„Hægt en örugglega er tvöfalt heilbrigðiskerfi að verða til á Íslandi“

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir stefnu heilbrigðisyfirvalda og segir að hægt en örugglega sé tvöfalt heilbrigðiskerfi að verða til á Íslandi.

Óli Björn Kárason
Óli Björn Kárason
Auglýsing

Óli Björn Kára­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, gagn­rýnir heil­brigð­is­yf­ir­völd í grein sem birt­ist í Morg­un­blað­inu í dag en þar segir hann að ótækt sé að fólk sé látið bíða vikum og mán­uðum saman eftir þjón­ustu og á sama tíma sé grafið undir einka­rekstri. Hann telur að einka­rekstur sé ­mik­il­væg og nauð­syn­leg stoð til að hægt sé að standa við fyr­ir­heit um að allir eigi jafnan og greiðan aðgang að heil­brigð­is­þjón­ustu óháð efna­hag.

Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, furðar sig á skrifum Óla Björns en hann segir á Face­book-­síðu sinni í dag að varað hafi verið við þessu í mörg ár á meðan Sjálf­stæð­is­menn hafi nokkurn veg­inn alltaf verið í stjórn.

Er Óli Björn Kára­son eitt­hvað að grínast? Það er búið að vara við þessu í mörg ár á meðan sjallar hafa nokkurn veg­in...

Posted by Björn Leví Gunn­ars­son on Wed­nes­day, Aug­ust 29, 2018


Auglýsing

Óli Björn segir að Íslend­ingar geti verið hreykin af heil­brigð­is­kerf­inu, sem þrátt fyrir alla sína galla sé meðal þess besta sem þekk­ist í heim­in­um. „Við höfum byggt upp þjón­ustu þar sem reynt er að fremsta megni að tryggja jafnan aðgang lands­manna óháð efna­hag. Tvö­falt heil­brigð­is­kerfi, þar sem hinir efna­meiri geta keypt betri og skjót­ari þjón­ustu hefur verið eitur í beinum okk­ar.“

Hann segir jafn­framt að yfir­gnæf­andi meiri­hluti Íslend­inga líti svo á að í gildi sé sátt­máli – sátt­máli þjóðar sem ekki megi brjóta. Að Íslend­ingar hafi sam­mælst um að fjár­magna sam­eig­in­lega öfl­ugt heil­brigð­is­kerfi þar sem allir geta notið nauð­syn­legrar þjón­ustu og aðstoðar án til­lits til efna­hags eða búsetu. Hann ótt­ast að það sé að molna hratt undan sátt­mál­an­um.

Óli Björn telur enn fremur að þing­menn og ráð­herrar geti ekki virt að vettugi þau varn­að­ar­orð sem ómi. Fjöl­breytt rekstr­ar­form, nýsköpun og nýliðun sé ekki aðeins spurn­ing um jafn­ræði og tryggan aðgang allra að heil­brigð­is­þjón­ustu heldur atvinnu­frelsi heil­brigð­is­starfs­manna og öryggi sjúk­linga.

“Hug­sjónin sem liggur að baki íslenska heil­brigð­is­kerf­inu um aðgengi allra að góðri og nauð­syn­legri þjón­ustu verður merk­ing­ar­laus þegar almenn­ingur situr fastur á biðlistum rík­is­ins og horfir á þá efna­meiri kaupa þjón­ustu einka­að­ila. Óskil­getið afkvæmi rík­i­s­væð­ingar allrar heil­brigð­is­þjón­ustu er tvö­falt kerf­i,“ skrifar hann. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Bankastjórar Arion banka kaupa hlutabréf fyrir 230 milljónir
Benedikt Gíslason bankastjóri og Ásgeir Helgi Reykfjörð aðstoðarbankastjóri keyptu hlutabréf í bankanum í dag.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Þorsteinn Már vonar að tímabundið brotthvarf rói umræðu um Samherja
Þorsteinn Már Baldvinsson segir í viðtali við Vísi að Samherji sé ekki sálarlaust fyrirtæki. Honum blöskrar umræða um fyrirtækið í kjölfar afhjúpandi þáttar Kveiks um starfsemi Samherja í Namibíu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Indriði H. Þorláksson
Samherji í gráum skugga
Kjarninn 14. nóvember 2019
Björgólfur í leyfi frá störfum sem stjórnarformaður Íslandsstofu
Björgólfur Jóhannsson tekur við sem forstjóri Samherja tímabundið.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Leifur Gunnarsson
Takmarkanir á tímum tæknibyltinga – Staða fólks með sykursýki 1 í dag
Kjarninn 14. nóvember 2019
Mosfellsbær heldur áfram að stækka
Íbúum Mosfellsbæjar hefur fjölgað gríðarlega á síðasta áratug sem og nýjum íbúðum. Bæjarstjórn Mosfellsbæjar býst við áframhaldandi fjölgun íbúa á næsta ári.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Haukur Arnþórsson
Hugleiðingar um tengsl stjórnmála og sjávarútvegs
Kjarninn 14. nóvember 2019
Svæðið sem um ræðir
Steypuvinna vegna Landsbankabyggingarinnar – Reikna með að fara 190 ferðir á einum degi
Botnplata nýju Landsbankabyggingarinnar á Austurbakka 2 verður steypt laugardaginn næstkomandi. Meðan unnið er þarf að loka hægri akrein Kalkofnsvegar í átt að Lækjargötu.
Kjarninn 14. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent