Trump beinir spjótunum að Harley Davidson

Mótorhjólaframleiðandinn Harley Davidson er það fyrirtæki sem Donald Trump hefur nú beint spjótunum að á Twitter.

Stuðningsmenn donald trump
Auglýsing

Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seti hefur í dag haldið áfram gagn­rýni sinni á mót­or­hjóla­fram­leið­and­ann Harley Dav­id­son og notar til þess Twitt­er, eins og oft áður. 

Ákvörðun Harley Dav­id­son um að færa hluta af fram­leiðslu mót­or­hjól­ana úr landi, vegna auk­ins kostn­aðar sem rekja má til tolla sem Trump fyr­ir­skip­aði að yrðu lagðir á inn­flutn­ing á áli og stáli, einkum frá Kína, fór illa í Trump. 

Auglýsing


Á Twitter aðgangi sínum sagði Trump að hann teldi það „frá­bært“ að margir þeirra sem ættu Harley Dav­id­son ætl­uðu sér að snið­ganga fyr­ir­tækið ef það gerði alvöru úr því að flytja hluta fram­leiðsl­unnar úr landi.

Harley Dav­id­son var stofnað í Milwaukee, Wiscons­in, árið 1903 og er félagið því 115 ára gam­alt. Það hefur lengi verið talið meðal virð­ug­leg­ustu vöru­merkja Banda­ríkj­anna, þrátt fyrir að oft hafi rekstur fyr­ir­tæk­is­ins hangið á blá­þræði á ævi­skeiði sín­u. Árásir Trumps á fyr­ir­tækið fóru illa í mark­að­inn, en mark­aðsvirði félags­ins lækk­aði strax í kjöl­farið á því að hann beindi spjót­unum að fyr­ir­tæk­inu. Í dag lækk­aði félagið um 4,32 pró­sent en verð­mið­inn á félag­inu er nú tæp­lega 7 millj­arðar Banda­ríkja­dala.Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kristrún í formannsframboð: „Samfylkingin þarf að ná virkari tengingu við venjulegt fólk“
Kristrún Frostadóttir ætlar sér að verða næsti formaður Samfylkingarinnar. Hún ætlar að leggja áherslu á kjarnamál jafnaðarmanna, jákvæða pólitík, meiri samkennd og minni einstaklingshyggju. „Ég veit að það er hægt að stjórna landinu betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Í könnuninni var spurt hvaða verkalýðsleiðtoga fólk treysti helst til að leiða ASÍ. Auk þessara fjögurra var nafn Kristjáns Þórðar Snæbjarnarsonar á listanum.
Reykvíkingar, háskólamenntaðir og kjósendur Vinstri grænna báru mest traust til Drífu
Drífa Snædal naut mests trausts kjósenda allra flokka nema Sósíalistaflokks Íslands til þess að leiða Alþýðusamband áfram næstu tvö árin, samkvæmt niðurstöðum nýlegrar könnunar sem Gallup var falið að framkvæma.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið - Húðtóna heyrnartól frá Kardashian
Kjarninn 19. ágúst 2022
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Nýr íslenskur „banki“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Sjúklingar þurfa ekki að eiga snjallsíma til að nýta sér þjónustu Uber Health.
Uber haslar sér völl í heilbrigðisþjónustu
Ástralskir læknar geta nú bókað akstur fyrir sjúklinga sína á læknastofur og sjúkrahús hjá farveitunni Uber. Margir hafa lýst yfir efasemdum um að fyrirtækinu sé treystandi fyrir heilbrigðisupplýsingum fólks.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Björk um Katrínu Jakobsdóttur: „Hún hefur ekki gert neitt fyrir umhverfið“
Þekktasta tónlistarkona Íslandssögunnar segir að forsætisráðherra hafi gert sig fokreiða árið 2019 með því að draga sig út úr því að lýsa yfir neyðarástandi í loftslagsmálum með henni og Gretu Thunberg.
Kjarninn 19. ágúst 2022
Þorsteinn Víglundsson
Vinnumarkaður í úlfakreppu
Kjarninn 19. ágúst 2022
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar.
Kristrún boðar til fundar– Telur að Samfylkingin geti náð aftur vopnum sínum
Kristrún Frostadóttir mun tilkynna um framboð sitt til formann Samfylkingarinnar á fundi í dag. Þar ætlar hún að segja frá því hvernig hún telur að endurvekja megi „von og trú fólks á að það sé hægt að breyta og reka samfélagið okkar betur.“
Kjarninn 19. ágúst 2022
Meira úr sama flokkiInnlent