Dagur B. með sjaldgæfan sjúkdóm

Borgarstjóri Reykjavíkur hefur greinst með sjaldgæft afbrigði liðagigtar og býst við því að vera í sterkri lyfjameðferð í allt að tvö ár.

Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri.
Auglýsing

Dagur B. Egg­erts­son borg­ar­stjóri greind­ist með fylgi­gigt nú á dög­un­um. Hann seg­ist geta búist við því að vera í sterkri lyfja­með­ferð í allt að tvö ár. Þetta kemur fram í ítar­legu við­tali Frétta­blaðs­ins við Dag í morg­un. 

Í við­tal­inu segir Dagur gigt­ina hafa komið í kjöl­far sýk­inga sem hann fékk í kvið­ar­holið síð­asta haust, en hann hafi byrjað að finna fyrir ein­kennum eftir að hafa meiðst fyrir mán­uði síð­an. Þá meidd­ist Dagur á fæti eftir að hafa rekið rist­ina sína í rör, en í kjöl­farið komu upp bólgur ann­ars staðar á lík­am­anum og var hann greindur með fylgi­gigt.

Sam­kvæmt Degi flakkar gigtin milli liða og getur lagst á ýmis líf­færi. Hann sé búinn að vera í miklum rann­sóknum og með­höndlun eftir grein­ingu og seg­ist sjálfur vera kom­inn í „fall­byssu­með­ferð“ til að reyna að slá hana nið­ur. Aðspurður segir hann þessa teg­und af sjúk­dómnum geta læknast, en ákveð­inn hluti þeirra sem fá þetta sé með þetta krónískt.

Auglýsing

Hins vegar segir Dagur sjúk­dóm­inn ekki vera lífs­hót­andi, þótt hann sé hvim­leiður og honum geti fylgt bólgur og auð­vitað verkir og hreyfiskerð­ing. Hann sé á sterkum lyfjum og segir mögu­legt að munu ná stjórn á ein­kenn­unum á ein­hverjum mán­uð­um. „En ég get alveg búist við því að þurfa að vera á þessum sterku lyfjum í að minnsta kosti eitt og hálft eða tvö ár,“ segir borg­ar­stjór­inn.

Páfinn harmar glæpi presta gegn börnum
Prestar innan kaþólsku kirkjunnar hafa gerst sekir um að misnota þúsundir barna. Nýleg mál í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum sýna að yfirhylmingum var beitt til að þagga málin niður.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Ráðamenn funduðu um stöðu flugfélaga
WOW Air er í þröngri fjárhagsstöðu og leita nú aukins fjár til að geta haldið vexti sínum áfram. Stjórnvöld fylgjast náið með gangi mála.
Kjarninn 21. ágúst 2018
Telja ekki skynsamlegt að breyta sköttum verulega á ökutæki og eldsneyti
Starfshópur telur gildandi kerfi skattlagningar ökutækja og eldsneytis í meginatriðum einfalt og haganlegt og telur ekki skynsamlegt að það taki stakkaskiptum.
Kjarninn 20. ágúst 2018
Þorvaldur Logason
Landráðasamsæri vinstri stjórnarinnar
Kjarninn 20. ágúst 2018
Jón Pétursson
Jón Pétursson nýr aðstoðarmaður Sigmundar Davíðs
Formaður Miðflokksins ræður nýjan aðstoðarmann.
Kjarninn 20. ágúst 2018
Framlag Kjarnans á árinu 2013
Kjarninn er fimm ára í vikunni. Af því tilefni verður rifjað upp það helsta sem hann hafði til málanna að leggja á hverju því starfsári sem hann hefur verið til, á hverjum degi í þessari viku. Í dag er farið yfir árið 2013.
Kjarninn 20. ágúst 2018
Kolbeinn Óttarsson Proppé
Auðlindagjöld og hagrænir hvatar
Kjarninn 20. ágúst 2018
Sauðfjár- og kúabúum fer fækkandi
Búum með sauðfjárrækt sem aðalstarfsemi hefur fækkað um tæplega 14 prósent síðan árið 2008 og kúabúum með ræktun mjólkurkúa hefur fækkað um tæplega 11 prósent.
Kjarninn 20. ágúst 2018
Meira úr sama flokkiInnlent