Segir stefnu stjórnvalda í heilbrigðismálum vera „harðlínu sósíalisma“

Formaður Miðflokksins kallar forgangsröðun stjórnvalda í heilbrigðismálum sósíalisma og segir að marxísk endurskipulagning eigi sér stað. Þar vísar hann til þess að heilbrigðisráðherra hefur ekki viljað gera samninga við einkarekin heilbrigðisfyrirtæki.

Sigmundur Davíð
Auglýsing

Sig­mundur Davíð Gunn­laugs­son, for­maður Mið­flokks­ins, segir að tekin hafi verið upp stefna í heil­brigð­is­málum hér­lendis sem ekki sé hægt að kalla annað en „harð­línu sós­í­al­isma“. Þar er hann að vísa í trega sitj­andi stjórn­valda við að setja fé í einka­rekna heil­brigð­is­þjón­ustu. Þetta kemur fram í grein sem hann skrifar í Frétta­blaðið í dag.

Í þeirri stefnu fel­st, að mati Sig­mundar Dav­íðs, að teknar hafi verið ákvarð­anir sem séu óskyn­sam­legar og að jafnt og þétt sé horfið frá því sem best hafi reynst á Íslandi og erlend­is. „Á meðan verið er að koma á sós­íal­íska kerf­inu sendir ríkið sjúk­linga í aðgerðir á einka­reknum stofn­unum í Dan­mörku og Sví­þjóð og greiðir fyrir þrefalt það sem myndi kosta að fram­kvæma aðgerð­irnar á Íslandi. Í sumum til­vikum fylgja jafn­vel íslenskir læknar sjúk­ling­unum til útlanda og fram­kvæma aðgerð­ina þar. Við­horf þeirra sem ráða för virð­ist vera að um sé að ræða starf­semi sem telj­ist á ein­hvern hátt óhrein og megi því ekki fara fram innan landamær­anna en hægt sé að líta fram hjá því og borga auka­lega fyrir ef „glæp­ur­inn” er fram­inn utan land­stein­anna.“

Afleið­ingin verði sú að fólk sem þarf á sér­fræði­læknum að halda geti ekki fengið tíma hjá þeim og fyrir vikið þurfi sjúk­lingar annað hvort að þjást á biðlista í ár eða greiða sjálfir fyrir þá þjón­ustu sem þeir þurfi á að halda. „Sós­í­al­ism­inn leiðir oft af sér ójafn­ræð­i,“ segir Sig­mundur Dav­íð.

Auglýsing

Hann telur einnig að góð­gerða­sam­tök sem byggi að miklu leyti á sjálf­boða­vinnu fái einnig að „finna fyrir hinni marxísku end­ur­skipu­lagn­ing­u“. Í því sam­hengi nefnir hann sér­stak­lega SÁÁ, sem býður upp á með­ferð­ar­úr­ræði fyrir fólk með áfeng­is- og vímu­efna­vanda. „SÁÁ eru ekki rík­is­apparat og falla því utan hinnar nýju stefnu. Stefnu sem virð­ist miða að því að íslenska heil­brigð­is­kerfið verði eitt bákn sem starfar á einum stað og sá staður skal vera við Hring­braut í Reykja­vík.“

Svan­dís Svav­ars­dóttir heil­brigð­is­ráð­herra sagði í síð­ustu viku, í sam­tali við Morg­un­blaðið, að ekk­ert fjár­magn væri til staðar til að gera samn­inga um þjón­ustu við Klíník­ina eða önnur einka­rekin heil­brigð­is­fyr­ir­tæki.

Þess í stað seg­ist hún vera að vinna að öfl­ugri for­gangs­röðum ásamt þeim stofn­un­um sem hljóta fjár­­­magn frá heil­brigð­is­ráðu­neyt­inu til þess að hinir verst settu þurfi ekki að leita í dýr­­ari þjón­­ustu með al­­manna­fé vegna óra­langs bið­tíma.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þóra Sveinsdóttir
Eru konur kannski menn?
Kjarninn 22. nóvember 2019
Ilia Shumanov
Hægt að lágmarkað skaðann vegna peningaþvættis með ákveðnum skrefum
Aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International mun á umræðufundi í dag fjalla um hvernig alþjóð­legir hringir séu oft­ast einu skrefi á undan yfir­völdum og hvert hlut­verk milli­liða sé í pen­ingaþvætti.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Risatogarinn Heineste kyrrsettur
Yfirvöld í Namibíu hafa ákveðið að kyrrsetja risatogarann Heineste sem er í eigu félags í Namibíu sem Samherji á hlut í, samkvæmt RÚV.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Miðflokkurinn með 16,8 prósent – Sjálfstæðisflokkur með 18,1 prósent
Sjálfstæðisflokkurinn missir þrjú prósentustig af fylgi milli kannana og hefur aldrei mælst lægra. Miðflokkurinn tekur það fylgistap til sín.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Blása til mótmæla – Vilja að Kristján Þór segi tafarlaust af sér
Boðað er til mótmæla á morgun, laugardag, en helstu kröfur mótmælenda eru að sjávarútvegsráðherra segi af sér embætti, Alþingi lögfesti nýja og endurskoðaða stjórnarskrá og að arður af nýtingu sameiginlegra auðlinda landsmanna renni í sjóði almennings.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Hjálmar Jónsson, formaður BÍ.
Verkfalli blaðamanna aflýst
Tólf tíma verkfalli félaga í Blaðamannafélagi Íslands hefur verið aflýst. Samningur SA verður borinn undir félagsmenn.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Drífa Snædal er forseti ASÍ.
Segir væntanlegt starfsfólk Play „varla að vita kaup og kjör“
Forseti ASÍ hvetur Play til að birta kjarasamninga sem það hefur gert um störf flugliða. Hún segir að undirboð á vinnumarkaði verði ekki liðin. Play telur sig hafa náð allt að 37 prósent kostnaðarlækkun vegna launa.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Milli tveggja heima – Pólskur veruleiki á Íslandi
Miklar breytingar hafa orðið á íslensku samfélagi á síðustu áratugum og er ein breytan þar gífurlegur fjöldi innflytjenda sem hefur ákveðið að taka sitt hafurtask, söðla um og flytjast landa á milli.
Kjarninn 22. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent