Sjálfstæðisflokkurinn tók stórt stökk upp á við þegar birtar voru nýjar tölur í Reykjavík rétt fyrir klukkan þrjú, samkvæmt kosningaumfjöllun RÚV. Samkvæmt þeim hækkar fylgi flokksins í rúmlega 32 prósent, og því flokkurinn með þriðjung alls fylgis í borginni. Enn hefur þó ekki verið allt talið.
Meirhlutinn í borginni er aðeins með 9 fulltrúa og því kolfallinn.
Samkvæmt þessu er Sjálfstæðisflokkurinn talsvert stærri en Samfylkingin sem kemur næst, með 26,2 prósent atkvæða og sjö borgarfulltrúa. Bæði Píratar og Viðreisn tapa fulltrúa frá næstu tölum á undan. Þó munar aðeins fimm atkvæðum á níunda fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og öðrum fulltrúa Pírata.
Viðreisn er þriðji stærsti flokkurinn í borgarstjórn miðað við þessar tölur, með 7,9 prósent og tvo borgarfulltrúa.
Fimm flokkar ná inn einum fulltrúa hver. Það eru Píratar með 7,1 prósent atkvæða, Miðflokkurinn með 6,2 prósent, Sósíalistaflokkurinn með 6,1 prósent, Vinstri græn með 4,6 prósent og Flokkur fólksins með 4,4 prósent atkvæða.
Framsóknarflokkurinn kemur hörmulega út úr kosningunum í Reykjavík,