Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, mun á næstu dögum gefa út formlega vantraustsyfirlýsingu á hendur Gylfa Arnbjörnssyni, forseta Alþýðusambands Íslands (ASÍ), eftir að ASÍ neitaði að taka niður auglýsingu um kaupmáttaraukningu.
Frá þessu eru greint í Morgunblaðinu í dag.
Ragnar Þór sendi tölvupóst á félagsmenn ASÍ í vikunni þar sem hann óskaði eftir því að auglýsing á facebooksíðu ASÍ yrði tekin niður, annars myndi hann ásamt öðrum formönnum aðilarfélaga ASÍ lýsa yfir vantrausti á forsetann.
Hann segir að VR muni benda á það eftir helgi hvað kaupmáttarvísitalan kemur rangt fram í myndbandinu en annars er hann ósáttur við að skautað sé framhjá efnahagshruninu í tímalínu ASÍ, að því er segir í Morgunblaðinu.
Harðnandi átök eru nú innan verkalýðshreyfingarinnar. Tvö stærstu stéttarfélög landsins, VR og Efling, þar sem Sólveig Anna Jónsdóttir var nýlega kjörin formaður, hafa um margt gengið í takt í umræðu um kjaramál, og hafa meðal annars talað um að þörf sé á því að hlusta betur eftir þörfum fólksins á gólfinu og ná fram raunverulegum kjarabótum.