Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, svo fátt eitt sé nefnt, mun framvegis vera fastur greinarhöfundur í Vísbendingu, sem Kjarninn hefur gefið út síðan í júlí í fyrra.
Munu greinar eftir hann birtast reglulega í ritinu framvegis.
Gylfi er meðal virtustu hagfræðinga landsins, og hefur um árabil reglulega skrifað í Vísbendingu um efnahagsmál.
Þá mun Lilja Dögg Jónsdóttir, hagfræðingur og MBA frá Harvard háskóla, einnig vera á meðal fastra greinarhöfunda í Vísbendingu, en hún hefur að undanförnu birt greinar í Vísbendingu um breytingar á störfum á vinnumarkaði vegna tækniframfara.
Í Vísbendingu er einblínt á skrif um viðskipti, rekstur, efnahagsmál og nýsköpun, bæði innanlands og utan.
Hægt er að gerast áskrifandi að Vísbendingu hér.