Póst-og fjarskiptastofnun tekur undir Gagnaveitu Reykjavíkur um að Míla, sem er dótturfélag Símans, hafi ekki farið að samkeppnisreglum með ákvörðun sinni um að leggja fjarskiptalagnir í Setbergslandi í Hafnarfirði. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Gagnaveitu Reykjavíkur.
Í tilkynningunni er ákvörðun Póst-og fjarskiptastofnunnar (PFS) rakin, en samkvæmt henni fór Míla gegn skilyrðum stofnunarinnar sem sett voru á fyrirtækið árið 2014. Skilyrðin voru sett á þar sem Míla var skilgreint sem fjarskiptafyrirtæki með umtalsverðan markaðsráðandi styrk og þyrfti því að fylgja reglum varðandi upplýsingagjöf í verkefnum sínum.
Auglýsing