Fimmtán starfsmönnum sagt upp hjá Gray Line

5 prósent af starfsmannafjölda ferðaþjónustufyrirtækisins Gray Line hefur verið sagt upp vegna samdráttar í fyrirtækinu.

gray line
Auglýsing

Gray Line á Íslandi hefur ákveðið upp­sagnir um 15 starfs­manna fyrir næstu mán­aða­mót vegna sam­dráttar í verk­efn­um, þar sem ákveðið hefur verið að hætta með áætl­un­ar­ferðir í Bláa Lón­ið. 

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­in­u. 

Um er að ræða um 5 pró­sent af starfs­manna­fjöld­an­um, bíl­stjóra og starfs­fólk í far­þega­af­greiðslu. Þetta er í fyrsta skipti í 30 ára sögu félags­ins sem bregð­ast þarf við sam­drætti með upp­sögn­um, segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Auglýsing

Segir enn fremur í til­kynn­ing­unni að áætl­un­ar­ferðir Gray Line í Bláa lónið hafi verið ein af meg­in­stoðum afþrey­ing­ar­ferða fyr­ir­tæk­is­ins í 20 ár. Gray Line hafi kynnt Bláa lónið í mark­aðs­starfi sínu um allan heim og flutt hund­ruð þús­unda við­skipta­vina bað­stað­ar­ins þang­að. Árum saman hafi aðsókn í Bláa lónið byggst að mestu leyti á sam­starfi við ferða­sölu­að­ila víðs­vegar um heim­inn, sem hafa verið að selja áætl­un­ar­ferðir með Gray Line og fleiri hóp­ferða­fyr­ir­tækj­u­m. 

„Eig­endur Bláa Lóns­ins hafa sagt upp sam­komu­lagi við Gray Line um sölu á bað­gjaldi í lónið frá 1. apríl síð­ast­liðnum og nýtt sam­komu­lag er ekki í boði. Algjör for­senda þess að geta boðið áætl­un­ar­ferðir í Bláa Lónið er að við­skipta­vinir geti um leið keypt bað­gjald.

Ákvörðun Bláa Lóns­ins kom að vissu leyti ekki á óvart í ljósi þess að rútu­fyr­ir­tæki í eigu hlut­hafa Bláa Lóns­ins hefur tekið við áætl­un­ar­ferðum þang­að. Þessi eig­enda­hópur virð­ist hafa sam­mælst um að losa sig við sam­keppn­ina til að skapa rými fyrir eigið fyr­ir­tæki í þessum ferð­um. Það er áhyggju­efni að eig­enda­sam­þjöppun af þessu tagi með til­heyr­andi sam­keppn­is­hindr­unum skuli vera að raun­ger­ast með svo ógagn­sæjum hætti. En það er ný sam­keppn­is­á­skorun sem þarf þá að takast á við,“ segir í til­kynn­ing­unn­i. 

Jafn­framt þykir ljóst að Gray Line þurfi að bregð­ast við með því að draga úr vöru­þróun og nýsköp­un, sem hefur snú­ist um að byggja upp nýja ferða­mögu­leika og stuðla að dreif­ingu ferða­manna.

„Gray Line hefur nær ein­göngu sinnt eigin hóp­ferðum og ekki tekið þátt í útleigu á hóp­ferða­bif­reiðum nema að óveru­legu leyti. Tak­mark­aður grund­völlur er fyrir því að mæta sam­drætt­inum með auk­inni útleigu­starf­semi. Sá mark­aður breytt­ist veru­lega frá og með árinu 2016, þegar virð­is­auka­skattur var lagður á þessa starf­semi. Við það kom mikil sam­keppni með und­ir­boðum frá erlendum hóp­ferða­fyr­ir­tækj­um. Þessi fyr­ir­tæki koma með hóp­ferða­bíla sína til lands­ins, snið­ganga skatta og gjöld og fara ekki eftir íslenskum kjara­samn­ing­um. Kostn­aður þeirra er þar af leið­andi mun lægri en hjá íslensku fyr­ir­tækj­unum sem standa skil á sköttum og gjöldum sam­kvæmt íslenskum lögum og regl­um. Getu­leysi stjórn­valda til að taka á þessum und­ir­boðum og lög­brotum er algjört, sem og í fleiri sam­bæri­legum málum er varða erlenda sam­keppni í ferða­þjón­ust­unni.

Óhjá­kvæmi­legt er að sveiflur verði þegar mikil sam­keppni rík­ir. Gray Line þykir leitt að þurfa að segja upp starfs­fólki til að mæta sam­drætt­in­um, en í ljósi grósk­unnar í ferða­þjón­ust­unni er ekki að efa að flestir eða allir verði komnir til starfa ann­ars staðar innan tíð­ar. Upp­sagn­ar­frestur þeirra er frá einum til þriggja mán­aða.“

Í nið­ur­lagi til­kynn­ing­ar­innar segir að þrátt fyrir þennan aft­ur­kipp séu eig­endur og stjórn­endur Gray Line bjart­sýnir á fram­tíð­ina og líti svo á að í öllum áskor­unum felist tæki­færi sem félagið mun nýta sér.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna og forsætisráðherra.
Fylgi Vinstri grænna hefur aldrei mælst minna í könnun Gallup – 7,2 prósent styðja flokkinn
Píratar hafa næstum því tvöfaldað fylgi sitt frá síðustu kosningum og Samfylkingin hefur aukið sitt fylgi um tæplega 40 prósent. Sjálfstæðisflokkur mælist undir kjörfylgi en Framsókn siglir lygnan sjó.
Kjarninn 2. júlí 2022
Það sem er sérstakt við spjöld þessi er að í stað þess að á þeim séu myndir og upplýsingar um landsliðsmenn í knattspyrnu eru þar að finna sögur verkafólks sem látist hafa við undirbúning mótsins.
Gefa út „fótboltaspil“ með verkafólki sem látist hefur við undirbúninginn í Katar
Þúsunda farandsverkamanna er minnst í átaki sænsku rannsóknarblaðamannasamtakanna Blankspot til að vekja athygli á mannlega kostnaðnum við Heimsmeistaramótið sem hefst í nóvember.
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls fóru 0,0002% af fjármagni í COVID-viðbragðsáætlunum í að uppræta kynbundið ofbeldi
Ríki sem eiga sterka femíníska hreyfingu hafa verið talsvert líklegri til að taka tillit til kynjasjónamiða í COVID-19 áætlunum sínum en þau ríki þar sem engin eða veik femínísk hreyfing er við lýði, samkvæmt nýrri skýrslu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Heimili eru talin ábyrg fyrir tonnum á tonn ofan af matvælum sem fara í ruslið.
Svona spornar þú við sóun í sumarfríinu
Það vill enginn koma heim í ýldulykt eftir gott frí. Þá vilja eflaust flestir ekki umturnast í umhverfissóða á ferðalaginu. Hér eru nokkur ráð til njóta sumarleyfisins langþráða án þess að koma heim í fýlu.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þórður Snær Júlíusson
Partíið er búið
Kjarninn 2. júlí 2022
Alls 16 prósent ungra kjósenda fylgdist ekkert með pólitískum fréttum í kosningabaráttunni
Það færist í aukana að fólk fái fréttir af íslenskum stjórnmálum í gegnum netið og sérstaklega samfélagsmiðla. Fleiri 18 til 25 ára kjósendur notuðu samfélagsmiðla til að nálgast upplýsingar um síðustu kosningar en sjónvarpsfréttir.
Kjarninn 2. júlí 2022
Þorbjörg Sigríður spurði Bjarna Benediktsson um grænar fjárfestingar ríkisins.
Um 2 prósent af fjárfestingum ríkisins teljast „grænar“
Miðað við þrönga skilgreiningu námu grænar fjárfestingar um 2 prósentum af heildarfjárfestingum ríkisins í fyrra. Ef notast er við víðari skilgreiningu og t.d. framlög til nýs Landspítala tekin með, er hlutfallið 20 prósent.
Kjarninn 1. júlí 2022
Bjarni Beneditsson fjármála- og efnahagsráðherra.
„Gjör rétt – ávallt“
Fjármála- og efnahagsráðherra segir að laun dómara eins og annarra æðstu embættismanna séu ekki lækka. Um sé að ræða leiðréttingu. Hann segir að það sé ekkert minna en siðferðisbrestur að skila því ekki sem ofgreitt var úr opinberum sjóðum.
Kjarninn 1. júlí 2022
Meira úr sama flokkiInnlent