Vilja skýra hlutverk landshlutasamtaka sveitarfélaga

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur skipað starfshóp sem hefur það hlutverk að meta stöðu landshlutasamtaka sveitarfélaga með það að markmiði að skýra hlutverk þeirra og stöðu gagnvart sveitarfélögum annars vegar og ríkinu hins vegar.

Sigurður Ingi Jóhannsson.
Sigurður Ingi Jóhannsson.
Auglýsing

Sig­urður Ingi Jóhanns­son sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráð­herra hefur skipað starfs­hóp sem hefur það hlut­verk að meta stöðu lands­hluta­sam­taka sveit­ar­fé­laga með það að mark­miði að skýra hlut­verk þeirra og stöðu gagn­vart sveit­ar­fé­lögum ann­ars vegar og rík­inu hins veg­ar. 

Þetta kemur fram í frétt ráðu­neyt­is­ins. 

Verk­efni starfs­hóps­ins er að leggja fram til­lögur um hvernig lands­hluta­sam­tök sveit­ar­fé­laga geti betur unnið með sveit­ar­fé­lögum og styrkt svæða­sam­vinnu þeirra þannig að sveit­ar­fé­lög og sveit­ar­stjórn­ar­stigið verði betur í stakk búið til að taka við fleiri verk­efnum og tryggja íbúum á land­inu öllu nauð­syn­lega og lög­bundna þjón­ustu. Við vinnu sína skal starfs­hóp­ur­inn eiga víð­tækt sam­ráð við full­trúa sveit­ar­stjórna og sam­tök þeirra og horfa til stöðu og þró­unar sveit­ar­stjórn­ar­stigs­ins í nágranna­ríkj­um.

Auglýsing

Á vef­síðu Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga segir að lands­hluta­sam­tök séu frjáls sam­tök sveit­ar­fé­lag­anna og hafi þau öll sér­stakan fram­kvæmda­stjóra og skrif­stofu. Lands­hluta­sam­tökin fari með byggða­mál og sér­stök hags­muna­mál hvers lands­hluta. 

„Nú eru starf­rækt átta lands­hluta­sam­tök sveit­ar­fé­laga sem flest sveit­ar­fé­lög eiga aðild að. Í flestum til­vikum fara starfs­svæði lands­hluta­sam­tak­anna eftir kjör­dæma­skip­an­inni sem gilti til árs­ins 2003. Sam­tök sveit­ar­fé­laga á höf­uð­borg­ar­svæð­inu, SSH, ná þó yfir Reykja­vík­ur­borg og nágranna­sveit­ar­fé­lög hennar í Suð­vest­ur­kjör­dæmi. Lands­hluta­sam­tök sveit­ar­fé­laga voru mörg hver stofnuð fyrir til­stuðlan Sam­bands íslenskra sveit­ar­fé­laga,“ segir á vef­síð­unn­i. 

Í frétt ráðu­neyt­is­ins kemur fram að starfs­hóp­ur­inn sé þannig skip­að­ur: Ásgerður Gylfa­dótt­ir, for­maður bæj­ar­ráðs Sveit­ar­fé­lags­ins Horna­fjarð­ar, for­maður starfs­hóps­ins, skipuð af ráð­herra, Óli Hall­dórs­son, for­maður bæj­ar­ráðs Norð­ur­þings, skip­aður af ráð­herra, Ásta Stef­áns­dótt­ir, sveit­ar­stjóri Blá­skóga­byggð­ar, til­nefnd af Sam­bandi íslenskra sveit­ar­fé­laga, Jón Björn Hákon­ar­son, for­seti bæj­ar­stjórnar Fjarða­byggð­ar, til­nefndur af Sam­bandi íslenskra sveit­ar­fé­laga og Rakel Ósk­ars­dótt­ir, bæj­ar­full­trúi á Akra­nesi og for­maður SSV, til­nefnd af lands­hluta­sam­tökum sveit­ar­fé­laga. 

