan 16.30 í ráðu­neyt­inu og var boðað til fund­ar­ins með 45 mín­útna fyr­ir­vara sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans. Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, for­maður utan­rík­is­mála­nefnd­ar, er þegar mætt á þann fund. Það eru Gunnar Bragi Sveins­son, þing­maður Mið­flokks­ins, og Ari Trausti Guð­munds­son, þing­maður Vinstri grænna, Þór­hildur Sunna Ævars­dótt­ir, þing­maður Pírata, og Inga Sæland, þing­maður Flokks fólks­ins, líka. Þau sitja öll í utan­rík­is­mála­nefnd.Gunnar Bragi Sveinsson, Ari Trausti Guðmundsson og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir fyrir utan utanríkisráðuneytið, á leið til fundar.

Svíar og Finnar hafa ákveðið að vísa rúss­neskum diplómötum úr landi vegna eit­urga­sárás­ar­innar á gagnnjósn­ar­ann Sergei Skripal og dóttur hans í Bret­landi í byrjun mars. Ísland og Nor­egur eru þar með einu Norð­ur­löndin sem ekki hafa gripið til form­legra aðgerða vegna máls­ins, en Danir ákváðu fyrr í dag að vísa tveimur diplómötum úr landi.

Finnar ætla að vísa einum rúss­neskum erind­reka úr landi. Í til­kynn­ingu finnska for­seta­emb­ætt­is­ins  segir að ákvörð­unin um að lýsa yfir stuðn­ingi við Breta í deilu þeirra við Rússa hafi verið tekin að vel ígrund­uðu máli.

Svíar hafa sömu­leiðis ákveðið að vísa einum rúss­neskum erind­reka úr landi. Í yfir­lýs­ingu frá Stefan Löf­ven for­sæt­is­ráð­herra segir að málið sé mun alvar­legra en bara deila milli Bret­lands og Rúss­lands og nauð­syn­legt hafi verið að bregð­ast við.

Ríkisstjórnin fundar nú í stjórnarráðinu vegna Rússlands. Mynd: Bára Huld Beck.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Páll Hermannsson
Sundabraut og Sundahöfn
Kjarninn 22. nóvember 2019
Samruninn bjargaði Hringbraut frá þroti
Hringbraut var á leið í þrot og því bjargaði samnruninn við Torg, útgáfufélags Fréttablaðsins, því sem bjargað varð.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Kraumandi óánægja hjá starfsfólki Hafró
Starfsfólk Hafrannsóknarstofnunar hefur miklar áhyggjur af því að hagræðing hjá stofnuninni muni höggva í kjarnastarfsemi stofnunarinnar.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent