Opna þarf skráðan markað betur fyrir litlum fyrirtækjum

Hluti af því að treysta stoðir skráðs markaðar á Íslandi felst í því að efla traust og gagnsæi.

Kauphöll 25.09.2017 eftir birgi ísleif
Auglýsing

Þörf er á því að efla hluta­bréfa­mark­að­inn á Íslandi með því að opna hann betur fyrir litlum fyr­ir­tækj­um, end­ur­vekja traust almenn­ings á honum með fræðslu­starfi til almenn­ings, aðkomu fleiri fjár­festa og stjórn­valda.

Kallað er eftur sam­starfi um þessi mik­il­vægu atriði, í nýrri skýrslu frá Kaup­höll Íslands.

Þó íslenski hluta­bréfa­mark­að­ur­inn sé með þeim minnstu í ver­öld­inni, þá gegnir hann mik­il­vægu hlut­verki í íslensku efna­hags­lífi, og með því að horfa til fyr­ir­mynda erlend­is, meðal ann­ars í Sví­þjóð, þá mætti styrkja umgjörð­ina um fjár­magns­mark­aði og gera litlum fyr­ir­tækjum mögu­legt að sækja sér áhættu­fjár­magn á jafn­rétt­is­grund­velli.

Auglýsing

Þetta er meðal þess sem fram kemur í fyrr­nefndri skýrslu, sem ber yfir­skrift­ina: Hugsum hluta­bréfa­mark­að­inn upp á nýtt.

Í skýrsl­unni er ekki síst ein­blínt á það, að mik­il­vægt sé að fá lítil fyr­ir­tæki, sem eru í vaxt­arfasa, Fjögur atriði sem skipta sköpum við að endurhugsa hlutabréfamarkaðinn, má sjá hér. Lífeyrissjóðir eru langsamlega umfangsmestir á íslenska hlutabréfamarkaðnum og eiga um 40 til 50 prósent hlutafjár.til að nýta sér hluta­bréfa­mark­að­inn. „Sprota­fyr­ir­tæki og önnur smá og milli­stór fyr­ir­tæki (SMEs) eru drif­kraftur hag­vaxtar og atvinnu­sköp­un­ar. Þetta hefur mikið verið rann­sakað í bæði Banda­ríkj­unum og Evr­ópu. Tvö af hverjum þremur nýjum störfum sem urðu til á árinu 2015 innan Evr­ópu­sam­bands­ins mátti rekja til smárra og milli­stórra fyr­ir­tækja,“ segir meðal ann­ars í skýrsl­unni.

Svíar í sér­flokki

Skrán­ing fyr­ir­tækja á hluta­bréfa­markað hefur verið dræm á heims­vísu frá alþjóð­legu fjár­málakrepp­unni 2008, að því er segir í skýrsl­unni, en Norð­ur­löndin hafa þó skorið sig úr í þeim efn­um. Sér­stak­lega hafa Svíar verið dug­legir að nýta sér skráðan mark­að, en met­fjöldi fyr­ir­tækja var skráður á aðal­markað Nas­daq í Stokk­hólmi í októ­ber í fyrra, eða 319 tals­ins.

Inn­lend félög fyrst og fremst

Í hinum end­ur­reista hluta­bréfa­mark­aði á Íslandi eru nú sextán félög, en uppi­staðan eru inn­lend félög sem starfa á íslenskum mark­aði, fyrst og fremst. Félög í alþjóð­legri starf­semi eru þó stærst, og er Marel með lang­sam­lega hæsta verð­mið­ann, eða 262 millj­arða króna, en heild­ar­mark­aðsvirði er tæp­lega 800 millj­arðar króna. 

Á First North mark­aðnum eru fimm félög, og segir í skýrslu kaup­hall­ar­innar að fleiri smærri fyr­ir­tæki ættu að geta nýtt sér kosti hans. 

Kaup­höllin hefur skil­greint mik­il­væg atriði sem geta skipt tölu­verðu máli fyrir öfl­ugri upp­bygg­ingu á hluta­bréfa­mark­aðnum og geta „leikið mik­il­vægt hlut­verk í því að styðja við vöxt og fram­gang fyr­ir­tækja og fjár­festa“ eins og segir í skýrsl­unni. „Hugsa þarf hluta­bréfa­mark­að­inn upp á nýtt og skapa betra vist­kerfi á hon­um. Kallað er eftir sam­starfi við breiðan hóp hags­mun­að­ila; stjórn­valda, fjár­mála­fyr­ir­tækja, fjár­festa, mark­aðs­að­ila og fleiri. Skil­virkur fjár­mála­mark­aður ein­kenn­ist ekki síst af virkum hluta­bréfa­mark­aði, þar sem fjár­magni er úthlutað þangað sem það nýt­ist best. Með öfl­ugum hluta­bréfa­mark­aði er fyr­ir­tækjum gert kleift að sækja sér áhættu­fjár­magn í krafti gagn­sæis og jafn­ræðis meðal fjár­festa, til þess að fjár­magna spenn­andi verk­efni, nýsköpun og vöxt í efna­hags­líf­inu. Aðgangur að slíku fjár­magni getur skipt smærri fyr­ir­tæki sér­stak­lega miklu máli,“ segir í skýrsl­unni.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnarlæknir
Segir að endurskoða þurfi afléttingar ef mörg fleiri smit greinast
Sóttvarnarlæknir segir næstu tvo daga munu gefa skýrari mynd af umfangi nýrra COVID-19 smita utan sóttkvíar innanlands. Að hans mati þyrfti að endurskoða fyrirhugaðar afléttingar á sóttvarnaraðgerðum ef það kemur í ljós að mikið fleiri eru smitaðir.
Kjarninn 7. mars 2021
Tvö smit af breska afbrigðinu
Síðustu daga hafa tveir greinst innanlands utan sóttkvíar með breska afbrigðið af COVID-19. Einn hinna smituðu fór á tónleika í Hörpu á föstudagskvöldið.
Kjarninn 7. mars 2021
Starfsmaður Landspítalans með COVID-19
Upp hefur komið COVID-19 smit á Landspítalanum. Starfsmaður greindist með veiruna, en samkvæmt aðstoðarmanni forstjóra Landspítalans hafði hann ekki verið í útlöndum nýlega.
Kjarninn 7. mars 2021
Ókláruðum íbúðum fækkar ört
Fjöldi ófullbúinna íbúða í síðustu viku var fjórðungi minni en á sama tíma árið á undan. Síðustu mælingar sýna að þeim hefur fækkað enn frekar frá áramótunum, en búist er við frekari samdrætti á næstunni.
Kjarninn 7. mars 2021
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Risastórt rafíþróttamót og Twitter útibú
Kjarninn 7. mars 2021
Aflaverðmæti útgerða jókst milli ára þrátt fyrir heimsfaraldur
Aflaverðmæti þess sjávarfangs sem íslensk fiskiskip veiddu í fyrra er rúmum 20 milljörðum krónum meira en það var árið 2018. Útgerðir landsins hafa því heilt yfir farið vel út úr heimsfaraldri kórónuveiru.
Kjarninn 7. mars 2021
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir formaður Viðreisnar
Segir Bjarna hafa viljað ráðið hver væri fulltrúi Viðreisnar í stjórn Íslandspósts
Formaður Viðreisnar segir fjármálaráðherra hafi losað sig við fulltrúa flokksins úr stjórn Íslandspósts, sem hafi veitt fyrirtækinu aðhald, og sett undirmann sinn úr fjármálaráðuneytinu inn í staðinn.
Kjarninn 7. mars 2021
Stríðsleikurinn sem fór úr böndunum
Nýlega voru birt leyniskjöl um atburði sem tengjast heræfingum NATO og Bandaríkjanna árið 1983, þar sem munaði litlu að stigmögnun hefði geta leitt til kjarnorkustríðs.
Kjarninn 7. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent