Umfang fjármálastarfsemi hefur stórlækkað

Hlutdeild fjármála-og vátryggingastarfsemi af heildarlaunum Íslendinga hefur stórlækkað á síðustu tíu árum, á sama tíma og hlutdeild gisti-og veitingareksturs hefur aukist töluvert.

Svo virðist sem umfang fjármálastarfsemi hefur stórlækkað frá hruni í lægri launum, annað hvort í hlutfallslega færri störfum eða lægri launum.
Svo virðist sem umfang fjármálastarfsemi hefur stórlækkað frá hruni í lægri launum, annað hvort í hlutfallslega færri störfum eða lægri launum.
Auglýsing

Hlut­deild fjár­mála­starf­semi af heild­ar­launum hefur fallið um tæp 40% á síð­asta ára­tug. Á sama tíma hefur hlut­deild heild­ar­launa í rekstri veit­inga-og g­isti­staða hækkað um rúman þriðj­ung. Þetta kemur fram í grein­ingu á nýrri vísi­tölu Hag­stofu

Vísi­talan, sem mæla á heild­ar­laun Íslend­inga, var gefin út í fyrsta skipti í dag, en sam­kvæmt Hag­stofu miðar hún að auk­inni upp­lýs­inga­gjöf um íslenskan vinnu­mark­að. Mæl­ing Hag­stofu á að varpa ljósi á þróun launa þar sem að breyt­ingar á sam­setn­ingu vinnu­afls og vinnu­tíma hafa áhrif.

Í stuttu máli byggir vísi­tala heild­ar­launa á öllum greiddum launum deilt með heild­ar­fjölda greiddra stunda eftir atvinnu­grein­um, en þannig sýnir hún launa­þróun sem end­ur­speglar marga þætti sem almenn launa­vísi­tala nær ekki til, svo sem verð­breyt­ingu vinnu­stundar og breytt hlut­fall vinnu­afls með há eða lág laun. 

Auglýsing

Sveiflu­kennd­ari en almenn launa­vísi­tala

Vísi­talan er frá­brugðin almennri launa­vísi­tölu þar sem hún tekur til­lit til margra árs­tíða­bund­inna þátta, svo sem yfir­vinnu, kaupauka og árlegra ein­greiðslna. Almenn launa­vísi­tala byggir hins vegar á breyt­ing­um ­reglu­legra ­launa þar sem hvorki er tekið til­lit til til­fallandi yfir­vinnu né óreglu­legra greiðslna.

á fyrsta árs­fjórð­ungi 2018 var árs­hækkun heild­ar­launa á greidda stund 4,9%. Hækk­unin var nokkuð mis­jöfn eftir atvinnu­grein­um, en starfs­menn í vatns­-og frá­veitu auk g­ist­i-og veit­inga­rekst­urs hækk­uðu mest, eða um 7,6% og 6,5%. 

Minna um fjár­mála­starf­semi, meira um gist­i-og veit­inga­rekstur

Sé litið tíu ár aftur í tím­ann sést að hlut­deild heild­ar­launa eftir atvinnu­greinum hefur breyst tölu­vert á tíma­bil­inu 2008-2017. Stærsta breyt­ingin er í fjár­mála-og vátrygg­inga­starf­semi, en um það bil 10 pró­sent allra heild­ar­launa voru frá þeirri atvinnu­grein árið 2008. Nú er hlut­deild grein­ar­innar ein­ungis 6 pró­sentur og hefur hún því lækkað um 40%. Á sama tíma hefur hlut­deild launa í g­ist­i-og veit­inga­rekstri hækkað um rúman þriðj­ung, eða úr tæpum 6 pró­sentum í 8 pró­sent. 

Origo selur hlut í Tempo fyrir 4,3 milljarða
Söluhagnaður Origo er um þrír milljarðar og hækkar virði eftirstandandi hlutar félagsins í Tempo um tvo milljarða í bókum félagsins.
Kjarninn 19. nóvember 2018
Bjarni Már Júlíusson
Bjarni Már: Uppsögn mín úr starfi framkvæmdastjóra óverðskulduð og meiðandi
Fyrrverandi framkvæmdastjóri Orku náttúrunnar segist hafa fengið kaldar kveðjur eftir 6 ára farsæl störf í þágu OR og Orku náttúrunnar.
Kjarninn 19. nóvember 2018
Uppsögn Áslaugar Thelmu talin réttmæt
Uppsögn Áslaugar Thelmu Einarsdóttur, fyrrverandi forstöðumanns Orku Náttúrunnar, var réttmæt að mati innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar.
Kjarninn 19. nóvember 2018
Öll 12 mánaða gömul börn eiga að fá tryggt leikskólapláss fyrir lok 2023
Reykjavíkurborg ætlar að ráðast í 5,2 milljarða króna fjárfestingu á næstu fimm árum til að fjölga leikskólaplássum um 700-750. Nýir leikskólar verða meðal annars byggðir. Framkvæmdirnar eiga að brúa bilið milli fæðingarorlofs og leikskólavistar.
Kjarninn 19. nóvember 2018
Íslendingar henda fjórfalt meira rusli í klósettið en Svíar
Alþjóðlegi klósettdagurinn er í dag, 19. nóvember, og er þema ársins 2018 salernislausnir í anda náttúrunnar, samkvæmt Sameinuðu þjóðunum.
Kjarninn 19. nóvember 2018
Ari Skúlason
Hvernig kostnaði við einkavæðingu er velt á bankagjaldkera
Kjarninn 19. nóvember 2018
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Norræn félagsfræði
Kjarninn 19. nóvember 2018
Valdimar Ármann, forstjóri GAMMA.
Kvika kaupir GAMMA - Kaupverðið lækkað umtalsvert frá því í júní
Kaupverð Kviku á GAMMA hefur lækkað mikið frá því að viljayfirlýsing um kaupin var undirrituð í júní. Hluti kaupverðsins er greiddur með hlutdeildarskírteinum í sjóðum GAMMA.
Kjarninn 19. nóvember 2018
Meira úr sama flokkiInnlent