Með hópnum starfar Stef­anía Trausta­dótt­ir, sér­fræð­ingur í sam­göngu- og sveit­ar­stjórn­ar­ráðu­neyt­inu. Sér­stakur ráð­gjafi starfs­hóps­ins er Eva Marín Hlyns­dótt­ir, lektor við stjórn­mála­fræði­deild Félags­vís­inda­sviðs Háskóla Íslands.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Sjónvarpstekjur Símans hafa aukist um nær allan hagnað félagsins á árinu 2020
Færri ferðamenn skila minni tekjum af reikiþjónustu. Tekjur vegna sjónvarpsþjónustu hafa hins vegar vaxið um 14 prósent milli ára og starfsmönnum fækkað um 50 frá áramótum. Þetta er meðal þess sem kemur fram í nýju uppgjöri Símans.
Kjarninn 28. október 2020
Bjarni Benediktsson er fjármála- og efnahagsráðherra.
Bjarni segir kökumyndband Öryrkjabandalagsins vera misheppnað
Fjármála- og efnahagsráðherra segir það rangt að öryrkjar fái sífellt minni sneið af efnahagskökunni sem íslenskt samfélag baki. ÖBÍ segir ríkisstjórnina hafa ákveðið að auka fátækt sinna skjólstæðinga.
Kjarninn 28. október 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Útlit fyrir að sóttvarnalæknir leggi til hertar aðgerðir
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er ekki ánægður með stöðu faraldursins og ætlar að skila minnisblaði með tillögum að breyttum sóttvarnaraðgerðum til Svandísar Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra fljótlega.
Kjarninn 28. október 2020
Alls segjast um 40 prósent kjósenda að þeir myndu kjósa stjórnarflokkanna þrjá.
Samfylking stækkar, Sjálfstæðisflokkur tapar og Vinstri græn ekki verið minni frá 2016
Fylgi Vinstri grænna heldur áfram að dala og mælist nú tæplega helmingur af því sem flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Flokkur forsætisráðherra yrði minnsti flokkurinn á þingi ef kosið yrði í dag.
Kjarninn 28. október 2020
Neytendastofa er með aðsetur í Borgartúni.
Unnið að því að leggja niður Neytendastofu
Stjórnvöld sjá fyrir sér að hugsanlega verði hægt að færa öll verkefni frá Neytendastofu á næsta ári og leggja stofnunina niður, með mögulegum sparnaði fyrir ríkissjóð. Stofnunin tók til starfa árið 2005 og fær tæpar 240 milljónir úr ríkissjóði í ár.
Kjarninn 28. október 2020
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir er ráðherra ferðamála.
Tekjufallsstyrkir til ferðaþjónustunnar áætlaðir 3,5 milljarðar króna
Leiðsögumenn og aðrir litlir rekstraraðilar eiga rétt á að fá allt að 400 þúsund krónur á mánuði í tekjufallsstyrki fyrir hvert stöðugildi í allt að 18 mánuði. Kostnaður vegna styrka til ferðaþjónustu hefur nú verið áætlaður.
Kjarninn 28. október 2020
Ráðhús Reykjavíkur
„Hagstjórnarmistök“ að styðja ekki betur við sveitarfélög
Reykjavíkurborg varar ríkisstjórnina við að veita sveitarfélögunum ekki meiri stuðning í nýju fjárlagafrumvarpi og segir niðurskurð í fjárfestingum vinna gegn viðbótarfjárfestingu ríkisins.
Kjarninn 28. október 2020
Óskað eftir því að Vilji Björns Inga verði tekinn til gjaldþrotaskipta
Sýslumaðurinn á Vesturlandi hefur lagð fram beiðni um að Útgáfufélag Viljans verði tekið til gjaldþrotaskipta. Björn Ingi Hrafnsson segist fyrst hafa heyrt um málið í gærkvöldi. Hann missti stjórn á umsvifamiklu fjölmiðlaveldi árið 2017.
Kjarninn 28. október 2020
Meira úr sama flokkiInnlent