Ríkisstjórnin fundar á Snæfellsnesi vegna byggðarmála

Ríkisstjórnarfundur verður haldinn að Langaholti í Snæfellsbæ í dag. Þingfundir verða haldnir á morgun og hinn vegna fullveldisafmælisins.

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur 2017
AuglýsingRík­is­stjórn­ar­fundur verður hald­inn að Langa­holti í Snæ­fellsbæ í dag, mánu­dag­inn 16. júlí. Að loknum rík­is­stjórn­ar­fundi mun rík­is­stjórnin funda með full­trúum sveit­ar­stjórna á Vest­ur­landi.

Á þeim fundi verður meðal ann­ars farið yfir áherslur rík­is­stjórn­ar­innar í stjórn­ar­sátt­mál­anum og mál sem rædd voru á rík­is­stjórn­ar­fund­inum og tengj­ast byggða­mál­um. Þá munu full­trúar sveit­ar­stjórna á svæð­inu fara yfir stöðu mála og kynna sín helstu áherslu­mál.

Auglýsing

Í kjöl­farið verður hald­inn blaða­manna­fundur sem áætlað er að hefj­ist kl. 14:30.

Í til­efni 100 ára full­veld­is­af­mæl­is­ins á þessu ári verður einnig á morgun þing­fundur og á mið­viku­dag, 18. júlí, verður hátíð­ar­fundur Alþingis að Lög­bergi á Þing­völlum og hefst sá fundur kl. 14.

Tvö þing­mál verða tekin fyrir á þessum dög­um, ann­ars vegar til­laga for­manna stjórn­mála­flokk­anna um verk­efni í þágu barna og ung­menna, svo um rann­sóknir er stuðli að sjálf­bærni auð­linda hafs­ins og nýtt haf­rann­sókna­skip.  Jafn­framt hefur for­sætis­nefnd lagt fram til­lögu um útgáfu tveggja rita í sam­vinnu við Hið íslenska bók­mennta­fé­lag, um Þing­velli í íslenskri mynd­list og um bók­mennta­sögu Íslands.

Þing­fundir á þriðju­dag verða tveir. Á fyrri fund­inum verður mælt fyrir báðum til­lög­unum (fyrri umræða), en á seinni fund­inum verður til­laga for­sætis­nefndar afgreidd, svo og sam­þykkt um hlé á þing­störfum frá 18. júlí fram til 11. sept­em­ber

Hátíð­ar­fund­ur­inn á Þing­völlum hefst kl. 14 að Lög­bergi. Á þeim fundi fer fram síð­ari umræða um til­lögu for­manna flokk­anna og munu þeir allir átta tala á hátíð­ar­fund­in­um. Til­lagan verður afgreidd þar með atkvæða­greiðslu.

Meira úr sama flokkiInnlent