Fleiri hlynntir sameiningu

Meirihluti borgarbúa 18 ára og eldri eru hlynntir sameiningu sveitarfélaganna, samkvæmt nýrri könnun Maskínu.

Flestir hlynntra vildu sameiningu allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
Flestir hlynntra vildu sameiningu allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
Auglýsing

Fleiri íbúar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins 18 ára og eldri eru hlynntir sam­ein­ingu sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en and­vígir henni. Mjótt er hins vegar á mun­un­um, en við­horf eru mis­mun­andi eftir aldri, búsetu og stjórn­mála­skoð­ana. Þetta kemur fram í nýrri könnun Mask­ínu sem birt­ist í dag.

Sam­kvæmt könn­un­inni eru 51,6% borg­ar­búa á full­orð­ins­aldri hlynntir sam­ein­ingu sveit­ar­fé­lag­anna höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, þ.e. Reykja­vík­ur, Kópa­vogs, Hafn­ar­fjarð­ar, Garða­bæj­ar, Mos­fells­bæjar og Sel­tjarn­ar­ness. 48,4% eru hins vegar and­víg sam­ein­ing­u. 

Sé við­mæl­endum könn­un­ar­innar flokkað eftir búsetu kemur í ljós að Reyk­vík­ingar vilja sam­ein­ingu fremur en íbúar nágranna­sveit­ar­fé­lag­anna, en Garð­bæ­ingar og ­Seltirn­ing­ar eru and­víg­astir henni. Þá eru karlar hlynnt­ari sam­ein­ingu en kon­ur.

Auglýsing

Yngsti ald­urs­hópur könn­un­ar­innar er and­vígastur sam­ein­ingu, en meðal 18-29 ára borg­ar­búa vilja ein­ungis 36,9% sam­eina sveit­ar­fé­lög­in. Þess utan breyt­ist afstaða til sam­ein­ingar lítið milli ald­urs­hóp­um, en í öllum hinum er meiri­hluti hlynntur sam­ein­ing­u. 

Tals­verður munur er á við­horfi eftir stjórn­mála­skoð­un­um, en mik­ill meiri­hluti þeirra sem myndu kjósa Sjálf­stæð­is­flokk­inn er and­vígur sam­ein­ingu. Á hinn bóg­inn er stór meiri­hluti þeirra sem myndu kjósa Pírata hlynntur sam­ein­ing­u. 

Þegar við­mæl­endur könn­un­ar­innar voru spurðir um hvaða sveit­ar­fé­lög á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þau vildu helst að sam­ein­ist nefndu flestir öll sveit­ar­fé­lög­in, eða um 47% allra sem voru hlynntir sam­ein­ingu. Næst­vin­sælasta til­lagan var sam­ein­ing Reykja­víkur og Sel­tjarn­ar­ness, en 14% hlynntra nefndu hana.

Svar­endur könn­un­ar­innar voru 500 tals­ins og komu úr Þjóð­gátt Mask­ínu, sem er þjóð­hópur fólks sem dregin eru með slembivali úr þjóð­skrá og svarar á net­in­u. Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
FME segir eftirlit með innherjum ekki hafa minnkað þrátt fyrir minni kvaðir
Skilgreiningin á innherjum fyrirtækja tók breytingum nýlega með nýjum lögum sem byggja á evrópskri reglugerð. Samkvæmt Fjármálaeftirlitinu mun fækka í hópi þeirra sem taldir eru hafa aðgang að mestu innherjaupplýsingum með lagabreytingunni.
Kjarninn 28. september 2021
Endurvinnsluhlutfall umbúðaúrgangs innan við 50 prósent hérlendis
Heildarmagn umbúðaúrgangs hérlendis var um 151 kíló á hvern einstakling árið 2019. Endurvinnsluhlutfallið lækkar á milli ára en um fjórðungur plastumbúða ratar í endurvinnslu samanborið við rúmlega 80 prósent pappírs- og pappaumbúða.
Kjarninn 27. september 2021
Talning atkvæða í Borgarnesi og meðferð kjörgagna hefur verið mál málanna í dag.
Talningarskekkjan í Borgarnesi kom í ljós um leið og einn bunki var skoðaður
Engin tilmæli voru sett fram af hálfu landskjörstjórnar um endurtalningu atkvæða í Norðvesturkjördæmi. Kjarninn ræddi við Inga Tryggvason formann yfirkjörstjórnar í kjördæminu um ástæður þess að talið var aftur og meðferð kjörgagna.
Kjarninn 27. september 2021
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Lífskjarasamningurinn heldur – „Ánægjuleg niðurstaða“
Formaður VR segist vera létt að lífskjarasamningurinn haldi. Engin stemning hafi verið hjá atvinnulífinu né almenningi að fara í átök við þessar aðstæður.
Kjarninn 27. september 2021
Sigurjón Njarðarson
Hrunið 2008-2021
Kjarninn 27. september 2021
Þjóðhættir
Þjóðhættir
Þjóðhættir – Siðspillandi ómenning: Um viðtökur jazztónlistar á Íslandi
Kjarninn 27. september 2021
Olaf Scholz, fjármálaráðherra í fráfarandi ríkisstjórn og leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins, mætir á kosningavöku flokksins í gær.
„Umferðarljósið“ líklegasta niðurstaðan í Þýskalandi
Leiðtogi Jafnaðarmannaflokksins hefur heitið því að Þjóðverjar fái nýja ríkisstjórn fyrir jól. Það gæti orðið langsótt í ljósi sögunnar. Hann vill byrja á að kanna jarðveginn fyrir stjórn með Græningjum og Frjálslyndum demókrötum.
Kjarninn 27. september 2021
Ákveðið hefur verið að telja atkvæðin í Suðurkjördæmi að nýju.
Talið aftur í Suðurkjördæmi
Yfirkjörstjórn í Suðurkjördæmi hefur ákveðið að verða við beiðnum sem bárust frá nokkrum stjórnmálaflokkum um að telja öll atkvæðin í Suðurkjördæmi aftur.
Kjarninn 27. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent