DV hefur sjónvarpsútsendingar á netinu

Oddviti Sjálfstæðisflokks í Reykjavík verður fyrsti gestur netsjónvarps DV sem hefur göngu sína í dag.

Karl Garðarsson er framkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar.
Karl Garðarsson er framkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar.
Auglýsing

Eyþór Arn­alds verður fyrsti gestur Sjón­varps DV þegar það hefur göngu sína klukkan 13 í dag. Frá þessu greinir Karl Garð­ars­son, fram­kvæmda­stjóri útgáfu­fé­lags DV, í stöðu­upp­færslu á Face­book í morg­un.

Þar segir Karl, sem er fyrr­ver­andi frétta­stjóri Stöðvar 2 og var um tíma þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, að nýr kafli sé að hefj­ast í sögu fyr­ir­tæk­is­ins Frjálsrar fjöl­miðl­unar með sjón­varps­starf­sem­inni. „Boðið verður upp á við­töl við skemmti­legt og áhuga­vert fólk og verður sent út á net­inu á for­síðu dv.­is.“

Frjáls fjöl­miðlun keypti í fyrra­haust fjöl­mið­l­anna Pressu­­sam­­stæð­unn­­ar: DV, DV.is, Eyj­una, Press­una, Bleikt, Birtu, Dokt­or.is, 433.is og sjón­­varps­­stöð­ina ÍNN. ÍNN hefur síðan verið sett í þrot.

Auglýsing

Sam­­kvæmt til­­kynn­ingu sem send var út á sínum tíma var kaup­verðið fyrir þessa miðla Press­unn­ar á sjötta hund­rað millj­­­ónir króna. Greitt var fyrir mið­l­anna með reiðufé auk yfir­­­­­töku skulda. Ekki hefur verið opin­berað hvernig Frjáls fjöl­mið­l­un er fjár­mögnuð en lög­­­mað­­ur­inn Sig­­urður G. Guð­jóns­­son er skráður for­svar­s­­maður fyr­ir­tæk­is­ins.

Mið­l­­arnir voru keyptir af félag­inu Press­unni en og hluti skulda hennar voru skildar eftir þar. Pressan var svo tekin til gjald­þrota­skipta í lok síð­asta árs.

Umtals­verðar breyt­ingar hafa verið gerðar á starf­sem­inni að und­an­förnu. Vef­síður miðla fyr­ir­tæk­is­ins voru upp­færðar fyrr á þessu ári þannig að þær hafa allir sama útlit.

„Ljótur leikur hjá stjórnvöldum“
Formaður Viðreisnar gagnrýnir stjórnvöld harðlega fyrir viðbrögð við beiðni um skaðabætur.
Kjarninn 20. september 2019
Margrét Tryggvadóttir
Á sporbaug sem aldrei snertir jörðu
Leslistinn 20. september 2019
Icelandair gerir bráðabirgðasamning við Boeing um bætur
Kyrrsetningin á 737 Max vélunum frá Boeing hefur verið þung í skauti fyrir Icelandair.
Kjarninn 20. september 2019
Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitastjórnarráðherra.
Telur lágbrú fýsilegri kost fyrir nýja Sundabraut
Tveir val­kost­ir eru einkum tald­ir koma til greina vegna lagn­ing­ar Sunda­braut­ar, ann­ars veg­ar jarðgöng í Gufu­nes og hins veg­ar lág­brú yfir Klepps­vík. Samgöngu- og sveitastjórnarráðherra seg­ir að sér hugn­ist frek­ar lág­brú yfir Klepps­vík.
Kjarninn 20. september 2019
Höfuðstöðvar Vísis í Grindavík.
Vísir og Þorbjörn ræða sameiningu
Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík vilja sameinast. Gangi áformin eftir mun hið sameinaða fyrirtæki vera með um 16 milljarða króna í veltu á ári.
Kjarninn 20. september 2019
Ferðamenn eyddu minna en áður var haldið fram í ágúst síðastliðnum.
Hagstofan leiðréttir tölur í þriðja sinn á nokkrum vikum
Eyðsla útlendinga á greiðslukortum í ágúst 2019 var minni en í ágúst 2018, ekki meiri líkt og Hagstofa Íslands hélt fram fyrir viku síðan. Þetta er í þriðja sinn á örfáum vikum sem Hagstofan reiknar vitlaust.
Kjarninn 20. september 2019
Guðrún Svava, nemandi í bifvélavirkjun.
Enn eykst kynjabilið í starfsnámi á framhaldsskólastigi
Aðeins þrír af hverjum tíu nemendum á framhaldsskólastigi er í starfsnámi hér á landi. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, segir að það þurfi samstillt þjóðarátak til að fjölga starfsnámsnemum.
Kjarninn 20. september 2019
Hvað er það við Icelandair sem stjórnmálamenn eiga að hafa áhyggjur af?
Prófessor í hagfræði hvatti stjórnmálamenn til að fylgjast með eiginfjárstöðu Icelandair á fundi í gær. Forstjóri Icelandair sagði ummælin ógætileg. Það sem veldur þessum áhyggjum er að eiginfjárhlutfall Icelandair hefur farið hríðlækkandi undanfarið.
Kjarninn 20. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent