Eru tólf gjörgæslurúm á Landspítalanum nóg?

Læknir á Landspítalanum spyr sig hvort plássin fyrir sjúklinga dugi til að þjónusta þá sem á þurfa að halda en Ísland er meðal þeirra landa í Evrópu sem fæst gjörgæslurúm hafa.

sjúkrahús spítali landspítali rúm
Auglýsing

Sig­ur­bergur Kára­son‚ svæf­inga- og gjör­gæslu­læknir á Land­spít­ala Hring­braut, segir að nauð­syn­legt sé að bæta aðstöðu og hús­næði gjör­gæslu­deild­anna nú þeg­ar. „Í augna­blik­inu er mik­il­væg­ast að bæta mönnun hjúkr­un­ar­fræð­inga en þar verða stjórn­völd og Land­spít­ali að grípa til allra til­tækra úrræða. Mögu­lega þarf að stokka upp starf­sem­ina, þróa nýjar deild­ir, byggja við og breyta og áfram mætti telja.“

Þetta kemur fram í grein sem birt­ist í Lækna­blað­inu fyrir helg­i. 

Sig­ur­bergur greinir frá því að álagið á gjör­gæslu­deildum Land­spít­ala auk­ist með ári hverju. Starfs­fólk­inu reyn­ist sífellt örð­ug­ara að veita sjúk­lingum til­ætl­aða þjón­ustu og úrræðin séu fá. Á Land­spít­ala eru tvær gjör­gæslu­deild­ir, ein á Hring­braut og önnur í Foss­vog­i. Á hvorri deild er pláss fyrir ell­efu sjúk­linga. Hann bendir á að und­an­far­inn ára­tug hafi þó ein­ungis verið hægt að manna sjö pláss í hvoru húsi, eða sam­tals fjórt­án. Rúma­nýt­ing und­an­farin ár hafi að jafn­aði verið 80 pró­sent sem þýðir að deild­irnar séu yfir­fullar lang­tímum sam­an. Og nú hafi starfs­fólk verið nauð­beygð að fækka plássum í sex í hvoru húsi, eða í tólf sam­tals, vegna skorts á hjúkr­un­ar­fræð­ing­um.

Auglýsing

Nið­ur­felldum hjarta­að­gerðum fjölgar ár frá ári

„Síð­ustu 5 ár hefur bæði sjúk­lingum og legu­dögum fjölgað á báðum gjör­gæslu­deild­un­um. Mik­ill meiri­hluti þeirra er vegna bráða­inn­lagna. Há rúma­nýt­ing bitnar óhjá­kvæmi­lega á val­kvæðum inn­lögnum og kemur fram í nið­ur­fell­ingum aðgerða með til­heyr­andi álagi og óhag­ræði fyrir sjúk­linga. Því fylgir veru­leg fjár­hags­leg sóun svo og trufl­anir á sjúk­linga­ferlum innan spít­al­ans. Þannig hefur nið­ur­felldum hjarta­að­gerðum fjölgað ár frá ári, voru 48 árið 2017, eða 36 pró­sent allra hjarta­að­gerða. Dæmi er um að hjarta­að­gerð til­tek­ins sjúk­lings hafi verið frestað 6 sinn­um. Til við­bótar hefur erlendum rík­is­borg­urum á gjör­gæslu fjölgað umtals­vert, eða um rúm­lega 150 pró­sent síð­ustu 5 ár, og gjör­gæslu­dögum þeirra um meira en 200 pró­sent,“ skrifar Sig­ur­berg­ur. 

Hann segir jafn­framt að fjöldi gjör­gæslu­rúma end­ur­spegli að ein­hverju leyti innra skipu­lag heil­brigð­is­kerf­is­ins og sjúkra­húsa, það er hvort þar séu vökn­un­ar­deildir þar sem taka má á móti sjúk­lingum í önd­un­ar­vél í skamman tíma og hágæslu­deildir eða milli­stigs­deildir þar sem hægt er að sinna sjúk­lingum sem þurfa mikla umönnun eða eft­ir­lit en ekki fulla gjör­gæslu­með­ferð. Slíkar deildir hafi ekki verið þró­aðar hér til fulls.

Nú séu ein­göngu mönnuð tólf gjör­gæslu­rúm á Land­spít­ala og þrjú á Akur­eyri og þar með sé fjöldi gjör­gæslu­rúma á hverja 100.000 lands­menn 4,4, miðað við að þeir séu 340.000. Þá sé ekki gert ráð fyrir þeim fjölda ferða­manna sem heim­sækir landið og þarf á gjör­gæslu­dvöl að halda. Á síð­asta ári hafi á hverjum tíma legið erlendur ferða­maður í einu gjör­gæslu­rúmi. Sam­kvæmt því séu Íslend­ingar undir fjórum rúmum á hverja 100.000 þús­und íbúa.

Ísland sé því meðal þeirra landa í Evr­ópu sem fæst gjör­gæslu­rúm hafa.

Skortur á rúmum auka líkur á að sjúk­lingum farn­ist verr

Í grein­inni kemur fram að erlendar rann­sóknir bendi til að þegar skortur er á gjör­gæslu­rúmum og nýt­ing yfir 80 pró­sent hafi það áhrif á ákvarð­anir um umfang með­ferða og líkur auk­ist á að sjúk­lingum farn­ist verr. Jafn­framt geti slíkar aðstæður haft áhrif á mögu­leika á að með­höndla hugs­an­lega líf­færa­gjafa og dregið úr fjölda þeirra. Sam­kvæmt erlendum rann­sóknum virð­ist æski­leg­ast að nýt­ing­ar­hlut­fallið fari að með­al­tali ekki yfir 70 til 75 pró­sent.

„Ekki er öll sagan sögð. Í úttekt innan Land­spít­ala, frá ágúst 2017, er bent á hve óhent­ugt hús­næði gjör­gæslu­deild­anna er, ill­mögu­legt sé að aðlaga það breyttri starf­semi og stærðir flestra rýma séu undir við­mið­un­ar­mörk­um. Þannig er erfitt að koma fyrir nauð­syn­legum tækja­bún­aði við rúm sjúk­lings, þrengsli eru á fjöl­býlum og fá ein­býli sem gera sýk­inga­varnir ill­kleifar og við­veru aðstand­enda erf­iða. Aug­ljóst er af þróun starf­sem­innar sein­ustu ár og göllum á hús­næð­inu að ekki verður unað við óbreytt ástand í sama hús­næði þar til nýr með­ferð­ar­kjarni er byggð­ur,“ skrifar Sig­ur­berg­ur. 

Hægt er að lesa grein­ina í heild sinni á vef Lækna­blaðs­ins

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent