Vilja stofna erfðamengisstofnun á Íslandi

Miðflokkurinn hélt landsþing síðastliðna helgi og í ályktunum þingsins segir að flokksmenn vilji meðal annars efla landamæravörslu og stofna erfðamengisstofnun á Íslandi.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins.
Auglýsing

Efla skal landamæra­vörslu og grein­ing­ar­starf lög­gæslu­stofn­ana og getu inn­an­lands til rann­sókna meðal ann­ars á sviði erfða­fræði. Meta þarf ávinn­ing­inn af Schen­gen-­sam­starf­inu með hags­muni Íslands í önd­vegi og taka upp virkt vega­bréfa­eft­ir­lit.

Þetta kemur fram í álykt­unum lands­þings Mið­flokks­ins um stefnu flokks­ins sem haldið var um síð­ustu helgi.

Enn fremur vill flokk­ur­inn stofna erfða­meng­is­stofnun á Ísland­i. Jó­hannes Þór Skúla­son, aðstoð­ar­maður Sig­mundar Dav­íðs, segir í sam­tali við Kjarn­ann að hann geri ráð fyrir því að til­gangur slíkrar stofn­unar væri að efla rann­sóknir lög­reglu inn­an­lands. Sýni séu til að mynda að ein­hverju leyti send út í góðu sam­starfi en það þurfi að vera hægt að ljúka DNA-­rann­sóknum hér inn­an­lands. 

Auglýsing

„Stór­efla skal fjár­fram­lög til lög­reglu til að hægt sé að halda uppi öfl­ugri lög­gæslu um allt land og tryggja öryggi borg­ar­anna. Fjölga skal lög­reglu­mönnum um land allt og starfs­um­hverfi þeirra á að end­ur­spegla nútíma kröfur um þjálfun, búnað og þekk­ingu. Tryggja skal lög­reglu­námi fé til að geta upp­fyllt kröfur um fjölda lög­reglu­manna,“ segir í álykt­un­inni.

Flokks­menn Mið­flokks­ins vilja jafn­framt auka eft­ir­lit við komu­staði til lands­ins. Örygg­is­eft­ir­lit og toll­gæsla þurfi að vera virk um allt land svo hægt sé að ná árangri. ­Net­ör­yggi og per­sónu­vernd þurfi enn fremur að tryggja og reglu­verk þar að lút­andi þurfi að vera skýrt.

„Stytta skal bið­tíma fanga eftir afplánun Auka þarf úrræði eins og sam­fé­lags­þjón­ustu og raf­rænt eft­ir­lit til að auka mögu­leika fang­els­is­stofn­ana til að styðja fanga til betr­un­ar. Leggja þarf aukna áherslu á eft­ir­fylgni við fanga og fjöl­skyldur þeirra, fyr­ir, á meðan og eftir að afplánun er lok­ið. Dóm­arar skulu ákvarða um reynslu­lausn, ekki fang­els­is­mála­stofn­um.

Sami ráð­herra skal ekki skipa bæði lög­reglu­stjóra og dóm­ara.“

Fjórir umsækjendur um starf seðlabankastjóra metnir mjög vel hæfir
Forsætisráðherra mun að lokum skipa seðlabankastjóra.
Kjarninn 16. júní 2019
Karolina Fund: Flammeus - „The Yellow”
Akureyringur safnar fyrir plötu.
Kjarninn 16. júní 2019
Listi yfir fyrirtæki án jafnlaunavottunar birtur í lok árs
Einungis 2,8 prósent fyrirtækja með 25-89 starfsmenn hafa hlotið jafnlaunavottun enn sem komið er.
Kjarninn 16. júní 2019
Samskiptaforritum  hefur fjölgað hratt á síðustu árum.
SMS skilaboðum fjölgaði í fyrsta sinn í mörg ár
Þrátt fyrir stóraukna samkeppni frá öðrum stafrænum samskiptaforritum þá fjölgaði SMS skilaboðasendinum sem send voru innan íslenska farsímakerfisins í fyrra. Það var í fyrsta sinn frá 2012 sem slíkt gerist.
Kjarninn 16. júní 2019
Sjálfstæði Grænlands mun verða
Hin 22 ára Aki-Matilda Høegh-Dam er grænlenskur sjálfstæðissinni og komst inn á danskt þing í nýafstöðnum kosningum.
Kjarninn 16. júní 2019
Klikkið
Klikkið
Klikkið - Viðtal við Söndru Sif Jónsdóttur
Kjarninn 16. júní 2019
Dýrasta málverk í heimi fundið
Hver er rétti staðurinn fyrir dýrasta málverk sem selt hefur verið á uppboði? Flestir myndu kannski svara: safn. Kaupandinn, sem borgaði jafngildi 56 milljarða íslenskra króna fyrir verkið, valdi annan stað fyrir þetta verðmæta skilirí.
Kjarninn 16. júní 2019
Höskuldur H. Ólafsson hringir bjöllunni frægu við upphaf viðskipta með bréf í Arion banka fyrir einu ári.
Fyrir einu ári síðan: Arion banki skráður á markað
Á þessum degi fyrir einu ári síðan, þann 15. júní 2018, voru bréf í Arion banka tekin til viðskipta í Kauphöll Íslands. Hann varð þar með fyrsti íslenski bankinn til að verða skráður á markað eftir bankahrunið í október 2008.
Kjarninn 15. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent