Fleiri hlynntir sameiningu

Meirihluti borgarbúa 18 ára og eldri eru hlynntir sameiningu sveitarfélaganna, samkvæmt nýrri könnun Maskínu.

Flestir hlynntra vildu sameiningu allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
Flestir hlynntra vildu sameiningu allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
Auglýsing

Fleiri íbúar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins 18 ára og eldri eru hlynntir sam­ein­ingu sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en and­vígir henni. Mjótt er hins vegar á mun­un­um, en við­horf eru mis­mun­andi eftir aldri, búsetu og stjórn­mála­skoð­ana. Þetta kemur fram í nýrri könnun Mask­ínu sem birt­ist í dag.

Sam­kvæmt könn­un­inni eru 51,6% borg­ar­búa á full­orð­ins­aldri hlynntir sam­ein­ingu sveit­ar­fé­lag­anna höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, þ.e. Reykja­vík­ur, Kópa­vogs, Hafn­ar­fjarð­ar, Garða­bæj­ar, Mos­fells­bæjar og Sel­tjarn­ar­ness. 48,4% eru hins vegar and­víg sam­ein­ing­u. 

Sé við­mæl­endum könn­un­ar­innar flokkað eftir búsetu kemur í ljós að Reyk­vík­ingar vilja sam­ein­ingu fremur en íbúar nágranna­sveit­ar­fé­lag­anna, en Garð­bæ­ingar og ­Seltirn­ing­ar eru and­víg­astir henni. Þá eru karlar hlynnt­ari sam­ein­ingu en kon­ur.

Auglýsing

Yngsti ald­urs­hópur könn­un­ar­innar er and­vígastur sam­ein­ingu, en meðal 18-29 ára borg­ar­búa vilja ein­ungis 36,9% sam­eina sveit­ar­fé­lög­in. Þess utan breyt­ist afstaða til sam­ein­ingar lítið milli ald­urs­hóp­um, en í öllum hinum er meiri­hluti hlynntur sam­ein­ing­u. 

Tals­verður munur er á við­horfi eftir stjórn­mála­skoð­un­um, en mik­ill meiri­hluti þeirra sem myndu kjósa Sjálf­stæð­is­flokk­inn er and­vígur sam­ein­ingu. Á hinn bóg­inn er stór meiri­hluti þeirra sem myndu kjósa Pírata hlynntur sam­ein­ing­u. 

Þegar við­mæl­endur könn­un­ar­innar voru spurðir um hvaða sveit­ar­fé­lög á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þau vildu helst að sam­ein­ist nefndu flestir öll sveit­ar­fé­lög­in, eða um 47% allra sem voru hlynntir sam­ein­ingu. Næst­vin­sælasta til­lagan var sam­ein­ing Reykja­víkur og Sel­tjarn­ar­ness, en 14% hlynntra nefndu hana.

Svar­endur könn­un­ar­innar voru 500 tals­ins og komu úr Þjóð­gátt Mask­ínu, sem er þjóð­hópur fólks sem dregin eru með slembivali úr þjóð­skrá og svarar á net­in­u. Borgarstjóri: Óvissu eytt um borgarlínu og framkvæmdir hefjast 2020
Skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu og samkomulag sem á að tryggja fjármögnun borgarlínu.
Kjarninn 21. september 2018
Breytingar hafa leitt til verulega bætts árangurs peningastefnunnar
Aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands segir að þær breytingar sem gerðar hafa verið á framkvæmd peningastefnunnar hafi skilað miklum árangri.
Kjarninn 21. september 2018
Steinunn Þorvaldsdóttir
Afleitur handavandi
Kjarninn 21. september 2018
WOW air greiðir hærri vexti en önnur flugfélög
Bloomberg segir að vextirnir sem WOW air borgar vegna skuldabréfaútgáfu sinnar séu hærri en vextir í útboðum annarra evrópskra flugfélaga sem farið hafa fram á síðustu árum.
Kjarninn 21. september 2018
Birkir Hólm Guðnason
Birkir Hólm Guðnason nýr forstjóri Samskipa
Pálmar Óli Magnússon lætur af störfum sem forstjóri Samskipa og Birkir Hólm Guðnason tekur við.
Kjarninn 21. september 2018
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Ráðherra skipar stýri­hóp um mótun nýsköp­un­ar­stefnu fyrir Ísland
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir hefur skipað stýrihóp um mótun heildstæðrar nýsköpunarstefnu fyrir Ísland. Stefnan skal liggja fyrir ekki síðar en 1. maí næstkomandi.
Kjarninn 21. september 2018
Vilja þyrlupall á Heimaey
Fimm þingmenn hafa nú lagt fram þingsályktunartillögu þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra er falið að gera ráðstafanir til að hanna og staðsetja þyrlupall á Heimaey til að auka enn frekar öryggi í sjúkra- og neyðarflugi til Vestmannaeyja.
Kjarninn 21. september 2018
Helmingur landsmanna sækir fréttir af vefsíðum fréttamiðla
Samkvæmt nýrri könnun MMR sækja einungis 4 prósent Íslendinga helst fréttir í dagblöð en 9 prósent af samfélagsmiðlum.
Kjarninn 21. september 2018
Meira úr sama flokkiInnlent