Stuðningur við ríkisstjórnina kominn undir 50 prósent

Fylgi allra stjórnarflokkanna mælist minna en það var í kosningunum í fyrrahaust. Vinstri græn tapa mestu fylgi allra flokka frá kosningum. Stuðningur við ríkisstjórnina heldur áfram að lækka.

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur 2017
Auglýsing

Alls segja 49,8 pró­sent lands­manna að þeir styðji rík­is­stjórn Katrínar Jak­obs­dótt­ur, sem setið hefur að völdum frá 30. nóv­em­ber 2017. Það er lægsta hlut­fall sem hefur sagst styðja hana frá því að mæl­ingar á þeim stuðn­ingi hófust. Þegar stuðn­ing­ur­inn var fyrst mældur um miðjan des­em­ber mæld­ist hann 66,7 pró­sent. Þetta kemur fram í nýrri könnun MMR á fylgi stjórn­mála­flokka og stuðn­ingi við rík­is­stjórn­ina.

Sam­an­lagt fylgi stjórn­ar­flokk­anna þriggja mælist 45,8 pró­sent. Mest fylgi allra hefur Sjálf­stæð­is­flokk­ur­inn, en 23,7 pró­sent lands­manna myndu kjósa hann ef þing­kosn­ingar yrðu haldnar í dag. Það er tölu­vert undir því sem hann fékk í kosn­ing­unum í októ­ber 2017, þegar 25,2 pró­sent lands­manna kusu Sjálf­stæð­is­flokk­inn. Það var næst versta útkoma hans frá upp­hafi.

Fylgi Vinstri grænna hefur fallið mun skarpar frá síð­ustu kosn­ing­um. Þá fékk flokk­ur­inn 16,9 pró­sent atkvæða en mælist nú með 12 pró­sent fylgi. Fram­sókn­ar­flokk­ur­inn er á mjög svip­uðum slóðum og hann var í fyrra­haust með 10,1 pró­sent fylgi.

Auglýsing

Tveir stjórn­ar­and­stöðu­flokkar styrkj­ast

Af stjórn­ar­and­stöðu­flokk­unum mælist Sam­fylk­ingin stærst með 14,6 pró­sent fylgi, en hún fékk 12,1 pró­sent í þing­kosn­ing­unum í októ­ber 2017. Píratar hafa einnig bætt við sig umtals­verðu fylgi á síð­ustu mán­uðum og nú segj­ast 14 pró­sent lands­manna að þeir myndu kjósa flokk­inn ef kosið væri til Alþingis i dag, en fékk 9,2 pró­sent í síð­ustu kosn­ing­um. Mið­flokk­ur­inn mælist með 9,8 pró­sent fylgi en fékk 10,9 pró­sent í októ­ber og Við­reisn myndi fá 7,1 pró­sent í dag en fékk 6,7 pró­sent í síð­ustu kosn­ing­um.

Þá segj­ast 5,6 pró­sent kjós­enda að þeir myndu kjósa Flokk fólks­ins ef kosið yrði í dag, en hann fékk 6,9 pró­sent atkvæða í síð­ustu þing­kosn­ing­um.

Sami sam­dráttur og hjá rík­is­stjórn Sig­mundar

Stuðn­ingur við rík­is­stjórn­ina sem nú situr að völd­um, og inni­heldur Vinstri græn, Sjálf­stæð­is­flokk og Fram­sókn­ar­flokk, var feiki­lega mik­ill í fyrstu mæl­ingu í des­em­ber síð­ast­liðn­um. Engin rík­is­stjórn sem setið hefur eftir hrun hefur byrjað með jafn mik­inn með­vind, enda sögð­ust 66,7 pró­sent lands­manna styðja hana. Á fyrstu sex mán­uðum stjórn­ar­sam­starfs­ins hefur stuðn­ing­ur­inn hins vegar minnkað um 16,9 pró­sentu­stig.

