„Hægt en örugglega er tvöfalt heilbrigðiskerfi að verða til á Íslandi“

Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir stefnu heilbrigðisyfirvalda og segir að hægt en örugglega sé tvöfalt heilbrigðiskerfi að verða til á Íslandi.

Óli Björn Kárason
Óli Björn Kárason
Auglýsing

Óli Björn Kára­son, þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins, gagn­rýnir heil­brigð­is­yf­ir­völd í grein sem birt­ist í Morg­un­blað­inu í dag en þar segir hann að ótækt sé að fólk sé látið bíða vikum og mán­uðum saman eftir þjón­ustu og á sama tíma sé grafið undir einka­rekstri. Hann telur að einka­rekstur sé ­mik­il­væg og nauð­syn­leg stoð til að hægt sé að standa við fyr­ir­heit um að allir eigi jafnan og greiðan aðgang að heil­brigð­is­þjón­ustu óháð efna­hag.

Björn Leví Gunn­ars­son, þing­maður Pírata, furðar sig á skrifum Óla Björns en hann segir á Face­book-­síðu sinni í dag að varað hafi verið við þessu í mörg ár á meðan Sjálf­stæð­is­menn hafi nokkurn veg­inn alltaf verið í stjórn.

Er Óli Björn Kára­son eitt­hvað að grínast? Það er búið að vara við þessu í mörg ár á meðan sjallar hafa nokkurn veg­in...

Posted by Björn Leví Gunn­ars­son on Wed­nes­day, Aug­ust 29, 2018


Auglýsing

Óli Björn segir að Íslend­ingar geti verið hreykin af heil­brigð­is­kerf­inu, sem þrátt fyrir alla sína galla sé meðal þess besta sem þekk­ist í heim­in­um. „Við höfum byggt upp þjón­ustu þar sem reynt er að fremsta megni að tryggja jafnan aðgang lands­manna óháð efna­hag. Tvö­falt heil­brigð­is­kerfi, þar sem hinir efna­meiri geta keypt betri og skjót­ari þjón­ustu hefur verið eitur í beinum okk­ar.“

Hann segir jafn­framt að yfir­gnæf­andi meiri­hluti Íslend­inga líti svo á að í gildi sé sátt­máli – sátt­máli þjóðar sem ekki megi brjóta. Að Íslend­ingar hafi sam­mælst um að fjár­magna sam­eig­in­lega öfl­ugt heil­brigð­is­kerfi þar sem allir geta notið nauð­syn­legrar þjón­ustu og aðstoðar án til­lits til efna­hags eða búsetu. Hann ótt­ast að það sé að molna hratt undan sátt­mál­an­um.

Óli Björn telur enn fremur að þing­menn og ráð­herrar geti ekki virt að vettugi þau varn­að­ar­orð sem ómi. Fjöl­breytt rekstr­ar­form, nýsköpun og nýliðun sé ekki aðeins spurn­ing um jafn­ræði og tryggan aðgang allra að heil­brigð­is­þjón­ustu heldur atvinnu­frelsi heil­brigð­is­starfs­manna og öryggi sjúk­linga.

“Hug­sjónin sem liggur að baki íslenska heil­brigð­is­kerf­inu um aðgengi allra að góðri og nauð­syn­legri þjón­ustu verður merk­ing­ar­laus þegar almenn­ingur situr fastur á biðlistum rík­is­ins og horfir á þá efna­meiri kaupa þjón­ustu einka­að­ila. Óskil­getið afkvæmi rík­i­s­væð­ingar allrar heil­brigð­is­þjón­ustu er tvö­falt kerf­i,“ skrifar hann. 

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Scott Morrison, forsætisráðherra Ástralíu, á blaðamannafundi eftir að ákvörðun Ítalíu lá fyrir.
Ítalir hnykla vöðvana og ESB kinkar kolli
Sú ákvörðun ítalskra stjórnvalda að hindra sendingu 250 þúsund skammta af bóluefni AstraZeneca til Ástralíu er slagur sem afhjúpar það ljóta stríð sem gæti verið í uppsiglingu um dropana dýrmætu.
Kjarninn 5. mars 2021
Gunnar Tryggvi Halldórsson
Bændur og afurðastöðvar
Kjarninn 5. mars 2021
Jón Þór Ólafsson þingmaður og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis.
Jón Þór vill að skrifstofa Alþingis kanni hvenær trúnaður geti talist brotinn
Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar telur sig ekki hafa brotið trúnað með ummælum um það sem fram fór á fundi nefndarinnar með lögreglustjóra í vikunni. Hann vill fá skrifstofu Alþingis til að kanna hvar formleg mörk um trúnaðarrof liggi.
Kjarninn 5. mars 2021
Íslandspóstur hagnast um 104 milljónir
Viðsnúningur var í rekstri Íslandspósts á síðasta ári, sem skilaði hagnaði í fyrsta skiptið í þrjú ár. Samkvæmt forstjóra fyrirtækisins létti endurskipulagning og niðurgreiðsla langtímalána umtalsvert á félaginu.
Kjarninn 5. mars 2021
Í þingsályktunartillögu um rafræna birtingu álagningar- og skattskrár er lagt til að hætt verði að birta þessar upplýsingar á pappír.
Telja rafræna birtingu skattskrár auka launajafnrétti
ASÍ hvetur til þess að þingsályktunartillaga um rafræna birtingu álagningarskrár nái fram að ganga. Í umsögn Persónuverndar segir að mikilvægt sé að huga að rétti einstaklinga til persónuverndar. Slík tillaga nú lögð fram í fimmta sinn.
Kjarninn 5. mars 2021
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir
Þögla stjórnarskráin
Kjarninn 5. mars 2021
Lilja Dögg Alfreðsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra laut í lægra haldi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag.
Menntamálaráðherra tapaði í Héraðsdómi Reykjavíkur
Héraðsdómur Reykjavíkur féllst ekki á kröfu Lilju Alfreðsdóttur mennta- og menningarmálaráðherra um að úrskurði kærunefndar jafnréttismála yrði hnekkt. Úrskurðurinn í kærumáli Hafdísar Helgu Ólafsdóttur, skrifstofustjóra í forsætisráðuneytinu, stendur.
Kjarninn 5. mars 2021
Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.
Íbúar í gömlu hverfunum í Reykjavík ánægðir með Dag sem borgarstjóra en efri byggðir ekki
Fleiri Reykvíkingar eru ánægðir með störf Dags B. Eggertssonar borgarstjóra en óánægðir. Mikill munur er á afstöðu eftir hverfum og menntun. Borgarstjórinn er sérstaklega óvinsæll hjá fólki á sextugsaldri.
Kjarninn 5. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent