„Hægt en örugglega er tvöfalt heilbrigðiskerfi að verða til á Íslandi“

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir stefnu heilbrigðisyfirvalda og segir að hægt en örugglega sé tvöfalt heilbrigðiskerfi að verða til á Íslandi.

Óli Björn Kárason
Óli Björn Kárason
Auglýsing

Óli Björn Kára­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, gagn­rýnir heil­brigð­is­yf­ir­völd í grein sem birt­ist í Morg­un­blað­inu í dag en þar segir hann að ótækt sé að fólk sé látið bíða vikum og mán­uðum saman eftir þjón­ustu og á sama tíma sé grafið undir einka­rekstri. Hann telur að einka­rekstur sé ­mik­il­væg og nauð­syn­leg stoð til að hægt sé að standa við fyr­ir­heit um að allir eigi jafnan og greiðan aðgang að heil­brigð­is­þjón­ustu óháð efna­hag.

Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, furðar sig á skrifum Óla Björns en hann segir á Face­book-­síðu sinni í dag að varað hafi verið við þessu í mörg ár á meðan Sjálf­stæð­is­menn hafi nokkurn veg­inn alltaf verið í stjórn.

Er Óli Björn Kára­son eitt­hvað að grínast? Það er búið að vara við þessu í mörg ár á meðan sjallar hafa nokkurn veg­in...

Posted by Björn Leví Gunn­ars­son on Wed­nes­day, Aug­ust 29, 2018


Auglýsing

Óli Björn segir að Íslend­ingar geti verið hreykin af heil­brigð­is­kerf­inu, sem þrátt fyrir alla sína galla sé meðal þess besta sem þekk­ist í heim­in­um. „Við höfum byggt upp þjón­ustu þar sem reynt er að fremsta megni að tryggja jafnan aðgang lands­manna óháð efna­hag. Tvö­falt heil­brigð­is­kerfi, þar sem hinir efna­meiri geta keypt betri og skjót­ari þjón­ustu hefur verið eitur í beinum okk­ar.“

Hann segir jafn­framt að yfir­gnæf­andi meiri­hluti Íslend­inga líti svo á að í gildi sé sátt­máli – sátt­máli þjóðar sem ekki megi brjóta. Að Íslend­ingar hafi sam­mælst um að fjár­magna sam­eig­in­lega öfl­ugt heil­brigð­is­kerfi þar sem allir geta notið nauð­syn­legrar þjón­ustu og aðstoðar án til­lits til efna­hags eða búsetu. Hann ótt­ast að það sé að molna hratt undan sátt­mál­an­um.

Óli Björn telur enn fremur að þing­menn og ráð­herrar geti ekki virt að vettugi þau varn­að­ar­orð sem ómi. Fjöl­breytt rekstr­ar­form, nýsköpun og nýliðun sé ekki aðeins spurn­ing um jafn­ræði og tryggan aðgang allra að heil­brigð­is­þjón­ustu heldur atvinnu­frelsi heil­brigð­is­starfs­manna og öryggi sjúk­linga.

“Hug­sjónin sem liggur að baki íslenska heil­brigð­is­kerf­inu um aðgengi allra að góðri og nauð­syn­legri þjón­ustu verður merk­ing­ar­laus þegar almenn­ingur situr fastur á biðlistum rík­is­ins og horfir á þá efna­meiri kaupa þjón­ustu einka­að­ila. Óskil­getið afkvæmi rík­i­s­væð­ingar allrar heil­brigð­is­þjón­ustu er tvö­falt kerf­i,“ skrifar hann. 

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Stærstu stjórnarandstöðuflokkarnir þrír mælast með meira fylgi en ríkisstjórnin
Ný könnun sýnir að Samfylking, Píratar og Viðreisn eru með meira sameiginlegt fylgi en Sjálfstæðisflokkur, Vinstri græn og Framsóknarflokkurinn. Ekki yrði hægt að mynda þriggja flokka stjórn án þess að bæði Sjálfstæðisflokkur og Samfylking sætu í henni.
Kjarninn 29. september 2020
Eftir samrunan er búist við að TM verði dótturfélag Kviku.
Samrunaviðræður Kviku og TM hafnar
Stjórnir Kviku banka og TM samþykktu í dag að hefja viðræður um sameiningu félaganna tveggja í dag.
Kjarninn 28. september 2020
Jacinda Ardern, forsætisráðherra Nýja-Sjálands.
Ardern vill fresta lokun álvers Rio Tinto með ríkisstuðningi
Forsætisráðherra Nýja-Sjálands er tilbúin að niðurgreiða rafmagn til Rio Tinto til þess að seinka lokun álvers á þeirra vegum þar í landi, nái hún kjöri í næstu kosningum.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Snædal
Dánaraðstoð eða líknardráp
Kjarninn 28. september 2020
Alma Möller, landlæknir.
Fólk sem fékk COVID hefur fengið lungnabólgu löngu síðar
Dæmi eru um að fólk sem fékk COVID-19 í vetur hafi fengið lungnabólgu mörgum vikum síðar. Það er mat bæði landlæknis og sóttvarnalæknis að þó að ónæmi fyrir kórónuveirunni sé til staðar hjá þessum hópi verði hann að fara varlega.
Kjarninn 28. september 2020
Jón Steindór Valdimarsson
Hálfur björgunarhringur dugar skammt
Kjarninn 28. september 2020
Drífa Snædal
Vitræn umræða um efnahagsmál: Átta atriði sem Samtök atvinnulífsins mættu hafa í huga
Kjarninn 28. september 2020
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
„Þetta er alls ekki búið“
„Við megum ekki slaka á,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Þetta er alls ekki búið.“ Varúðarráðstafanir séu „klárlega“ komnar til að vera í einhverja mánuði í viðbót.
Kjarninn 28. september 2020
Meira úr sama flokkiInnlent