Kristján Þór Júlíusson þáverandi mennta-og menningarmálaráðherra, brást rangt við við ráðningu nýs rektors Landbúnaðarháskóla Íslands án auglýsingar, að mati umboðsmanns Alþingis. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns, sem nálgast má hér.
Í álitinu kemur fram að leitað hafi verið til umboðsmanns og kvartað yfir ákvörðun ráðherra að hafna öllum umsóknum um auglýst embætti rektors við Landbúnaðarháskólann og setja í það tímabundið til eins árs án auglýsingar. Ákvörðunin var tekin vegna tillögu háskólaráðs skólans.
Samkvæmt athuguninni barst ráðuneytinu hins vegar að auglýsa starfið eftir að fráfarandi rektor baðst lausnar í janúar í fyrra. Auglýsingaskylda hafi verið fyrir hendi sem ekki var sinnt af hálfu háskólaráðs og því hefði ráðherra átt að synja tilnefningu ráðsins, skipa ráðinu að auglýsa embættið og hefja nýtt skipunarferli. Það hafi hins vegar ekki verið gert og því hefði ráðherra ekki brugðist rétt við.