„Hægt en örugglega er tvöfalt heilbrigðiskerfi að verða til á Íslandi“

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir stefnu heilbrigðisyfirvalda og segir að hægt en örugglega sé tvöfalt heilbrigðiskerfi að verða til á Íslandi.

Óli Björn Kárason
Óli Björn Kárason
Auglýsing

Óli Björn Kára­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, gagn­rýnir heil­brigð­is­yf­ir­völd í grein sem birt­ist í Morg­un­blað­inu í dag en þar segir hann að ótækt sé að fólk sé látið bíða vikum og mán­uðum saman eftir þjón­ustu og á sama tíma sé grafið undir einka­rekstri. Hann telur að einka­rekstur sé ­mik­il­væg og nauð­syn­leg stoð til að hægt sé að standa við fyr­ir­heit um að allir eigi jafnan og greiðan aðgang að heil­brigð­is­þjón­ustu óháð efna­hag.

Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, furðar sig á skrifum Óla Björns en hann segir á Face­book-­síðu sinni í dag að varað hafi verið við þessu í mörg ár á meðan Sjálf­stæð­is­menn hafi nokkurn veg­inn alltaf verið í stjórn.

Er Óli Björn Kára­son eitt­hvað að grínast? Það er búið að vara við þessu í mörg ár á meðan sjallar hafa nokkurn veg­in...

Posted by Björn Leví Gunn­ars­son on Wed­nes­day, Aug­ust 29, 2018


Auglýsing

Óli Björn segir að Íslend­ingar geti verið hreykin af heil­brigð­is­kerf­inu, sem þrátt fyrir alla sína galla sé meðal þess besta sem þekk­ist í heim­in­um. „Við höfum byggt upp þjón­ustu þar sem reynt er að fremsta megni að tryggja jafnan aðgang lands­manna óháð efna­hag. Tvö­falt heil­brigð­is­kerfi, þar sem hinir efna­meiri geta keypt betri og skjót­ari þjón­ustu hefur verið eitur í beinum okk­ar.“

Hann segir jafn­framt að yfir­gnæf­andi meiri­hluti Íslend­inga líti svo á að í gildi sé sátt­máli – sátt­máli þjóðar sem ekki megi brjóta. Að Íslend­ingar hafi sam­mælst um að fjár­magna sam­eig­in­lega öfl­ugt heil­brigð­is­kerfi þar sem allir geta notið nauð­syn­legrar þjón­ustu og aðstoðar án til­lits til efna­hags eða búsetu. Hann ótt­ast að það sé að molna hratt undan sátt­mál­an­um.

Óli Björn telur enn fremur að þing­menn og ráð­herrar geti ekki virt að vettugi þau varn­að­ar­orð sem ómi. Fjöl­breytt rekstr­ar­form, nýsköpun og nýliðun sé ekki aðeins spurn­ing um jafn­ræði og tryggan aðgang allra að heil­brigð­is­þjón­ustu heldur atvinnu­frelsi heil­brigð­is­starfs­manna og öryggi sjúk­linga.

“Hug­sjónin sem liggur að baki íslenska heil­brigð­is­kerf­inu um aðgengi allra að góðri og nauð­syn­legri þjón­ustu verður merk­ing­ar­laus þegar almenn­ingur situr fastur á biðlistum rík­is­ins og horfir á þá efna­meiri kaupa þjón­ustu einka­að­ila. Óskil­getið afkvæmi rík­i­s­væð­ingar allrar heil­brigð­is­þjón­ustu er tvö­falt kerf­i,“ skrifar hann. 

Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Tæknivarpið
Tæknivarpið
Tæknivarpið – Íslenskt fyrirtæki á CES og FBI vill bakdyr að iPhone
Kjarninn 22. janúar 2020
Kallað eftir því að ÁTVR aðgreini tekjur af tóbaki og áfengi
Fyrirspurn liggur fyrir á Alþingi þar sem farið er fram á að ÁTVR sundurliði tekjur af tóbaks- og áfengissölu. ÁTVR hefur ekki viljað gera það hingað til. Í ársreikningi má þó sjá að allt bendir til þess að tóbakssala sé að niðurgreiða áfengissölu.
Kjarninn 22. janúar 2020
Mótmæli hælisleitenda þann 13. mars á síðasta ári.
Umsóknir um alþjóðlega vernd hlutfallslega flestar á Íslandi miðað við hin Norðurlöndin
Alls bárust 867 umsóknir um alþjóðlega vernd til Útlendingastofnunar á síðasta ári. Umsækjendur voru af 71 þjóðerni.
Kjarninn 22. janúar 2020
Hremmingarnar halda áfram hjá Boeing
Boeing, stærsta útflutningsfyrirtæki Bandaríkjanna, á í miklum vandræðum þessi misserin, og reynir nú að styrkja fjárhagsstöðu sína með lánum frá bandarískum bönkum og endurskipulagningu í rekstri.
Kjarninn 22. janúar 2020
Komin inn á hættulega braut ef bóndi getur ekki verið landbúnaðarráðherra
Kristján Þór Júlíusson telur sig ekki vanhæfan til að koma að undirbúningi eða framlagningu frumvarpa um makrílkvóta þótt Samherji eigi þar undir mikla fjárhagslega hagsmuni. Sama gildi um kvótaþak. Það sé alltaf Alþingi sem á endanum setji lög.
Kjarninn 22. janúar 2020
Kristján Þór segist engra hagsmuna hafa að gæta gagnvart Samherja
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra segir að einu tengsl sín við Samherja í dag sé vinátta hans við Þorstein Má Baldvinsson, sem steig tímabundið úr stóli forstjóra Samherja í síðasta mánuði.
Kjarninn 22. janúar 2020
Ketill Sigurjónsson
Er íslenskt raforkuverð hátt eða lágt?
Kjarninn 22. janúar 2020
Bogi Níls Bogason er forstjóri Icelandair.
Icelandair mun ekki geta notað Max-vélarnar í sumar
737 Max-vélar Boeing fara ekki í loftið í sumar. Icelandair reiknar því ekki lengur með þeim í flug félagsins á háannatíma. Félagið býst samt sem áður við því að flytja að minnsta kosti jafn marga farþega og í fyrra til landsins.
Kjarninn 22. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent