Vilja stofna erfðamengisstofnun á Íslandi

Miðflokkurinn hélt landsþing síðastliðna helgi og í ályktunum þingsins segir að flokksmenn vilji meðal annars efla landamæravörslu og stofna erfðamengisstofnun á Íslandi.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Auglýsing

Efla skal landamæra­vörslu og grein­ing­ar­starf lög­gæslu­stofn­ana og getu inn­an­lands til rann­sókna meðal ann­ars á sviði erfða­fræði. Meta þarf ávinn­ing­inn af Schen­gen-­sam­starf­inu með hags­muni Íslands í önd­vegi og taka upp virkt vega­bréfa­eft­ir­lit.

Þetta kemur fram í álykt­unum lands­þings Mið­flokks­ins um stefnu flokks­ins sem haldið var um síð­ustu helgi.

Enn fremur vill flokk­ur­inn stofna erfða­meng­is­stofnun á Ísland­i. Jó­hannes Þór Skúla­son, aðstoð­ar­maður Sig­mundar Dav­íðs, segir í sam­tali við Kjarn­ann að hann geri ráð fyrir því að til­gangur slíkrar stofn­unar væri að efla rann­sóknir lög­reglu inn­an­lands. Sýni séu til að mynda að ein­hverju leyti send út í góðu sam­starfi en það þurfi að vera hægt að ljúka DNA-­rann­sóknum hér inn­an­lands. 

Auglýsing

„Stór­efla skal fjár­fram­lög til lög­reglu til að hægt sé að halda uppi öfl­ugri lög­gæslu um allt land og tryggja öryggi borg­ar­anna. Fjölga skal lög­reglu­mönnum um land allt og starfs­um­hverfi þeirra á að end­ur­spegla nútíma kröfur um þjálfun, búnað og þekk­ingu. Tryggja skal lög­reglu­námi fé til að geta upp­fyllt kröfur um fjölda lög­reglu­manna,“ segir í álykt­un­inni.

Flokks­menn Mið­flokks­ins vilja jafn­framt auka eft­ir­lit við komu­staði til lands­ins. Örygg­is­eft­ir­lit og toll­gæsla þurfi að vera virk um allt land svo hægt sé að ná árangri. ­Net­ör­yggi og per­sónu­vernd þurfi enn fremur að tryggja og reglu­verk þar að lút­andi þurfi að vera skýrt.

„Stytta skal bið­tíma fanga eftir afplánun Auka þarf úrræði eins og sam­fé­lags­þjón­ustu og raf­rænt eft­ir­lit til að auka mögu­leika fang­els­is­stofn­ana til að styðja fanga til betr­un­ar. Leggja þarf aukna áherslu á eft­ir­fylgni við fanga og fjöl­skyldur þeirra, fyr­ir, á meðan og eftir að afplánun er lok­ið. Dóm­arar skulu ákvarða um reynslu­lausn, ekki fang­els­is­mála­stofn­um.

Sami ráð­herra skal ekki skipa bæði lög­reglu­stjóra og dóm­ara.“

Hörður Arnarson
Hið rétta um raforkuverð til stórnotenda
Kjarninn 22. ágúst 2019
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Leggur til að Bretland gerist tímabundið aðili að EES-samningnum
Formaður Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra telur að Bretar muni blómstra eftir útgöngu úr Evrópusambandinu.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Vilja koma í veg fyrir að almannaheillafélög verði misnotuð
Nýr fræðslubæklingur hefur verið gefinn út sem beinist að því að fræða almannaheillafélög um góða stjórnarhætti til að koma í veg fyrir að starfsemi þeirra sé misnotuð.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Raunlækkun á fasteignaverði síðustu 12 mánuði
Tólf mánaða hækkun vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu náði rúmlega átta ára lágmarki í júlí þegar hún mældist einungis 2,93 prósent. Á sama tíma mældist tólf mánaða verðbólga 3,1 prósent.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Hreiðar Már Sigurðsson við meðferð CLN-málsins í héraði í sumar. Þar voru allir sakborningar sýknaðir.
CLN-málinu áfrýjað til Landsréttar
Hinu svokallaða CLN-máli gegn æðstu stjórnendum Kaupþings hefur verið áfrýjað til Landsréttar. Málið hefur flækst fram og til baka í dómskerfinu árum saman og búið er að greiða til baka hluta þeirra fjármuna sem taldir voru tapaðir.
Kjarninn 22. ágúst 2019
Þórdís Kolbrún verður ekki dómsmálaráðherra áfram
Formaður Sjálfstæðisflokksins mun ákveða hver tekur við dómsmálaráðuneytinu á næstu dögum og gera tillögu um það til þingflokks fyrir þingsetningu. Hann vill fá meira en 25 prósent fylgi í næstu kosningum.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum
Samtök grænkera á Íslandi skora á stjórnvöld að bjóða upp á grænkerafæði í skólum, sjúkrahúsum og öðrum opinberum stofnunum í ljósi loftslagsbreytinga.
Kjarninn 21. ágúst 2019
Hefnendurnir
Hefnendurnir
Hefnendurnir CLXXX - Bavíaninn sem át móður sína
Kjarninn 21. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent