Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur í dag haldið áfram gagnrýni sinni á mótorhjólaframleiðandann Harley Davidson og notar til þess Twitter, eins og oft áður.
Ákvörðun Harley Davidson um að færa hluta af framleiðslu mótorhjólana úr landi, vegna aukins kostnaðar sem rekja má til tolla sem Trump fyrirskipaði að yrðu lagðir á innflutning á áli og stáli, einkum frá Kína, fór illa í Trump.
Many @harleydavidson owners plan to boycott the company if manufacturing moves overseas. Great! Most other companies are coming in our direction, including Harley competitors. A really bad move! U.S. will soon have a level playing field, or better.
— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) August 12, 2018
Á Twitter aðgangi sínum sagði Trump að hann teldi það „frábært“ að margir þeirra sem ættu Harley Davidson ætluðu sér að sniðganga fyrirtækið ef það gerði alvöru úr því að flytja hluta framleiðslunnar úr landi.
Harley Davidson var stofnað í Milwaukee, Wisconsin, árið 1903 og er félagið því 115 ára gamalt. Það hefur lengi verið talið meðal virðuglegustu vörumerkja Bandaríkjanna, þrátt fyrir að oft hafi rekstur fyrirtækisins hangið á bláþræði á æviskeiði sínu.
Celebrate 115 years of freedom in style with items from our 115th Anniversary Collection.#HD115 #FindYourFreedom #HarleyDavidson
— Harley-Davidson (@harleydavidson) August 10, 2018
Árásir Trumps á fyrirtækið fóru illa í markaðinn, en markaðsvirði félagsins lækkaði strax í kjölfarið á því að hann beindi spjótunum að fyrirtækinu. Í dag lækkaði félagið um 4,32 prósent en verðmiðinn á félaginu er nú tæplega 7 milljarðar Bandaríkjadala.