Vilja skýra hlutverk landshlutasamtaka sveitarfélaga

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur skipað starfshóp sem hefur það hlutverk að meta stöðu landshlutasamtaka sveitarfélaga með það að markmiði að skýra hlutverk þeirra og stöðu gagnvart sveitarfélögum annars vegar og ríkinu hins vegar.

Sigurður Ingi Jóhannsson.
Sigurður Ingi Jóhannsson.
Auglýsing

Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hefur skipað starfshóp sem hefur það hlutverk að meta stöðu landshlutasamtaka sveitarfélaga með það að markmiði að skýra hlutverk þeirra og stöðu gagnvart sveitarfélögum annars vegar og ríkinu hins vegar. 

Þetta kemur fram í frétt ráðuneytisins. 

Verkefni starfshópsins er að leggja fram tillögur um hvernig landshlutasamtök sveitarfélaga geti betur unnið með sveitarfélögum og styrkt svæðasamvinnu þeirra þannig að sveitarfélög og sveitarstjórnarstigið verði betur í stakk búið til að taka við fleiri verkefnum og tryggja íbúum á landinu öllu nauðsynlega og lögbundna þjónustu. Við vinnu sína skal starfshópurinn eiga víðtækt samráð við fulltrúa sveitarstjórna og samtök þeirra og horfa til stöðu og þróunar sveitarstjórnarstigsins í nágrannaríkjum.

Auglýsing

Á vefsíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga segir að landshlutasamtök séu frjáls samtök sveitarfélaganna og hafi þau öll sérstakan framkvæmdastjóra og skrifstofu. Landshlutasamtökin fari með byggðamál og sérstök hagsmunamál hvers landshluta. 

„Nú eru starfrækt átta landshlutasamtök sveitarfélaga sem flest sveitarfélög eiga aðild að. Í flestum tilvikum fara starfssvæði landshlutasamtakanna eftir kjördæmaskipaninni sem gilti til ársins 2003. Samtök sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu, SSH, ná þó yfir Reykjavíkurborg og nágrannasveitarfélög hennar í Suðvesturkjördæmi. Landshlutasamtök sveitarfélaga voru mörg hver stofnuð fyrir tilstuðlan Sambands íslenskra sveitarfélaga,“ segir á vefsíðunni. 

Í frétt ráðuneytisins kemur fram að starfshópurinn sé þannig skipaður: Ásgerður Gylfadóttir, formaður bæjarráðs Sveitarfélagsins Hornafjarðar, formaður starfshópsins, skipuð af ráðherra, Óli Halldórsson, formaður bæjarráðs Norðurþings, skipaður af ráðherra, Ásta Stefánsdóttir, sveitarstjóri Bláskógabyggðar, tilnefnd af Sambandi íslenskra sveitarfélaga, Jón Björn Hákonarson, forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar, tilnefndur af Sambandi íslenskra sveitarfélaga og Rakel Óskarsdóttir, bæjarfulltrúi á Akranesi og formaður SSV, tilnefnd af landshlutasamtökum sveitarfélaga. 

Með hópnum starfar Stefanía Traustadóttir, sérfræðingur í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu. Sérstakur ráðgjafi starfshópsins er Eva Marín Hlynsdóttir, lektor við stjórnmálafræðideild Félagsvísindasviðs Háskóla Íslands.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Steinar Frímannsson
Fátækleg umfjöllun – Stefna Flokks fólksins í umhverfismálum
Kjarninn 20. september 2021
Meiri líkur en minni á því að hægt verði að mynda miðjustjórn sem teygir sig til vinstri
Þrjár gerðir fjögurra flokka stjórna sem innihalda miðju- og vinstriflokka mælast með meiri líkur á að geta orðið til en sitjandi ríkisstjórn hefur á því að sitja áfram.
Kjarninn 20. september 2021
Frá undirritun lífskjarasamningsins í apríl árið 2019.
Forsendur brostnar og örlög lífskjarasamningsins ráðist 30. september
Forsendunefnd ASÍ og SA hefur komist að þeirri niðurstöðu að forsendur lífskjarasamningsins frá 2019 séu brostnar, hvað aðgerðir stjórnvalda varðar. Formaður VR segir að örlög samninganna muni ráðast á fundi samninganefnda ASÍ og SA 30. september.
Kjarninn 20. september 2021
Sonja Ýr Þorbergsdóttir
Einkarekstur í heilbrigðisþjónustu er engin töfralausn
Kjarninn 20. september 2021
Þorvarður Bergmann Kjartansson
Þegar sumir hafa vald yfir öðrum
Kjarninn 20. september 2021
Hildur Gunnarsdóttir
Húsnæðispólitík og arkitektúr
Kjarninn 20. september 2021
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins
Gæti kostað 50-60 milljarða að gera 350 þúsund króna laun skatt- og skerðingalaus
Staðreyndavakt Kjarnans skoðar fullyrðingu Ingu Sæland um að færsla á persónuafslætti frá „þeim ríku“ til hinna efnaminni geti fjármagnað 350 þúsund króna skattfrjálsa framfærslu.
Kjarninn 20. september 2021
Segja mikilvægt að undirbúa innviði og regluverk fyrir græna orkuframleiðslu
Íslendingar ættu að nýta þau tækifæri sem felast í orkuskiptum hérlendis og undirbúa innviði og regluverk fyrir samkeppnishæfa framleiðslu á kolefnislausum orkugjöfum, að mati tveggja verkfræðinga hjá EFLU.
Kjarninn 20. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent