Sjálfstæðisflokkurinn er afgerandi stærsti flokkurinn í Reykjavík, eftir sveitarstjórnarkosningarnar í gær, en hann fékk 30,7 prósent fylgi á meðan Samfylkingin fékk 25,88 prósent.
Meirihlutinn í borginni er fallinn, en Samfylkingin, Píratar og Vinstri græn fengu samtals 10 fulltrúa af 23. Sjálfstæðisflokkurinn fékk 8 borgarfulltrúa og Samfylkingin 7. Píratar og Viðreisn fengu tvo hvor, Vinstri græn 1, Flokkur fólksins 1, Sósíalistaflokkur Íslands 1 og Miðflokkurinn 1.
Framsóknarflokkurinn náði ekki inn manni í Reykjavík, en þar var Ingvar Jónsson oddvitaefni.
Auglýsing
Framsóknarflokkurinn fékk 3,17 prósent atkvæða.