„Föst laun eru mun hærri en æskilegt getur talist“

Forstjóri Kviku, Ármann Þorvaldsson, segir að íslenskar reglur um kaupauka séu mun strangari en í flestum Evrópulöndum og takmarki möguleika bankans til að aðlaga launakostnað að rekstrarárangri.

Ármann Þorvaldsson.
Ármann Þorvaldsson.
Auglýsing

Ármann Þor­valds­son for­stjóri Kviku segir að líkt og önnur íslensk fyr­ir­tæki hafi bank­inn ekki farið var­hluta af miklum launa­hækk­unum und­an­far­inna ára sem hafi aukið kostnað umtals­vert. „Ís­lenskar reglur um kaupauka eru mun strang­ari en í flestum Evr­ópu­löndum og tak­marka mögu­leika bank­ans til að aðlaga launa­kostnað að rekstr­ar­ár­angri. Þetta hefur leitt til þess að föst laun eru mun hærri en æski­legt getur talist í rekstri banka eins og Kviku.“

Þetta kemur fram í hálfs­árs­upp­gjöri bank­ans sem birt­ist í dag.

„Þrátt fyrir að rekstr­ar­um­hverfi bank­ans sé að mörgu leyti krefj­andi um þessar mundir hefur rekstur hans gengið í sam­ræmi við áætl­an­ir. Hluta­bréfa­mark­aður á Íslandi hefur verið með daufasta móti og velta verið lít­il. Íslenskir stofn­ana­fjár­festar hafa verið atkvæða­litlir á mark­aði, þátt­taka ein­stak­linga er lítil og dregið hefur úr fjár­fest­ingu erlendra sjóða, ef horft er fram­hjá frumút­boði Arion banka,“ segir Ármann. 

Auglýsing

Hann segir jafn­framt að það starfs­um­hverfi sem Kvika og aðrir íslenskir bankar starfa við sé í litlu sam­ræmi við það sem þekk­ist í lönd­unum í kringum okk­ur. Lág­marks eig­in­fjár­krafa bank­ans sé rúm­lega 20 pró­sent, greiða þurfi fjár­sýslu­skatt sem nemur 5,5 pró­sent af launa­kostn­aði, sér­stakan fjár­sýslu­skatt upp á 6 pró­sent af öllum hagn­aði umfram 1 millj­arð króna og loks banka­skatt sem nemur 0,376 pró­sent af öllum skuldum umfram 50 millj­arða króna í árs­lok. 

„Þessu til við­bótar jókst gjald­taka hins opin­bera enn frekar þegar Seðla­bank­inn ákvað að helm­ingur bindi­skyld­unnar skuli ekki bera neina vexti. Ósk­andi væri að starfs­skil­yrði fjár­mála­fyr­ir­tækja á Íslandi yrðu færð til sama vegar og þekk­ist í öðrum lönd­um,“ segir hann.  

Í júní var greint frá því að und­ir­rituð hefði verið vilja­yf­ir­lýs­ing um kaup Kviku á öllu hlutafé í Gamma Capi­tal Mana­gement. Áreið­an­leika­könnun stendur nú yfir og sendar verða út frek­ari fréttir af fyr­ir­hug­uðum kaupum eftir því sem við á. Þá hefur verið greint frá því að stefnt sé að skrán­ingu hluta­bréfa bank­ans á Aðal­l­ista kaup­hall­ar­innar á næstu mán­uð­um.

Í þessum árs­hluta­reikn­ingur fyrir fyrri árs­helm­ing 2018 segir að rekstr­ar­nið­ur­staða Kviku hafi verið í sam­ræmi við áætl­un. Hagn­aður Kviku fyrir skatta á tíma­bil­inu 1. jan­úar til 30. júní 2018 sam­kvæmt könn­uðu upp­gjöri sam­stæðu bank­ans hafi numið 1.056 millj­ónum króna fyrir skatta. Arð­semi eig­in­fjár miðað við afkomu fyrir skatt á fyrri árs­helm­ingi 2018 hafi verið 18,5 pró­sent á árs­grund­velli.

„Eigið fé bank­ans nam 12,2 millj­örðum króna í lok júní og heild­ar­eignir námu 103,4 millj­örðum króna. Eig­in­fjár­hlut­fall bank­ans var 24,6 pró­sent sem er umtals­vert umfram kröfu FME, en hún nemur 20,25 pró­sent með eig­in­fjár­auk­um. Eig­in­fjár­hlut­fall bank­ans leiðir til þess að tölu­vert svig­rúm er til arð­greiðslna eða ann­arra sam­bæri­legra aðgerða. Hand­bært fé nam 38,5 millj­örðum og jókst nokkuð sam­hliða aukn­ingu í lán­tök­um, inn­lánum og skulda­bréfa­út­gáfu. Lausa­fjár­hlut­fall var 324 pró­sent í lok júní, sem er veru­lega umfram lög­bundið 100 pró­sent lág­mark, sem og innri mark­mið bank­ans. Sér­stakur skattur á fjár­mála­fyr­ir­tæki verður gjald­færður í árs­lok þar sem skatt­stofn­inn mið­ast við fjár­hæð skulda í árs­lok.

Öll tekju­svið Kviku skil­uðu hagn­aði á fyrri árs­helm­ingi. Mikil breyt­ing hefur orðið á tekjum og arð­semi eigna­stýr­ingar bank­ans í kjöl­far kaupa bank­ans á Virð­ingu og Öldu sjóðum á sl. ári. Fram­legð hennar fyrir sam­kostnað á fyrstu sex mán­uðum árs­ins nam 568 millj­ónum króna og var rúm­lega 350 millj­ónum krónum hærri en á sama tíma­bili árið 2017. Rekstur fyr­ir­tækja­sviðs gekk mjög vel á tíma­bil­inu og hagn­aður fyr­ir­tækja­ráð­gjafar jókst tals­vert á milli ára. Hins vegar var afkoma mark­aðsvið­skipta og eigin við­skipta bank­ans tals­vert verri en árið á undan og end­ur­speglar minni veltu og tals­verðar verð­sveiflur á verð­bréfa­mörk­uð­u­m,“ segir í hálfs­árs­upp­gjör­in­u. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Djúpu sporin hennar Merkel
Heil kynslóð hefur alist upp með Angelu Merkel á valdastóli. Á sextán ára valdatíma hefur hún fengist við risavaxin vandamál og leyst þau flest en ein krísan stendur eftir og það er einmitt sú sem Merkel-kynslóðin hefur mestar áhyggjur af.
Kjarninn 26. september 2021
Fyrstu tölur á landsvísu, eins og þær voru settar fram í kosningasjónvarpi Stöðvar 2 árið 1991, sýndu mikla yfirburði fjórflokksins. Rótgrónu flokkarnir hafa síðan gefið eftir.
„Fjórflokkurinn“ hefur aðeins einu sinni fengið minna fylgi í alþingiskosningum
Samanlagt fylgi rótgrónustu stjórnmálaafla landsins, fjórflokksins, var 64,2 prósent í kosningunum í gær. Það er ögn lægra hlutfall greiddra atkvæða en í kosningunum 2017, en hærra en árið 2016.
Kjarninn 26. september 2021
Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknar og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokks ræða saman aður en kappræður hefjast á RÚV. Mögulega um jafnt vægi atkvæða á milli flokka, en þó ólíklega.
Framsókn græddi þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokks vegna atkvæðamisvægis
Vegna misvægis atkvæða á milli flokka fékk Framsóknarflokkurinn einn auka þingmann á kostnað Sjálfstæðisflokksins, ef horft er til fylgis flokkanna á landsvísu. Þetta er í þriðja sinn frá árinu 2013 sem þessi skekkja kemur Framsókn til góða.
Kjarninn 26. september 2021
Formenn flokka sem náðu manni inn á þing, fyrir utan formann Miðflokksins, ræddust við í Silfrinu í morgun.
Bjarni: Ekki mitt fyrsta útspil að gera kröfu um stól forsætisráðherra
Formenn ríkisstjórnarflokkanna þriggja ætla að ræða saman strax í dag enda eðlilegt að hefja samtalið þar, við fólkið „sem við höfum vaðið skafla með og farið í gegnum ólgusjó,“ líkt og formaður Sjálfstæðisflokksins orðaði það.
Kjarninn 26. september 2021
Lenya Rún Tha Karim, frambjóðandi Pírata, er yngsti þingmaður sögunnar sem nær kjöri. Hún verður 22 ára í desember
26 nýliðar taka sæti á þingi
Um þriðjungur þingmanna sem taka sæti á Alþingi eru nýliðar. Stór hluti þeirra býr hins vegar yfir talsverðri þingreynslu en yngsti þingmaður Íslandssögunnar tekur einnig sæti á þingi.
Kjarninn 26. september 2021
Þær voru víst 30 en ekki 33, konurnar sem náðu kjöri. Píratar missa eina konu, Samfylking eina og Vinstri græn eina.
Konur enn færri en karlar á Alþingi
Í morgun leit út fyrir að Alþingi Íslendinga yrði í fyrsta skipti í sögunni skipað fleiri konum en körlum á því kjörtímabili sem nú fer í hönd. Eftir endurtalningu er staðan allt önnur: 30 konur náðu kjöri en 33 karlar.
Kjarninn 26. september 2021
Kosningum lokið: Sigurður Ingi í lykilstöðu til að mynda ríkisstjórn og á nokkra möguleika
Ríkisstjórnin ríghélt í kosningunum í gær og fjölgaði þingmönnum sínum, þrátt fyrir að samanlagt heildarfylgi hennar hafi ekki vaxið mikið. Framsókn og Flokkur fólksins unnu stórsigra en frjálslynda miðjan beið skipbrot.
Kjarninn 26. september 2021
Friðrik Jónsson
Níu áskoranir á nýju kjörtímabili
Kjarninn 26. september 2021
Meira úr sama flokkiInnlent