Það er nán­ast sami sam­dráttur á og varð á stuðn­ingi við rík­is­stjórn Sig­mundar Dav­íðs Gunn­laugs­son­ar, sem sett­ist að völdum vorið 2013, á fyrsta hálfa árinu sem hún starf­aði. Þá lækk­aði stuðn­ing­ur­inn úr 59,9 pró­sentum í 43,1 pró­sent, eða um 16,8 pró­sentu­stig. Sú rík­is­stjórn hrakt­ist frá völdum eftir opin­berum Panama­skjal­anna vorið 2016.

Sú rík­is­stjórn sem tók við, rík­is­stjórn Bjarna Bene­dikts­son­ar, náði ein­ungis að sitja í örfáa mán­uði áður en hún sprakk vegna upp­reist æru-­máls­ins. Stuðn­ingur almenn­ings við þá stjórn var alltaf lít­ill. Þegar best lét sýndu kann­anir MMR að stuðn­ingur við hana væri 37,9 pró­sent en lægstur mæld­ist hann ein­ungis 22,5 pró­sent.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Alls segjast 55 prósent svarenda í könnun Maskínu fremur eða mjög andvíg gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Andstaða við gjaldtöku í jarðgöngum mismikil eftir því hvaða flokk fólk kýs
Kjósendur Viðreisnar eru líklegastir til að styðja gjaldtöku í jarðgöngum en kjósendur Sósíalistaflokksins eru líklegastir til að vera andvígir gjaldtöku, samkvæmt niðurstöðum úr könnun Maskínu á afstöðu til gjaldtöku í öllum jarðgöngum á Íslandi.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Hið sænska velferðarríki í faðmi nýfrjálshyggju
Á síðustu þrjátíu árum hafa átt sér stað talsverðar breytingar í bæði heilbrigðis- og menntakerfi Svíþjóðar. Ef til vill má rekja þau samfélagsvandamál sem nú tekist er á um í aðdraganda þingkosninga til þessara breytinga.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Draugaskipið
Skammt undan ströndum Jemen liggur skip við festar. Ekki væri slíkt í frásögur færandi nema vegna þess að skipið, sem er hlaðið olíu, hefur legið þarna í sjö ár og er að ryðga í sundur. Ef olían færi í sjóinn yrði tjónið gríðarlegt.
Kjarninn 7. ágúst 2022
Róbert Wessman er forstjóri Alvogen og Alvotech.
Dalur Róberts Wessman afskrifaði 135,2 milljónir af skuldum Birtings
Velta tímaritaútgáfunnar Birtings dróst saman um fimmtung í fyrra og föstum starfsmönnum var fækkað úr 25 í 12. Rekstrartap var 74 milljónir króna og eigið fé er neikvætt. Samt skilaði Birtingur hagnaði, vegna þess að seljendalán var afskrifað.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Örn Bárður Jónsson
Víða leynist viðurstyggðin
Kjarninn 6. ágúst 2022
Ásgeir Jónsson er seðlabankastjóri.
Seðlabankastjóri verði formaður fjármálaeftirlitsnefndar bankans
Alþingi ákvað, er verið var að sameina Seðlabankann og Fjármálaeftirlitið, að láta seðlabankastjóra ekki leiða fjármálaeftirlitsnefnd bankans, m.a. vegna mögulegrar orðsporðsáhættu. Það fyrirkomulag hefur ekki reynst sérlega vel og nú á að breyta lögum.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Árfarvegur Esteron árinnar, sem er skammt frá Nice í suðurhluta Frakklands, þornaði upp í hitanum og þurrkinum sem ríkt hefur í landinu á síðustu vikum. Þessi mynd er frá því í lok júlí.
Frakkar glíma við fordæmalausa þurrka
Draga hefur þurft úr orkuframleiðslu í frönskum kjarnorkuverum vegna þess að kælivatn sem fengið er úr ám hefur verið of heitt. Talið er að ástandið muni vara í það minnsta í tvær vikur í viðbót.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Bein og blöð brotin í sögu Grand Theft Auto
Síðustu ár hefur Rockstar Games bætt aðstæður starfsmanna sína talsvert. Næsta leik í umdeildri tölvuleikjaseríu hefur seinkað sökum þess. Sá leikur fær því til viðbótar yfirhalningu, þar má helst nefna kvenkyns aðalpersónu.
Kjarninn 6. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent