„Hægt en örugglega er tvöfalt heilbrigðiskerfi að verða til á Íslandi“

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir stefnu heilbrigðisyfirvalda og segir að hægt en örugglega sé tvöfalt heilbrigðiskerfi að verða til á Íslandi.

Óli Björn Kárason
Óli Björn Kárason
Auglýsing

Óli Björn Kára­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, gagn­rýnir heil­brigð­is­yf­ir­völd í grein sem birt­ist í Morg­un­blað­inu í dag en þar segir hann að ótækt sé að fólk sé látið bíða vikum og mán­uðum saman eftir þjón­ustu og á sama tíma sé grafið undir einka­rekstri. Hann telur að einka­rekstur sé ­mik­il­væg og nauð­syn­leg stoð til að hægt sé að standa við fyr­ir­heit um að allir eigi jafnan og greiðan aðgang að heil­brigð­is­þjón­ustu óháð efna­hag.

Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, furðar sig á skrifum Óla Björns en hann segir á Face­book-­síðu sinni í dag að varað hafi verið við þessu í mörg ár á meðan Sjálf­stæð­is­menn hafi nokkurn veg­inn alltaf verið í stjórn.

Er Óli Björn Kára­son eitt­hvað að grínast? Það er búið að vara við þessu í mörg ár á meðan sjallar hafa nokkurn veg­in...

Posted by Björn Leví Gunn­ars­son on Wed­nes­day, Aug­ust 29, 2018


Auglýsing

Óli Björn segir að Íslend­ingar geti verið hreykin af heil­brigð­is­kerf­inu, sem þrátt fyrir alla sína galla sé meðal þess besta sem þekk­ist í heim­in­um. „Við höfum byggt upp þjón­ustu þar sem reynt er að fremsta megni að tryggja jafnan aðgang lands­manna óháð efna­hag. Tvö­falt heil­brigð­is­kerfi, þar sem hinir efna­meiri geta keypt betri og skjót­ari þjón­ustu hefur verið eitur í beinum okk­ar.“

Hann segir jafn­framt að yfir­gnæf­andi meiri­hluti Íslend­inga líti svo á að í gildi sé sátt­máli – sátt­máli þjóðar sem ekki megi brjóta. Að Íslend­ingar hafi sam­mælst um að fjár­magna sam­eig­in­lega öfl­ugt heil­brigð­is­kerfi þar sem allir geta notið nauð­syn­legrar þjón­ustu og aðstoðar án til­lits til efna­hags eða búsetu. Hann ótt­ast að það sé að molna hratt undan sátt­mál­an­um.

Óli Björn telur enn fremur að þing­menn og ráð­herrar geti ekki virt að vettugi þau varn­að­ar­orð sem ómi. Fjöl­breytt rekstr­ar­form, nýsköpun og nýliðun sé ekki aðeins spurn­ing um jafn­ræði og tryggan aðgang allra að heil­brigð­is­þjón­ustu heldur atvinnu­frelsi heil­brigð­is­starfs­manna og öryggi sjúk­linga.

“Hug­sjónin sem liggur að baki íslenska heil­brigð­is­kerf­inu um aðgengi allra að góðri og nauð­syn­legri þjón­ustu verður merk­ing­ar­laus þegar almenn­ingur situr fastur á biðlistum rík­is­ins og horfir á þá efna­meiri kaupa þjón­ustu einka­að­ila. Óskil­getið afkvæmi rík­i­s­væð­ingar allrar heil­brigð­is­þjón­ustu er tvö­falt kerf­i,“ skrifar hann. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kortið sýnir útbreiðslu hita í hluta Síberíu 20. júní.
Hitamet staðfest á einum kaldasta stað jarðar
Hæsti hiti: 38°C. Lægsti hiti: -67,8°C. Mismunur: 105,8 gráður. Norðurslóðir eru að hlýna þrisvar sinnum hraðar en önnur svæði í heiminum. Hlýnunin er að eiga sér stað mörgum áratugum fyrr en spár gerðu ráð fyrir.
Kjarninn 3. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir er mennta- og menningarmálaráðherra.
Menntamálaráðuneytið synjar Kjarnanum um aðgang að lögfræðiálitunum sem Lilja aflaði
Mennta- og menningarmálaráðuneytið neitar að afhenda Kjarnanum lögfræðiálitin sem Lilja D. Alfreðsdóttir aflaði í aðdraganda þess að hún ákvað að stefna skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu til að fá úrskurði kærunefndar jafnréttismála hnekkt.
Kjarninn 3. júlí 2020
Róbert Marshall, upplýsingafulltrúi ríkisstjórnarinnar.
Marshall-aðstoð ríkisstjórnarinnar orðin ótímabundin
Róbert Marshall hefur verið ráðinn ótímabundið í stöðu upplýsingafulltrúa ríkisstjórnarinnar, en áður hafði hann verið ráðinn tímabundið í stöðuna til þriggja mánaða.
Kjarninn 3. júlí 2020
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir
Skiljum ekkert eftir – Fötin og tískan
Kjarninn 3. júlí 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Staðfest: Íslendingar þurfa í sóttkví við komuna til landsins
Heilbrigðisráðherra hefur fallist á tillögu sóttvarnalæknis um að Íslendingar og aðrir sem búsettir eru hér þurfi að fara aftur í skimun 4-5 dögum eftir komu til landsins og vera í sóttkví þangað til niðurstaða fæst.
Kjarninn 3. júlí 2020
Þörf á öflugra eftirliti af hálfu hins opinbera varðandi málefni erlends vinnuafls
Samkvæmt nýrri skýrslu Rannsóknamiðstöðvar ferðamála um aðstæður erlends starfsfólks í ferðaþjónustu er árangursríkasta leiðin til að stöðva alvarleg brot í geiranum að stoppa upp í göt í lögum og efla eftirlit opinberra stofnana.
Kjarninn 3. júlí 2020
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir tók við sem dómsmálaráðherra í september í fyrra. Líkur eru á að hún muni hafa skipað fjóra nýja dómara við Hæstarétt á fyrsta ári sínu sem ráðherra.
Tveir dómarar við Hæstarétt óska lausnar
Fimm dómarar við Hæstarétt hafa óskað lausnar úr starfi á innan við einu ári. Samsetning réttarins hefur því breyst gríðarlega mikið á skömmum tíma. Af þeim sjö sem munu mynda réttinn í nánustu framtíð munu fjórir hafa verið skipaðir frá því í desember.
Kjarninn 3. júlí 2020
Fyrrum eigendur Mjólku vilja skaðabætur frá Mjólkursamsölunni
Stofnendur og fyrrum eigendur Mjólku fara fram á að MS viðurkenni skaðabótaskyldu vegna samkeppnisbrota sem hafi leitt til þess að Mjólka fór í greiðsluþrot. Brot MS hafa verið staðfest fyrir dómstólum og fyrirtækið greitt sektir vegna þeirra.
Kjarninn 3. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent