Vilja skýra hlutverk landshlutasamtaka sveitarfélaga

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur skipað starfshóp sem hefur það hlutverk að meta stöðu landshlutasamtaka sveitarfélaga með það að markmiði að skýra hlutverk þeirra og stöðu gagnvart sveitarfélögum annars vegar og ríkinu hins vegar.

Sigurður Ingi Jóhannsson.
Sigurður Ingi Jóhannsson.
Auglýsing

Sig­urður Ingi Jóhanns­son sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra hefur skipað starfs­hóp sem hefur það hlut­verk að meta stöðu lands­hluta­sam­taka sveit­ar­fé­laga með það að mark­miði að skýra hlut­verk þeirra og stöðu gagn­vart sveit­ar­fé­lögum ann­ars vegar og rík­inu hins veg­ar. 

Þetta kemur fram í frétt ráðu­neyt­is­ins. 

Verk­efni starfs­hóps­ins er að leggja fram til­lögur um hvernig lands­hluta­sam­tök sveit­ar­fé­laga geti betur unnið með sveit­ar­fé­lögum og styrkt svæða­sam­vinnu þeirra þannig að sveit­ar­fé­lög og sveit­ar­stjórn­ar­stigið verði betur í stakk búið til að taka við fleiri verk­efnum og tryggja íbúum á land­inu öllu nauð­syn­lega og lög­bundna þjón­ustu. Við vinnu sína skal starfs­hóp­ur­inn eiga víð­tækt sam­ráð við full­trúa sveit­ar­stjórna og sam­tök þeirra og horfa til stöðu og þró­unar sveit­ar­stjórn­ar­stigs­ins í nágranna­ríkj­um.

Auglýsing

Á vef­síðu Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga segir að lands­hluta­sam­tök séu frjáls sam­tök sveit­ar­fé­lag­anna og hafi þau öll sér­stakan fram­kvæmda­stjóra og skrif­stofu. Lands­hluta­sam­tökin fari með byggða­mál og sér­stök hags­muna­mál hvers lands­hluta. 

„Nú eru starf­rækt átta lands­hluta­sam­tök sveit­ar­fé­laga sem flest sveit­ar­fé­lög eiga aðild að. Í flestum til­vikum fara starfs­svæði lands­hluta­sam­tak­anna eftir kjör­dæma­skip­an­inni sem gilti til árs­ins 2003. Sam­tök sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, SSH, ná þó yfir Reykja­vík­ur­borg og nágranna­sveit­ar­fé­lög hennar í Suð­vest­ur­kjör­dæmi. Lands­hluta­sam­tök sveit­ar­fé­laga voru mörg hver stofnuð fyrir til­stuðlan Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga,“ segir á vef­síð­unn­i. 

Í frétt ráðu­neyt­is­ins kemur fram að starfs­hóp­ur­inn sé þannig skip­að­ur: Ásgerður Gylfa­dótt­ir, for­maður bæj­ar­ráðs Sveit­ar­fé­lags­ins Horna­fjarð­ar, for­maður starfs­hóps­ins, skipuð af ráð­herra, Óli Hall­dórs­son, for­maður bæj­ar­ráðs Norð­ur­þings, skip­aður af ráð­herra, Ásta Stef­áns­dótt­ir, sveit­ar­stjóri Blá­skóga­byggð­ar, til­nefnd af Sam­bandi íslenskra sveit­ar­fé­laga, Jón Björn Hákon­ar­son, for­seti bæj­ar­stjórnar Fjarða­byggð­ar, til­nefndur af Sam­bandi íslenskra sveit­ar­fé­laga og Rakel Ósk­ars­dótt­ir, bæj­ar­full­trúi á Akra­nesi og for­maður SSV, til­nefnd af lands­hluta­sam­tökum sveit­ar­fé­laga. 

Með hópnum starfar Stef­anía Trausta­dótt­ir, sér­fræð­ingur í sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­inu. Sér­stakur ráð­gjafi starfs­hóps­ins er Eva Marín Hlyns­dótt­ir, lektor við stjórn­mála­fræði­deild Félags­vís­inda­sviðs Háskóla Íslands.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Við erum hérna á haus, algjörlega að drukkna“
„Þessi hjúkrun er það erfiðasta sem þú getur lent í,“ segir hjúkrunardeildarstjóri gjörgæslunnar í Fossvogi í samtali við Kjarnann. Að veikjast af nýjum sjúkdómi, lenda á gjörgæslu og jafnvel í öndunarvél er ógnvekjandi. „Já, fólk er hrætt.“
Kjarninn 2. apríl 2020
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Ný streymiveita opnar á Íslandi
Kjarninn 2. apríl 2020
Guðjón Sigurbjartsson
Landbúnaður og lopapeysur
Kjarninn 2. apríl 2020
Alma Möller, landlæknir.
Alma: Það verður að leysa þessa deilu
Landlæknir lýsir yfir áhyggjum sínum af stöðu kjarasamninga hjúkrunarfræðinga og biðlar til samninganefnda ríkisins og Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga að setjast að samningaborðinu.
Kjarninn 2. apríl 2020
Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn
„Ef þið eruð pirruð þarna úti, ekki láta það bitna á starfsfólki verslana“
Fjölmargar ábendingar hafa borist yfirlögregluþjóni þess efnis að viðskiptavinir verslana komi illa fram við starfsfólkið.
Kjarninn 2. apríl 2020
Stefán Ólafsson
Lækkun tryggingagjalds vegi á móti launahækkun
Kjarninn 2. apríl 2020
Donald Trump Bandaríkjaforseti.
Nærri tíu milljónir hafa sótt um atvinnuleysisbætur í Bandaríkjunum
Um 6,6 milljónir Bandaríkjamanna hafa sótt um atvinnuleysisbætur undanfarna viku, sem er gjörsamlega án fordæma. Í hruninu fyrir röskum áratug fór fjöldinn hæst í 665 þúsund bótaumsóknir á einni viku.
Kjarninn 2. apríl 2020
Níutíu og níu smit greind í gær
Staðfest smit af kórónuveirunni eru orðin rúmlega 1.300 talsins.
Kjarninn 2. apríl 2020
Meira úr sama flokkiInnlent