Eigendur Barkar hf. hafa komist að samkomulagi um sölu á 100 prósent hlut í félaginu til Lyfja og heilsu hf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Íslandsbanka.
Afhending félagsins til nýrra eigenda hefur þegar farið fram, segir í tilkynningunni. Þetta eru önnur kaup Lyfja og heilsu á rótgrónu iðnaðarfyrirtæki en síðla árs 2017 keypti félagið Glerverksmiðjuna Samverk á Hellu.
Alexander Benediktssyni, Ingimar Snorra Karlssyni, Hilmari Baldvinssyni og Snorra Bergssyni stofnuðu Trésmiðjuna Börk árið 1986. „Félagið hefur sérhæft sig í framleiðslu á hágæða gluggum og hurðum í verksmiðju sinni sem staðsett er á Akureyri. Félagið er í dag eitt af stærstu fyrirtækjum landsins á sínu sviði og eru helstu viðskiptavinir þess mörg stærri verktakafyrirtæki landsins.
Hjá Berki starfa um 20 manns og framkvæmdastjóri félagsins er Alexander Benediktsson sem mun áfram stýra félaginu í kjölfar viðskipta. Íslandsbanki var ráðgjafi seljenda í ferlinu,“ segir í tilkynningunni.