Í lok fyrsta viðskiptadags á aðallista Kauphallar Íslands var gengi bréf fasteignafélagsins Heimavalla 1,24 eða um 11 prósentum lægra en sem nam meðalgengi í útboði í aðdraganda skráningar, en það var 1,39.
Almennu hlutafjárútboði Heimavalla lauk klukkan 16:00 þann 8. maí 2018. Í útboðinu voru boðnir til sölu 750.000.000 nýir hlutir í Heimavöllum, samkvæmt tilkyningu.
Í útboðinu bárust alls 701 áskrift að heildarandvirði 1,7 milljarðar og ákvað stjórn félagsins að taka 689 tilboðum í 750 milljón nýja hluti fyrir samtals rúmlega einn milljarð.
Heildarvirði alls hlutafjár að lokinni hlutafjáraukningu var því 15,6 milljarðar króna. Eftir fyrsta dag á markaði lækkaði því verðmiðinn um tæplega tvo milljarða króna.
Heildareignir félagsins námu í lok árs tæplega 56 milljörðum króna og eigið fé var 17,5 milljarðar króna.