Píratar: Mörgum spurningum ósvarað enn

Píratar segja stjórnvöld þurfa að svara mörgum spurningum er varða mál barnavernda og forstjóra Barnaverndarstofu.

Halldóra Mogensen velferðarnefnd
Auglýsing

Þing­flokkur Pírata hefur sent frá sér yfir­lýs­ingu um úttekt á máls­með­ferð og efn­is­legri athug­ung vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins vegna kvart­ana barna­vernd­ar­nefnda í Reykja­vík, Hafn­ar­firði og Kópa­vogi, yfir Braga Guð­brands­syni, for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu. 

Þing­flokk­ur­inn segir mörgum spurn­ingum enn vera ósvar­að. „Af henni má draga þá ályktun að vel­ferð­ar­ráðu­neytið hafi látið hags­muni barna mæta afgangi og ekki sinnt rann­sókn­ar­skyldu sinni, líkt og lög kveða á um, þrátt fyrir ítrek­aðar kvart­anir frá barna­vernd­ar­nefndum á starfs­háttum for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu. Lagst var í umrædda úttekt­ar­vinnu með hraði er málið var til umfjöll­unar Vel­ferð­ar­nefndar Alþing­is. Lít­ill áhugi virt­ist á mál­inu þar til það vakti athygli almenn­ings. Þá fyrst tók fram­kvæmda­valdið við sér. Þing­flokkur Pírata þakkar þeim Kjart­ani Bjarna Björg­vins­syni og Krist­ínu Bene­dikts­dóttur fyrir vel unnin störf. Þing­flokkur Pírata sér og kann að meta metnað þeirra til að leysa verk­efnið vel af hendi þrátt fyrir að annað verði sagt um vilja fram­kvæmda­valds­ins,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Þá segir í yfir­lýs­ing­unni að þing­flokk­ur­inn telji vel­ferð­ar­ráðu­neytið ekki vera réttan aðila til að þess að taka aftur upp rann­sókn á sam­skiptum Barna­vernd­ar­stofu og barn­ar­vernd­ar­nefnd­anna. Til þess þurfi úrbætur fyrst að eiga sér stað, en fram að því sé ástæða til að efast um hæfi ráðu­neyt­is­ins til að ann­ast slíkt verk­efni. „Full­yrt var í upp­hafi að um óháða úttekt væri að ræða sem tæki til máls­með­ferðar Barna­vernd­ar­stofu, barna­vernd­ar­nefnda og ráðu­neyt­is­ins í til­teknum barna­vernd­ar­mál­um. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins 2. maí síð­ast­lið­inn. Síðar var það hlut­verk þrengt án þess að greint væri frá opin­ber­lega og tekur því úttektin aðeins til stjórn­sýslu ráðu­neyt­is­ins. Í úttekt­inni má finna útlistun á sam­skiptum barna­vernd­ar­nefnda og Barna­vernd­ar­stofu. Úttektin leiðir í ljós að ráðu­neytið sinnti ekki skyldum sínum þrátt fyrir ábend­ingar um að stjórn­sýsla barna­vernd­ar­mála sé ekki eins á verður kos­ið,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Auglýsing

Þing­flokkur Pírata harmar hversu lít­inn vilja virð­ist að finna hjá fram­kvæmda­vald­inu til nafla­skoð­unar sem leitt gæti til raun­veru­legra umbóta í mála­flokknum en leggja þess í stað allan kraft í að sópa mál­inu undir teppi. „Þar eru póli­tískir hags­munir settir ofar hag barna,“ segja Pírat­ar. „Hér hefur sam­trygg­ing stjórn­mál­anna verið sett ofar góðri og heið­ar­legri stjórn­sýslu,“ segir í yfir­lýs­ing­unni.

Yfir­lýs­ingin í heild sinni fer hér að neð­an: 

Fyrir liggur nið­ur­staða úttektar á máls­með­ferð og efn­is­legri athugun vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins í kjöl­far kvart­ana barna­vernd­ar­nefnda í Reykja­vík, Hafn­ar­firði og Kópa­vogi vegna Barna­vernd­ar­stofu og for­stjóra henn­ar. Af henni má draga þá ályktun að vel­ferð­ar­ráðu­neytið hafi látið hags­muni barna mæta afgangi og ekki sinnt rann­sókn­ar­skyldu sinni, líkt og lög kveða á um, þrátt fyrir ítrek­aðar kvart­anir frá barna­vernd­ar­nefndum á starfs­háttum for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu.

Lagst var í umrædda úttekt­ar­vinnu með hraði er málið var til umfjöll­unar Vel­ferð­ar­nefndar Alþing­is. Lít­ill áhugi virt­ist á mál­inu þar til það vakti athygli almenn­ings. Þá fyrst tók fram­kvæmda­valdið við sér. Þing­flokkur Pírata þakkar þeim Kjart­ani Bjarna Björg­vins­syni og Krist­ínu Bene­dikts­dóttur fyrir vel unnin störf. Þing­flokkur Pírata sér og kann að meta metnað þeirra til að leysa verk­efnið vel af hendi þrátt fyrir að annað verði sagt um vilja fram­kvæmda­valds­ins.

Þing­flokkur Pírata fagnar því að vel­ferð­ar­ráðu­neytið hyggst end­ur­skoða innri verk­ferla og verk­lag við rann­sóknir sem þessar eins og sjá má á til­kynn­ingu ráðu­neyt­is­ins frá því í gær. Þing­flokkur Pírata telur vel­ferð­ar­ráðu­neytið þó ekki vera réttan aðila til þess að taka aftur upp rann­sókn á sam­skiptum Barna­vernd­ar­stofu og barna­vernd­ar­nefnda Reykja­vík­ur, Kópa­vogs og Hafn­ar­fjarðar þar sem draga má í efa hæfi ráðu­neyt­is­ins til að sinna rann­sókn­ar­skyldu sinni af kost­gæfni. Þar til úrbætur innan ráðu­neyt­is­ins hafa sann­ar­lega átt sér stað.

Full­yrt var í upp­hafi að um óháða úttekt væri að ræða sem tæki til máls­með­ferðar Barna­vernd­ar­stofu, barna­vernd­ar­nefnda og ráðu­neyt­is­ins í til­teknum barna­vernd­ar­mál­um. Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins 2. maí síð­ast­lið­inn. Síðar var það hlut­verk þrengt án þess að greint væri frá opin­ber­lega og tekur því úttektin aðeins til stjórn­sýslu ráðu­neyt­is­ins. Í úttekt­inni má finna útlistun á sam­skiptum barna­vernd­ar­nefnda og Barna­vernd­ar­stofu. Úttektin leiðir í ljós að ráðu­neytið sinnti ekki skyldum sínum þrátt fyrir ábend­ingar um að stjórn­sýsla barna­vernd­ar­mála sé ekki eins á verður kos­ið.

Þing­flokkur Pírata harmar hversu lít­inn vilja virð­ist að finna hjá fram­kvæmda­vald­inu til nafla­skoð­unar sem leitt gæti til raun­veru­legra umbóta í mála­flokknum en leggja þess í stað allan kraft í að sópa mál­inu undir teppi. Þar eru póli­tískir hags­munir settir ofar hag barna. Hér hefur sam­trygg­ing stjórn­mál­anna verið sett ofar góðri og heið­ar­legri stjórn­sýslu.

Fram kemur í úttekt­inni, og reyndar áður, að for­stjóri Barna­vernd­ar­stofu hafi um ára­bil haft bein afskipti af ein­staka málum með óform­legum sím­töl­um. Bragi hafi þannig veitt fyr­ir­mæli um ein­staka mál án þess að hafa upp­fyllt ákvæði barna­vernd­ar­laga þar sem kveðið er á um með hvaða hætti eft­ir­liti Barna­vernda­stofu skal hátt­að. Það vekur furðu að ráðu­neytið hafi ekki sinnt eft­ir­liti sínu með fag­legri hætti þrátt fyrir þessa vit­neskju. Þá er enn ósvarað hvers vegna félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra valdi að halda þessum þætti máls­ins frá Alþingi sem hefur eft­ir­lits­skyldu með störfum hans.

Spurn­ingum um rétt­mæti fram­boðs for­stjóra Barna­vernd­ar­stofu til Barna­rétt­ar­nefndar Sam­ein­uðu þjóð­anna er enn ósvar­að. Þing­flokkur Pírata furðar sig á yfir­lýs­ingum for­sæt­is­ráð­herra vegna máls­ins í Stund­inni þann 27. apríl síð­ast­lið­inn þar sem ráð­herra seg­ir: „Engin gögn um efn­is­legar nið­ur­stöður vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins í kvört­un­ar­málum barna­vernd­ar­nefnda gegn Barna­vernd­ar­stofu voru lögð fyrir rík­is­stjórn Íslands þann 23. febr­úar þegar sam­þykkt var að bjóða Braga Guð­brands­son fram til Barna­rétt­ar­nefndar Sam­ein­uðu þjóð­anna fyrir Ísland hönd.“ Í nið­ur­stöðu úttekt­ar­að­ila vegna máls­ins segir þvert á móti að félags- og jafn­rétt­is­mála­ráð­herra hafi ritað „minn­is­blað til rík­is­stjórnar Íslands 13. des­em­ber 2017 þar sem farið var yfir kvart­anir barna­vernd­ar­nefnd­anna þriggja og upp­lýst um með­ferð máls­ins.“ Þetta ósam­ræmi þarfn­ast skýr­inga.

Úttektin tekur þannig ekki efn­is­lega afstöðu til starfs­hátta Braga Guð­brands­sonar eins og leiða mátti líkur að þegar úttektin var boðuð á vef for­sæt­is­ráðu­neyt­is­ins þann 2. maí heldur snýr ein­vörð­ungu að með­höndlun vel­ferð­ar­ráðu­neyt­is­ins á kvört­unum barna­vernd­ar­nefnd­anna gagn­vart Braga Guð­brands­syni.

Nið­ur­staða úttekt­ar­að­ila er að ekki sé hægt að slá því föstu að Bragi hafi farið út fyrir verk­svið sitt með því að hafa afskipti af ein­staka barna­vernd­ar­mál­um. Ekki er heldur hægt að meta hvort hann hafi brotið gegn þagn­ar­skyldu sinni í sam­skiptum við föður eins máls­að­ila. Mat úttekt­ar­að­ila liggur á þá leið að ráðu­neytið hafi ekki upp­lýst máls­at­vik nægi­lega vel til þess að geta tekið ákvörðun um lög­mæti emb­ætt­is­færslna Braga. Ráðu­neytið hafi hvorki virt rann­sókn­ar­regl­una né and­mæla­regl­una við með­ferð máls­ins.

Ljóst er að enn er mörgum spurn­ingum ósvar­að. Þing­flokkur Pírata mun halda áfram að veita fram­kvæmda­vald­inu virkt aðhald í þessu máli eins og öðr­um.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent