Fyrrverandi formaður KSÍ oddviti Miðflokksins í Kópavogi

Geir Þorsteinsson mun leiða framboð Miðflokksins í Kópavogi fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

Auglýsing
Geir Þorsteinsson
Geir Þorsteinsson

Geir Þor­steins­son mun leiða fram­boð Mið­flokks­ins í Kópa­vogi í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um. Geir er fyrr­ver­andi for­maður KSÍ en því emb­ætti gegndi hann árin 2007 til 2017. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá flokkn­um. 

Í henni kemur jafn­framt fram að Geir hafi ára­tuga reynslu á sviði stjórn­un­ar, fjár­mála, rekst­urs og félags­mála. Hann hafi meðal ann­ars starfað að fjöl­breyttum verk­efnum innan knatt­spyrnu­hreyf­ing­ar­innar frá 1981 og í Knatt­spyrnu­sam­bandi Íslands frá 1992, sem fram­kvæmda­stjóri KSÍ 1997 til 2007 og eins og áður segir for­maður KSÍ 2007 til 2017. Hann hafi setið í nefndum fyrir Knatt­spyrnu­sam­band Evr­ópu UEFA frá 1998 og Alþjóða knatt­spyrnu­sam­bandið FIFA frá 2007 og sinni hann nú sér­stökum verk­efnum fyrir Knatt­spyrnu­sam­band Evr­ópu.

Auglýsing

Geir segir að eitt stærsta verk­efnið á kjör­tíma­bil­inu verði að lækka álögur á bæj­ar­búa og bæta þjón­ustu bæj­ar­ins við íbú­ana. „Við viljum ná betri árangri í fjár­málum Kópa­vogs­bæjar þannig að lækka megi útsvarið úr 14,48 pró­sent í 14 pró­sent á kjör­tíma­bil­inu. Við leggjum áherslu á að í mennta­málum standi nem­endum til boða kennsla eins og best ger­ist ásamt því að vinna að stofnun fram­halds­skóla í efri byggðum bæj­ar­ins og að bæj­ar­búar á öllum aldri fái notið fjöl­breyttra menn­ing­ar- og list­við­burða og líf­legs íþrótta­lífs í bæn­um, sér til skemmt­unar og heilsu­bót­ar,“ segir hann. 

Mið­flokk­ur­inn mun kynna ítar­lega stefnu sína og fram­boðs­lista á næst­unni, segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni segir kökumyndband Öryrkjabandalagsins vera misheppnað
Fjármála- og efnahagsráðherra segir það rangt að öryrkjar fái sífellt minni sneið af efnahagskökunni sem íslenskt samfélag baki. ÖBÍ segir ríkisstjórnina hafa ákveðið að auka fátækt sinna skjólstæðinga.
Kjarninn 28. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Útlit fyrir að sóttvarnalæknir leggi til hertar aðgerðir
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ekki ánægður með stöðu faraldursins og ætlar að skila minnisblaði með tillögum að breyttum sóttvarnaraðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fljótlega.
Kjarninn 28. október 2020
Alls segjast um 40 prósent kjósenda að þeir myndu kjósa stjórnarflokkanna þrjá.
Samfylking stækkar, Sjálfstæðisflokkur tapar og Vinstri græn ekki verið minni frá 2016
Fylgi Vinstri grænna heldur áfram að dala og mælist nú tæplega helmingur af því sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Flokkur forsætisráðherra yrði minnsti flokkurinn á þingi ef kosið yrði í dag.
Kjarninn 28. október 2020
Neytendastofa er með aðsetur í Borgartúni.
Unnið að því að leggja niður Neytendastofu
Stjórnvöld sjá fyrir sér að hugsanlega verði hægt að færa öll verkefni frá Neytendastofu á næsta ári og leggja stofnunina niður, með mögulegum sparnaði fyrir ríkissjóð. Stofnunin tók til starfa árið 2005 og fær tæpar 240 milljónir úr ríkissjóði í ár.
Kjarninn 28. október 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er ráðherra ferðamála.
Tekjufallsstyrkir til ferðaþjónustunnar áætlaðir 3,5 milljarðar króna
Leiðsögumenn og aðrir litlir rekstraraðilar eiga rétt á að fá allt að 400 þúsund krónur á mánuði í tekjufallsstyrki fyrir hvert stöðugildi í allt að 18 mánuði. Kostnaður vegna styrka til ferðaþjónustu hefur nú verið áætlaður.
Kjarninn 28. október 2020
Ráðhús Reykjavíkur
„Hagstjórnarmistök“ að styðja ekki betur við sveitarfélög
Reykjavíkurborg varar ríkisstjórnina við að veita sveitarfélögunum ekki meiri stuðning í nýju fjárlagafrumvarpi og segir niðurskurð í fjárfestingum vinna gegn viðbótarfjárfestingu ríkisins.
Kjarninn 28. október 2020
Óskað eftir því að Vilji Björns Inga verði tekinn til gjaldþrotaskipta
Sýslumaðurinn á Vesturlandi hefur lagð fram beiðni um að Útgáfufélag Viljans verði tekið til gjaldþrotaskipta. Björn Ingi Hrafnsson segist fyrst hafa heyrt um málið í gærkvöldi. Hann missti stjórn á umsvifamiklu fjölmiðlaveldi árið 2017.
Kjarninn 28. október 2020
Fjölmargir erlendir ríkisborgarar starfa  við mannvirkjagerð á Íslandi.
Erlendum ríkisborgurum heldur áfram að fjölga þrátt fyrir samdrátt og atvinnuleysi
Á málþingi fyrir ári sagði ráðuneytisstjóri í félagsmálaráðuneytinu að það væri einfalt fyrir Ísland að „losa sig“ erlent vinnuafl þegar samdráttur yrði í efnahagslífinu. Erlendum ríkisborgurum hefur fjölgað það sem af er ári þrátt fyrir metsamdrátt.
Kjarninn 27. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent