Umdeildur hátíðarræðumaður - „Með öllum hætti viðeigandi“

Pia Kjærsgaard forseti danska þingsins verður hátíðarræðumaður á þingfundi á Þingvöllum á morgun í tilefni af 100 fullveldisafmælinu. Ýmsir hafa ýmislegt út á það að segja á Kjærsgaard verði hátíðarræðumaður, í ljósi þess sem hún stendur fyrir.

Pia Kjærsgaard collage
Auglýsing

Pia Kjærs­gaard, fyrr­ver­andi for­maður Danska þjóð­ar­flokks­ins og nú for­seti danska þings­ins, mun á morgun flytja ræðu á Hátíð­ar­fundi Alþingis sem hald­inn er á Þing­völlum til að minn­ast 100 ára afmælis full­veld­is­ins.

Hver er Pia Kjærs­gaard?

Pia Kjærs­gaard er einn stofn­enda Danska þjóð­ar­flokks­ins og leiddi flokk­inn á árunum 1995 til 2012. Hún er einn þekkt­asti stjórn­mála­maður í Dan­mörku í dag, og hefur talað hart gegn fjöl­menn­ingu og inn­flytj­endum og íslam sér­stak­lega.

Árið 2001 skrif­aði Kjærs­gaard í frétta­bréf flokk­ins að múslimar væru lygar­ar, svindl­arar og svik­ar­ar. Hún var kærð fyrir þessi ummæli en ekki ákærð af yfir­völd­um. Ári síðar var hún sektuð fyrir að hóta konu með pipar­úða, sem að auki var brot gegn dönskum vopna­lög­um. Kjærs­gaard sagði sér til varnar að hún hafi upp­lifað sér ógnað og tal­aði í kjöl­farið fyrir breyt­ingu á lög­un­um, svo eitt­hvað af afrekum hennar séu nefnd. Þá hefur hún beitt sér fyrir því að lokað sé fyrir útsend­ingar arab­ískra sjón­varps­stöðva í Dan­mörku, þar sem þær flyttu hat­ursá­róður og vildi að öllum inn­flytj­endum sem gerst hefðu brot­legir við dönsk lög yrði vísað úr landi.

Auglýsing

„Með öllum hætti við­eig­andi“

Helgi Bern­ód­us­son skrif­stofu­stjóri Alþingis segir í sam­tali við Kjarn­ann, aðspurður um hvernig það komi til að Kjærs­gaard sé fengin til þess að vera hátíð­ar­ræðu­maður á fund­inum á morg­un, að það sé ein­fald­lega skýrt með sam­bands­laga­samn­ingnum milli Íslands og Dan­merkur sem und­ir­rit­aður var 18. júlí fyrir 100 árum síð­an. Ákveðið hafi verið að Kjærs­gaard, sem for­seti danska þings­ins, kæmi hingað til lands af þessu til­efni fyrir hönd danska þjóð­þings­ins.

„Það er með öllum hætti við­eig­andi að for­seti danska þings­ins sé hérna af þessu til­efni. Síðan er áformað að drottn­ingin komi hingað 1. des­em­ber,“ segir Helgi en frum­varpið til sam­bands­lag­anna sem und­ir­ritað var 18. júlí 1918 tók gildi þann 1. des­em­ber sama ár.

Mis­jafn­lega tekið

Ýmsir hafa tjáð sig um komu Piu og vænt­an­leg ræðu­höld hennar á hátíð­ar­fund­in­um.

Viðar Þor­steins­son fram­kvæmda­stjóri Efl­ingar hefur sent Stein­grími J. Sig­fús­syni for­seta Alþingis tölvu­póst þar sem hann kemur á fram­færi mót­mælum og óskað eftir upp­lýs­ingum um hvernig ákvörð­unin um val Kjærs­gaard fór fram.

Til: Stein­gríms J. Sig­fús­son­ar, for­seta Alþing­is Er­indi: Mót­mæli og ósk um upp­lýs­ingar varð­andi þá ákvörðun að velja...

Posted by Vidar Thor­steins­son on Tues­day, July 17, 2018


Þór­unn Ólafs­dótt­ir, sem starfað hefur mikið með flótta­mönn­um, bæði hér á landi og erlendis og var auk þess hand­hafi mann­rétt­inda­verð­launa Reykja­vík­ur, tjáir sig einnig um málið á sam­fé­lags­miðlum en á Twitt­ersíðu sinni segir Þór­unn að með því að gera hana að hátíð­ar­ræðu­manni sé verið að normalísera óásætt­an­leg við­horf og hegð­un.



Egill Helga­son sjón­varps­maður fjallar um Piu og Hátíð­ar­fund­inn á blogg­síðu sinni þar sem hann segir Kjærs­gaard varpa skugga á hátíð­ina og vera stjórn­mála­mann af því tagi sem við viljum helst sjá sem minnst af.

Grímur Atla­son fyrr­ver­andi sveit­ar­stjóri og eig­in­maður Helgu Völu Helga­dóttur alþing­is­manns segir það nið­ur­lægj­andi að velja Kjærs­gaard sem hátíð­ar­ræðu­mann, hún standi fyrir allt það sem hann fyr­ir­líti mest í þessum heimi.

Það er nöt­ur­legt að hugsa til þess að hátíð­ar­ræða erlendra ríkja vegna 100 ára afmælis full­veld­is­ins skuli vera flutt af...

Posted by Grímur Atla­son on Tues­day, July 17, 2018


Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent