Björgvin Ingi Ólafsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri viðskipta og þróunar Íslandsbanka, hefur verið ráðinn sviðsstjóri Deloitte Consulting á Íslandi. Hann verður einnig meðal eigenda Deloitte.
Björgvin Ingi, sem hefur einnig starfað hjá Meniga og alþjóðlega ráðgjafarfyrirtækinu Mckinsey & Company, er með MBA-gráðu frá Kellog School of Management og BS-gráðu í hagfræði frá Háskóla Íslands.
Deloitte Consulting er hluti af ráðgjafahluta Deloitte en starfsmenn þess hluta eru um 50 á Íslandi, yfir 1.100 á Norðurlöndunum og 36 þúsund í Evrópu. Stefnt er að frekari eflingu þessarar starfsemi hér á landi.
Auglýsing
Áherslur Deloitte Consulting eru á ráðgjöf í stefnumótun, rekstri og upplýsingatækni.