Dagur B. með sjaldgæfan sjúkdóm

Borgarstjóri Reykjavíkur hefur greinst með sjaldgæft afbrigði liðagigtar og býst við því að vera í sterkri lyfjameðferð í allt að tvö ár.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Auglýsing

Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri greind­ist með fylgi­gigt nú á dög­un­um. Hann seg­ist geta búist við því að vera í sterkri lyfja­með­ferð í allt að tvö ár. Þetta kemur fram í ítar­legu við­tali Frétta­blaðs­ins við Dag í morg­un. 

Í við­tal­inu segir Dagur gigt­ina hafa komið í kjöl­far sýk­inga sem hann fékk í kvið­ar­holið síð­asta haust, en hann hafi byrjað að finna fyrir ein­kennum eftir að hafa meiðst fyrir mán­uði síð­an. Þá meidd­ist Dagur á fæti eftir að hafa rekið rist­ina sína í rör, en í kjöl­farið komu upp bólgur ann­ars staðar á lík­am­anum og var hann greindur með fylgi­gigt.

Sam­kvæmt Degi flakkar gigtin milli liða og getur lagst á ýmis líf­færi. Hann sé búinn að vera í miklum rann­sóknum og með­höndlun eftir grein­ingu og seg­ist sjálfur vera kom­inn í „fall­byssu­með­ferð“ til að reyna að slá hana nið­ur. Aðspurður segir hann þessa teg­und af sjúk­dómnum geta læknast, en ákveð­inn hluti þeirra sem fá þetta sé með þetta krónískt.

Auglýsing

Hins vegar segir Dagur sjúk­dóm­inn ekki vera lífs­hót­andi, þótt hann sé hvim­leiður og honum geti fylgt bólgur og auð­vitað verkir og hreyfiskerð­ing. Hann sé á sterkum lyfjum og segir mögu­legt að munu ná stjórn á ein­kenn­unum á ein­hverjum mán­uð­um. „En ég get alveg búist við því að þurfa að vera á þessum sterku lyfjum í að minnsta kosti eitt og hálft eða tvö ár,“ segir borg­ar­stjór­inn.

Skuldabréfaeigendur tilbúnir að leggja sitt af mörkum - Lítill tími til stefnu
Skuldabréfaeigendur WOW air eru tilbúnir að taka hlut í félaginu í skiptum fyrir niðurfellingu skulda.
Kjarninn 25. mars 2019
Aflýsa flugi frá London - Rauðglóandi síminn hjá Neytendasamtökunum
Forsvarsmenn WOW air reyna nú allt til að bjarga félaginu frá gjaldþroti.
Kjarninn 25. mars 2019
Ríkislögmaður neitar að afhenda gögn - Kjarninn kærir
Kjarninn óskaði eftir því frá forsætisráðuneytinu, að fá afhent sérfræðiálit og gögn frá þeim sem veittu Ríkislögmanni ráðgjöf í hinu svokallaða Landsréttarmáli.
Kjarninn 25. mars 2019
Þröstur Ólafsson
Samábyrgð og þau afétnu
Kjarninn 25. mars 2019
Bjarni Benediktsson
Ríkisstjórnin með tilbúnar áætlanir ef rekstur WOW air stöðvast
Fjármála- og efnahagsráðherra segir stjórnvöld vera viðbúin ef rekstur WOW air stöðvast. Hann segir þó ekki réttlætanlegt að setja skattfé inn í áhætturekstur sem þennan.
Kjarninn 25. mars 2019
Flestar áskriftir Alþingis eru að Morgunblaðinu
Alþingi er með 13 áskriftir að Morgunblaðinu auk netáskrifta, sem og aðgang að gagnasafni mbl.is.
Kjarninn 25. mars 2019
HS Orka á tvö orkuver, í Svartsengi og svo Reykjanesvirkjun.
Meirihlutinn í HS Orku seldur fyrir 37 milljarða króna
Búið er að skrifa undir kaupsamning á meirihluta hlutafjár í eina íslenska orkufyrirtækinu sem er í einkaeigu.
Kjarninn 25. mars 2019
Dauðastríðið hjá WOW air á lokametrunum
Það ætti að skýrast í dag eða í síðasta lagi á allra næstu dögum hvort flugfélagið WOW air verði áfram til. Forsvarsmenn þess eru nú í kappi við tímann að ná fram nýrri lausn eftir að bæði Indigo Partners og Icelandair ákváðu að fjárfesta ekki í félaginu.
Kjarninn 25. mars 2019
Meira úr sama flokkiInnlent