Viðreisn er í lykilstöðu þegar kemur að því að mynda nýjan meirihluta í Reykjavík, miðað við stöðuna eins og hún lítur út núna, en utankjörfundaratkvæði hafa ekki verið verið talin.
Meirihlutinn í borginni er fallinn, en Samfylkingin er með 7 borgarfulltrúa samkvæmt nýjustu tölum, Píratar 2 og Vinstri græn einn. Flokkarnir sem mynda núverandi meirihluta eru því með 10 en hinir flokkarnir með 13.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir og Pawel Bartoszek eru borgarfulltrúar Viðreisnar, eins og mál standa nú, en Viðreisn getur myndað meirihluta til bæði vinstri og hægri, með 12 fulltrúa á móti 11.
Sjálfstæðisflokkurinn er með afgerandi mest fylgi, en hann er með 30,36 prósent fylgi á móti 25,57 prósent fylgi Samfylkingarinnar, þegar öll atkvæði hafa verið talin fyrir utan utankjörfundaratkvæði.