Sauðfjár- og kúabúum fer fækkandi

Búum með sauðfjárrækt sem aðalstarfsemi hefur fækkað um tæplega 14 prósent síðan árið 2008 og kúabúum með ræktun mjólkurkúa hefur fækkað um tæplega 11 prósent.

hellisheii-og-arnessysla_14563685623_o.jpg
Auglýsing

Búum með sauð­fjár­rækt og kúa­búum hefur farið fækk­andi und­an­farin ára­tug. Á árinu 2016 voru 1.477 bú með sauð­fjár­rækt sem aðal­starf­semi og hafði þeim fækkað um tæp­lega 14 pró­sent frá árinu 2008 þegar þau voru 1.712. Á árinu 2016 voru 631 kúabú með ræktun mjólk­ur­kúa sem aðal­starf­semi og hafði þeim fækkað úr 707 búum frá árinu 2008 eða um tæp­lega 11 pró­sent.

Þetta kemur fram í frétt Hag­stof­unnar í dag. 

Rekstr­ar­tekjur sauð­fjár­búa voru um 13,1 millj­arðar króna árið 2016, sam­kvæmt Hag­stof­unni, sem er það sama og rekstar­tekj­urnar voru árið 2008 á föstu verð­lagi.

Auglýsing

Með­al­stærðin vex

Með­al­stærð kúa­búa óx um 12,6 pró­sent, úr 37,1 mjólk­urkú að með­al­tali árið 2008 í 41,8 árið 2016. Velta kúa­búa nam 23,9 millj­arða króna árið 2016 sam­an­borið við 22,9 millj­arða króna árið 2008 á verð­lagi árs­ins 2016 og hækk­aði hún um 4,6 pró­sent.

Hag­stofa Íslands tók saman upp­lýs­ingar um rekstur og efna­hag þriggja greina land­bún­aðar fyrir árin 2008 til 2016, það er fyrir sauð­fjár­bú, kúabú og önnur naut­gripa­bú.

Af þeim þremur greinum sem hér er fjallað um er kúa­bú­skapur skuld­sett­ast­ur, sam­kvæmt Hag­stof­unni. Eigið fé var nei­kvætt um tæp­lega 1,2 millj­arða króna í lok árs 2016, en hefur styrkst veru­lega á síð­ustu árum.

Stærð kúa­búa gæti haft áhrif á byggða­þróun

Í frétt RÚV frá því í dag segir að mik­ill munur sé á fram­leiðslu­getu kúa­búa milli lands­hluta. ­Sig­ur­geir B. Hreins­son, fram­kvæmda­stjóri Bún­að­ar­sam­bands Eyja­fjarðar segir í sam­tali við RÚV að þetta geti haft áhrif á byggða­þró­un, erfitt sé að taka við og byggja upp lítil kúa­bú.

Fjallað er um þróun kúa­bú­skapur á und­an­förnum árum í frétt­inni en víða hefur verið fjár­fest í nýjum fjósum og tækninýj­ung­um. Búum hefur fækkað en fram­leiðslan auk­ist. Á fimm árum hefur með­al­fjöldi kúa á hverju búi á Íslandi auk­ist um fimmt­ung og er nú 47 kýr.

Sig­ur­geir segir að það þurfi færri bændur en áður til að metta mark­að­inn. „Þegar meira er fram­leitt á hverjum bæ, vegna þeirrar tækni sem er komin og vinnu­að­stöðu, þá hefur búunum fækkað stöðug­t.“

„Í Eyja­firði hefur kúa­búum fækkað úr 250 í 83 á 40 árum og má ætla að þau verði undir 70 eftir 10 ár. Á sama tíma hefur fjöldi á hverjum bæ nær tvö­fald­ast. Þó að kúa­búum hafi almennt fækkað á Íslandi og þau stækk­að, sam­hliða tækni­fram­förum og auk­inni fram­leiðslu­getu, þá er mik­ill munur á milli svæða. Til dæmis eru að með­al­tali 30 kýr á hverju búi í Vest­ur­-Skafta­fells­sýslu og 31 í Suður Þing­eyj­ar­sýslu, en með­al­fjöld­inn í Skaga­firði er 53 kýr og 57 í Eyja­firð­i,“ segir í frétt­inni. Sig­ur­geir segir að upp­bygg­ing og stærð kúa­búa geti haft áhrif á nýliðun bænda og byggða­þró­un.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Örn Bárður Jónsson
Guð og náttúran
Kjarninn 25. september 2020
Steingrímur J. Sigfússon
Upplýsingamengun í annarra boði!
Kjarninn 25. september 2020
Ljóst er af FinCEN-skjölunum að stórir bankar sem hafa milligöngu um fjármagnshreyfingar í dollurum vita mætavel að þeir eru að hreyfa mikið magn peninga sem eiga misjafnan uppruna
Glæpirnir sem gera aðra glæpi mögulega
Fordæmalaus gagnaleki frá bandaríska fjármálaráðuneytinu hefur vakið mikla athygli í vikunni. Hann sýnir fram á brotalamir í eftirliti bæði banka og yfirvalda þegar kemur að því að því að stöðva vafasama fjármagnsflutninga heimshorna á milli.
Kjarninn 25. september 2020
Eimskip staðfestir að félagið hafi verið kært til héraðssaksóknara
Eimskip hafnar ásökunum um að hafa brotið lög í tengslum við endurvinnslu tveggja skipa félagsins í Indlandi. Eimskip segist ekki hafa komið að ákvörðun um endurvinnslu skipanna tveggja.
Kjarninn 25. september 2020
Eftir að ferðamönnum tók að hríðfækka hérlendis vegna kórónuveirufaraldursins hefur atvinnuleysi vaxið hratt.
Almenna atvinnuleysið stefnir í að verða jafn mikið og eftir bankahrunið
Almennt atvinnuleysið verður komið í 9,3 prósent í lok október gangi spá Vinnumálastofnunar eftir. Það yrði jafn mikið atvinnuleysi og mest var snemma á árinu 2010. Heildaratvinnuleysið, að hlutabótaleiðinni meðtalinni, verður 10,2 prósent í lok október.
Kjarninn 25. september 2020
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar.
Telur rétt að skoða Félagsdómsmál ef Samtök atvinnulífsins segja upp lífskjarasamningnum
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar segir að Samtök atvinnulífsins grípi til tæknilegra útúrsnúninga þegar þau segi forsendur lífskjarasamninga brostnar og telur rétt að skoða að vísa uppsögn samninga til Félagsdóms, ef af þeim verður.
Kjarninn 25. september 2020
45 ný smit – 369 greinst með COVID-19 á tíu dögum
Fjörutíu og fimm manns greindust með COVID-19 hér á landi í gær. Nýgengi innanlandssmita er nú komið yfir 100 á hverja 100 þúsund íbúa.
Kjarninn 25. september 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 43. þáttur: Sögulok
Kjarninn 25. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent