DV hefur sjónvarpsútsendingar á netinu

Oddviti Sjálfstæðisflokks í Reykjavík verður fyrsti gestur netsjónvarps DV sem hefur göngu sína í dag.

Karl Garðarsson er framkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar.
Karl Garðarsson er framkvæmdastjóri Frjálsrar fjölmiðlunar.
Auglýsing

Eyþór Arn­alds verður fyrsti gestur Sjón­varps DV þegar það hefur göngu sína klukkan 13 í dag. Frá þessu greinir Karl Garð­ars­son, fram­kvæmda­stjóri útgáfu­fé­lags DV, í stöðu­upp­færslu á Face­book í morg­un.

Þar segir Karl, sem er fyrr­ver­andi frétta­stjóri Stöðvar 2 og var um tíma þing­maður Fram­sókn­ar­flokks­ins, að nýr kafli sé að hefj­ast í sögu fyr­ir­tæk­is­ins Frjálsrar fjöl­miðl­unar með sjón­varps­starf­sem­inni. „Boðið verður upp á við­töl við skemmti­legt og áhuga­vert fólk og verður sent út á net­inu á for­síðu dv.­is.“

Frjáls fjöl­miðlun keypti í fyrra­haust fjöl­mið­l­anna Pressu­­sam­­stæð­unn­­ar: DV, DV.is, Eyj­una, Press­una, Bleikt, Birtu, Dokt­or.is, 433.is og sjón­­varps­­stöð­ina ÍNN. ÍNN hefur síðan verið sett í þrot.

Auglýsing

Sam­­kvæmt til­­kynn­ingu sem send var út á sínum tíma var kaup­verðið fyrir þessa miðla Press­unn­ar á sjötta hund­rað millj­­­ónir króna. Greitt var fyrir mið­l­anna með reiðufé auk yfir­­­­­töku skulda. Ekki hefur verið opin­berað hvernig Frjáls fjöl­mið­l­un er fjár­mögnuð en lög­­­mað­­ur­inn Sig­­urður G. Guð­jóns­­son er skráður for­svar­s­­maður fyr­ir­tæk­is­ins.

Mið­l­­arnir voru keyptir af félag­inu Press­unni en og hluti skulda hennar voru skildar eftir þar. Pressan var svo tekin til gjald­þrota­skipta í lok síð­asta árs.

Umtals­verðar breyt­ingar hafa verið gerðar á starf­sem­inni að und­an­förnu. Vef­síður miðla fyr­ir­tæk­is­ins voru upp­færðar fyrr á þessu ári þannig að þær hafa allir sama útlit.

Borgarstjóri: Óvissu eytt um borgarlínu og framkvæmdir hefjast 2020
Skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu og samkomulag sem á að tryggja fjármögnun borgarlínu.
Kjarninn 21. september 2018
Breytingar hafa leitt til verulega bætts árangurs peningastefnunnar
Aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands segir að þær breytingar sem gerðar hafa verið á framkvæmd peningastefnunnar hafi skilað miklum árangri.
Kjarninn 21. september 2018
Steinunn Þorvaldsdóttir
Afleitur handavandi
Kjarninn 21. september 2018
WOW air greiðir hærri vexti en önnur flugfélög
Bloomberg segir að vextirnir sem WOW air borgar vegna skuldabréfaútgáfu sinnar séu hærri en vextir í útboðum annarra evrópskra flugfélaga sem farið hafa fram á síðustu árum.
Kjarninn 21. september 2018
Birkir Hólm Guðnason
Birkir Hólm Guðnason nýr forstjóri Samskipa
Pálmar Óli Magnússon lætur af störfum sem forstjóri Samskipa og Birkir Hólm Guðnason tekur við.
Kjarninn 21. september 2018
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Ráðherra skipar stýri­hóp um mótun nýsköp­un­ar­stefnu fyrir Ísland
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir hefur skipað stýrihóp um mótun heildstæðrar nýsköpunarstefnu fyrir Ísland. Stefnan skal liggja fyrir ekki síðar en 1. maí næstkomandi.
Kjarninn 21. september 2018
Vilja þyrlupall á Heimaey
Fimm þingmenn hafa nú lagt fram þingsályktunartillögu þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra er falið að gera ráðstafanir til að hanna og staðsetja þyrlupall á Heimaey til að auka enn frekar öryggi í sjúkra- og neyðarflugi til Vestmannaeyja.
Kjarninn 21. september 2018
Helmingur landsmanna sækir fréttir af vefsíðum fréttamiðla
Samkvæmt nýrri könnun MMR sækja einungis 4 prósent Íslendinga helst fréttir í dagblöð en 9 prósent af samfélagsmiðlum.
Kjarninn 21. september 2018
Meira úr sama flokkiInnlent