Ljósmæðrafélag Íslands: Úrskurður gerðardóms mikil vonbrigði

Ljósmæður segja úrskurð gerðardóms ekki fela í sér nýtt mat á verðmæti starfs ljósmæðra, eins og væntingar hafi verið um.

Mótmæli - Samstöðufundur með ljósmæðrum júlí 2018
Auglýsing

Ljós­mæðra­fé­lag Íslands segir úrskurð gerð­ar­dóms mikil von­brigði í yfir­lýs­ingu sem félagið sendi frá sér í dag. Félagið fagnar því að gerð­ar­dóm­ur, sem skip­aður var af rík­is­sátta­semj­ara til þess að fjalla um launa­setn­ingu ljós­mæðra, hafi skilað nið­ur­stöðu en telur aftur á móti að úrskurður gerð­ar­dóms feli ekki í sér nýtt mat á verð­mæti starfs ljós­mæðra, eins og vænt­ingar hafi verið um. 

Sam­kvæmt nið­ur­stöðu gerð­ar­dóms skal kandídats­gráða ljós­mæðra metin með sama hætti og hjá hjúkr­un­ar­fræð­ingi með sér­nám. Þá skulu nemar fá laun. Í nið­ur­stöð­unni segir jafn­framt að ljós­mæður í svo­nefndu klínísku starfi eigi að vera tveimur launa­flokkum ofar en hjúkr­un­ar­fræð­ingar sem ekki hafa sér­menntun í starf­i. 

Nefnt er sér­sta­lega að laun skuli fara til nema í fag­inu frá og með 1. sept­em­ber, en laun til nema á síð­asta starfs­ári skulu miðað við 25 vikna starf.

Auglýsing

„Gerð­ar­dómi var ætlað að meta og verð­leggja störf ljós­mæðra með til­liti til mennt­un­ar, ábyrgð­ar, álags og inn­taks starfs. Líkt og tekið er fram í grein­ar­gerð með úrskurð­inum eru tíma­lengd náms ljós­mæðra sam­bæri­legt við nám lækna og tann­lækna. Hér er um að ræða fag­fólk sem á það sam­eig­in­legt að sinna sjálf­stæðri grein­ingu og með­ferð og bera mikla fag­lega ábyrgð,“ segir í yfir­lýs­ingu ljós­mæðra. 

Ljós­mæðra­fé­lagið átti von á afdrátt­ar­lausri nið­ur­stöðu sem væri til þess fallin að skera úr um ágrein­ing milli ljós­mæðra og rík­is­ins hvað varðar verð­mæti starfs­ins og kjara­mál stétt­ar­inn­ar. „Í stað þess felur sam­an­tekt gerð­ar­dóms í sér ýmsar til­lögur og ábend­ingar um atriði eins og vinnu­tíma, starfs­þróun og þátt­töku í til­rauna­verk­efn­um. LMFÍ bendir á að þessi atriði hafa verið til umræðu á samn­ings­tím­anum án árang­urs. Þá telur LMFÍ að gerð­ar­dómur sé að varpa ábyrgð sinni yfir á aðra þegar hann bendir á að lík­legt sé að jafn­launa­vottun og starfs­mat komi til með að form­festa kröfur sem gerðar eru til ljós­mæðra.“

Félagið fagnar því að ljós­mæðra­nemar fái nú greitt fyrir starfs­nám sitt en telur það þó ekki kjara­bót fyrir starf­andi ljós­mæður og bendir á að ljós­mæðra­nemar eru ekki félags­menn í LMFÍ. Það veki því nokkra furðu að gerð­ar­dómur hafi tekið afstöðu til þess nú.

Yfirlýsing frá Ljósmæðrafélagi Íslands

Úrskurður gerð­ar­dóms mikil von­brigði

LMFÍ fagnar því að gerð­ar­dóm­ur, sem skip­aður var af rík­is­sátta­semj­ara til þess að fjalla um launa­setn­ingu ljós­mæðra, hafi skilað nið­ur­stöðu. Hins vegar veldur nið­ur­staðan félag­inu miklum von­brigð­um. Úrskurður gerð­ar­dóms felur ekki í sér nýtt mat á verð­mæti starfs ljós­mæðra, eins og vænt­ingar voru um.

Gerð­ar­dómi var ætlað að meta og verð­leggja störf ljós­mæðra með til­liti til mennt­un­ar, ábyrgð­ar, álags og inn­taks starfs. Líkt og tekið er fram í grein­ar­gerð með úrskurð­inum eru tíma­lengd náms ljós­mæðra sam­bæri­legt við nám lækna og tann­lækna. Hér er um að ræða fag­fólk sem á það sam­eig­in­legt að sinna sjálf­stæðri grein­ingu og með­ferð og bera mikla fag­lega ábyrgð.

Í grein­ar­gerð­inni kemur vel fram hve laun ljós­mæðra hafa dreg­ist mikið aftur úr miðað við laun ann­arra hópa und­an­far­inn ára­tug. Óhætt er að full­yrða að launa­leið­rétt­ing sem ljós­mæður fengu árið 2008 er nán­ast að engu orðin nú tíu árum síð­ar. Í kjara­samn­ingi LMFÍ og rík­is­ins, sem und­ir­rit­aður var í júlí sl., er ljós­mæðrum tryggð ákveðin hækkun grunn­launa en engu að síður vantar tölu­vert upp á að launa­leið­rétt­ing nú geri ljós­mæður jafn­settar launa­lega og þær voru 2008. LMFÍ harmar að gerð­ar­dómur skuli ekki hafa lagt sitt af mörkum til að leið­rétta þessa stöðu.

LMFÍ átti von á afdrátt­ar­lausri nið­ur­stöðu sem væri til þess fallin að skera úr um ágrein­ing milli ljós­mæðra og rík­is­ins hvað varðar verð­mæti starfs­ins og kjara­mál stétt­ar­inn­ar. Í stað þess felur sam­an­tekt gerð­ar­dóms í sér ýmsar til­lögur og ábend­ingar um atriði eins og vinnu­tíma, starfs­þróun og þátt­töku í til­rauna­verk­efn­um. LMFÍ bendir á að þessi atriði hafa verið til umræðu á samn­ings­tím­anum án árang­urs. Þá telur LMFÍ að gerð­ar­dómur sé að varpa ábyrgð sinni yfir á aðra þegar hann bendir á að lík­legt sé að jafn­launa­vottun og starfs­mat komi til með að form­festa kröfur sem gerðar eru til ljós­mæðra.

Félagið fagnar því að ljós­mæðra­nemar fái nú greitt fyrir starfs­nám sitt en það telst þó ekki kjara­bót fyrir starf­andi ljós­mæður þar sem ljós­mæðra­nemar eru ekki félags­menn í LMFÍ og vekur því nokkra furðu að gerð­ar­dómur hafi tekið afstöðu til þess nú.

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Margar konur af erlendum uppruna vissi ekki af kvennafrídeginum 2018 og unnu á meðan íslenskar konur tóku þátt.
Konur af erlendum uppruna vinna meira, eru í einhæfari störfum og á lægri launum
Ný skýrsla unnin fyrir félagsmálaráðuneytið sýnir að líta þurfi til margra þátta þegar hugað er að því hvar kreppir að varðandi stöðu kvenna af erlendum uppruna á Íslandi.
Kjarninn 25. febrúar 2020
Veiran skekur markaði
Ótti við að kórónaveiran muni valda miklum efnahagslegum vandamálum, eins og hún hefur nú þegar gert í Kína, virðist hræða markaði um allan heim. Þeir einkenndust af röðum tölum lækkunar í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Harvey Weinstein
Harvey Weinstein fundinn sekur
Kviðdómur í New York hefur sakfellt Harvey Weinstein fyrir kynferðisbrot.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Rauður dagur í kauphöllinni – Icelandair féll um tæp níu prósent
Heildarvirði félaga sem skráð eru á íslenskan hlutabréfamarkað dróst saman um tugi milljarða í dag.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Guðmundur Guðmundsson
Ef ekki núna, hvenær þá?
Kjarninn 24. febrúar 2020
Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn samþykkja verkfall
Meirihluti félagsmanna í Landssambandi slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna hefur samþykkt boðun verkfallsaðgerða.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Ísland áfram á gráa listanum eftir febrúarfund FATF – Getum næst losnað í júní
Ísland losnaði ekki af gráum lista samtakanna FATF um þau ríki sem eru með ónógar varnir gegn peningaþvætti, þegar aðildarríki þeirra funduðu í lok síðustu viku. Næsta tækifæri til að losna af listanum er í júní.
Kjarninn 24. febrúar 2020
Samninganefnd Eflingar
Samninganefnd Eflingar segist reiðubúin að ganga nú þegar til viðræðna
Samninganefnd Eflingar lýsir sig reiðubúna til að ganga nú þegar til viðræðna við samninganefnd Reykjavíkurborgar á „þeim breyttu forsendum sem Efling telur að opinberar yfirlýsingar borgarinnar fyrir helgi hafi skapað.“
Kjarninn 24. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent