Fleiri hlynntir sameiningu

Meirihluti borgarbúa 18 ára og eldri eru hlynntir sameiningu sveitarfélaganna, samkvæmt nýrri könnun Maskínu.

Flestir hlynntra vildu sameiningu allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
Flestir hlynntra vildu sameiningu allra sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu
Auglýsing

Fleiri íbúar höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins 18 ára og eldri eru hlynntir sam­ein­ingu sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu en and­vígir henni. Mjótt er hins vegar á mun­un­um, en við­horf eru mis­mun­andi eftir aldri, búsetu og stjórn­mála­skoð­ana. Þetta kemur fram í nýrri könnun Mask­ínu sem birt­ist í dag.

Sam­kvæmt könn­un­inni eru 51,6% borg­ar­búa á full­orð­ins­aldri hlynntir sam­ein­ingu sveit­ar­fé­lag­anna höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins, þ.e. Reykja­vík­ur, Kópa­vogs, Hafn­ar­fjarð­ar, Garða­bæj­ar, Mos­fells­bæjar og Sel­tjarn­ar­ness. 48,4% eru hins vegar and­víg sam­ein­ing­u. 

Sé við­mæl­endum könn­un­ar­innar flokkað eftir búsetu kemur í ljós að Reyk­vík­ingar vilja sam­ein­ingu fremur en íbúar nágranna­sveit­ar­fé­lag­anna, en Garð­bæ­ingar og ­Seltirn­ing­ar eru and­víg­astir henni. Þá eru karlar hlynnt­ari sam­ein­ingu en kon­ur.

Auglýsing

Yngsti ald­urs­hópur könn­un­ar­innar er and­vígastur sam­ein­ingu, en meðal 18-29 ára borg­ar­búa vilja ein­ungis 36,9% sam­eina sveit­ar­fé­lög­in. Þess utan breyt­ist afstaða til sam­ein­ingar lítið milli ald­urs­hóp­um, en í öllum hinum er meiri­hluti hlynntur sam­ein­ing­u. 

Tals­verður munur er á við­horfi eftir stjórn­mála­skoð­un­um, en mik­ill meiri­hluti þeirra sem myndu kjósa Sjálf­stæð­is­flokk­inn er and­vígur sam­ein­ingu. Á hinn bóg­inn er stór meiri­hluti þeirra sem myndu kjósa Pírata hlynntur sam­ein­ing­u. 

Þegar við­mæl­endur könn­un­ar­innar voru spurðir um hvaða sveit­ar­fé­lög á höf­uð­borg­ar­svæð­inu þau vildu helst að sam­ein­ist nefndu flestir öll sveit­ar­fé­lög­in, eða um 47% allra sem voru hlynntir sam­ein­ingu. Næst­vin­sælasta til­lagan var sam­ein­ing Reykja­víkur og Sel­tjarn­ar­ness, en 14% hlynntra nefndu hana.

Svar­endur könn­un­ar­innar voru 500 tals­ins og komu úr Þjóð­gátt Mask­ínu, sem er þjóð­hópur fólks sem dregin eru með slembivali úr þjóð­skrá og svarar á net­in­u. Segir rannsókn á afskiptum Rússa á kosningunum mistök
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimír Pútín Rússlandsforseti ræddu erfið samskipti ríkjanna á einkafundi í Helsinki í dag. Trump segir að rannsókn Bandaríkjamanna á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum vera mistök.
Kjarninn 16. júlí 2018
Kolbrún Baldursdóttir
Kominn tími til að hugsa út fyrir boxið og byrja að framkvæma
Kjarninn 16. júlí 2018
Deila um uppbyggingu við Elliðaárdal - Er dalurinn friðaður eða ekki?
Minnihluti borgarstjórnar leggst gegn breytingu á deiliskipulagi við Elliðaárdal vegna uppbyggingar í Vogabyggð og Stekkjarbakka. Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir um freistnivanda að ræða vegna húsnæðisskorts. Vernda þurfi græn svæði í borginni.
Kjarninn 16. júlí 2018
Skúli Mogensen, forstjóri og eigandi WOW air
Segja spurningum enn ósvarað um WOW og Icelandair
Afkomutilkynningar Icelandair og WOW air vekja upp fjölmargar spurningar, samkvæmt nýrri frétt á vef Túrista.
Kjarninn 16. júlí 2018
Donald Trump Bandaríkjaforseti og Vladimir Pútín Rússlandsforseti
Trump og Pútín hittast loksins í Helsinki
Yfir stendur fyrsti leiðtogafundur Donalds Trump og Vladimir Pútín í Helsinki. Þrátt fyrir vilja beggja leiðtoga um að vilja bæta samskipti sín á milli er búist við erfiðum fundi þar sem mikið hefur gengið á í samskiptum ríkjanna á undanförnum misserum.
Kjarninn 16. júlí 2018
Gunnar Hólmsteinn Ársælsson
Glansfundur í Helsinki?
Kjarninn 16. júlí 2018
Ríkisstjórnin fundar á Snæfellsnesi vegna byggðarmála
Ríkisstjórnarfundur verður haldinn að Langaholti í Snæfellsbæ í dag. Þingfundir verða haldnir á morgun og hinn vegna fullveldisafmælisins.
Kjarninn 16. júlí 2018
Hermundur Sigmundsson
Eldri borgarar - höldum okkur virkum
Kjarninn 15. júlí 2018
Meira úr sama flokkiInnlent