Ljósmæðrafélag Íslands: Úrskurður gerðardóms mikil vonbrigði

Ljósmæður segja úrskurð gerðardóms ekki fela í sér nýtt mat á verðmæti starfs ljósmæðra, eins og væntingar hafi verið um.

Mótmæli - Samstöðufundur með ljósmæðrum júlí 2018
Auglýsing

Ljósmæðrafélag Íslands segir úrskurð gerðardóms mikil vonbrigði í yfirlýsingu sem félagið sendi frá sér í dag. Félagið fagnar því að gerðardómur, sem skipaður var af ríkissáttasemjara til þess að fjalla um launasetningu ljósmæðra, hafi skilað niðurstöðu en telur aftur á móti að úrskurður gerðardóms feli ekki í sér nýtt mat á verðmæti starfs ljósmæðra, eins og væntingar hafi verið um. 

Samkvæmt niðurstöðu gerðardóms skal kandídatsgráða ljósmæðra metin með sama hætti og hjá hjúkrunarfræðingi með sérnám. Þá skulu nemar fá laun. Í niðurstöðunni segir jafnframt að ljósmæður í svonefndu klínísku starfi eigi að vera tveimur launaflokkum ofar en hjúkrunarfræðingar sem ekki hafa sérmenntun í starfi. 

Nefnt er sérstalega að laun skuli fara til nema í faginu frá og með 1. september, en laun til nema á síðasta starfsári skulu miðað við 25 vikna starf.

Auglýsing

„Gerðardómi var ætlað að meta og verðleggja störf ljósmæðra með tilliti til menntunar, ábyrgðar, álags og inntaks starfs. Líkt og tekið er fram í greinargerð með úrskurðinum eru tímalengd náms ljósmæðra sambærilegt við nám lækna og tannlækna. Hér er um að ræða fagfólk sem á það sameiginlegt að sinna sjálfstæðri greiningu og meðferð og bera mikla faglega ábyrgð,“ segir í yfirlýsingu ljósmæðra. 

Ljósmæðrafélagið átti von á afdráttarlausri niðurstöðu sem væri til þess fallin að skera úr um ágreining milli ljósmæðra og ríkisins hvað varðar verðmæti starfsins og kjaramál stéttarinnar. „Í stað þess felur samantekt gerðardóms í sér ýmsar tillögur og ábendingar um atriði eins og vinnutíma, starfsþróun og þátttöku í tilraunaverkefnum. LMFÍ bendir á að þessi atriði hafa verið til umræðu á samningstímanum án árangurs. Þá telur LMFÍ að gerðardómur sé að varpa ábyrgð sinni yfir á aðra þegar hann bendir á að líklegt sé að jafnlaunavottun og starfsmat komi til með að formfesta kröfur sem gerðar eru til ljósmæðra.“

Félagið fagnar því að ljósmæðranemar fái nú greitt fyrir starfsnám sitt en telur það þó ekki kjarabót fyrir starfandi ljósmæður og bendir á að ljósmæðranemar eru ekki félagsmenn í LMFÍ. Það veki því nokkra furðu að gerðardómur hafi tekið afstöðu til þess nú.

Yfirlýsing frá Ljósmæðrafélagi Íslands

Úrskurður gerð­ar­dóms mikil von­brigði

LMFÍ fagnar því að gerð­ar­dóm­ur, sem skip­aður var af rík­is­sátta­semj­ara til þess að fjalla um launa­setn­ingu ljós­mæðra, hafi skilað nið­ur­stöðu. Hins vegar veldur nið­ur­staðan félag­inu miklum von­brigð­um. Úrskurður gerð­ar­dóms felur ekki í sér nýtt mat á verð­mæti starfs ljós­mæðra, eins og vænt­ingar voru um.

Gerð­ar­dómi var ætlað að meta og verð­leggja störf ljós­mæðra með til­liti til mennt­un­ar, ábyrgð­ar, álags og inn­taks starfs. Líkt og tekið er fram í grein­ar­gerð með úrskurð­inum eru tíma­lengd náms ljós­mæðra sam­bæri­legt við nám lækna og tann­lækna. Hér er um að ræða fag­fólk sem á það sam­eig­in­legt að sinna sjálf­stæðri grein­ingu og með­ferð og bera mikla fag­lega ábyrgð.

Í grein­ar­gerð­inni kemur vel fram hve laun ljós­mæðra hafa dreg­ist mikið aftur úr miðað við laun ann­arra hópa und­an­far­inn ára­tug. Óhætt er að full­yrða að launa­leið­rétt­ing sem ljós­mæður fengu árið 2008 er nán­ast að engu orðin nú tíu árum síð­ar. Í kjara­samn­ingi LMFÍ og rík­is­ins, sem und­ir­rit­aður var í júlí sl., er ljós­mæðrum tryggð ákveðin hækkun grunn­launa en engu að síður vantar tölu­vert upp á að launa­leið­rétt­ing nú geri ljós­mæður jafn­settar launa­lega og þær voru 2008. LMFÍ harmar að gerð­ar­dómur skuli ekki hafa lagt sitt af mörkum til að leið­rétta þessa stöðu.

LMFÍ átti von á afdrátt­ar­lausri nið­ur­stöðu sem væri til þess fallin að skera úr um ágrein­ing milli ljós­mæðra og rík­is­ins hvað varðar verð­mæti starfs­ins og kjara­mál stétt­ar­inn­ar. Í stað þess felur sam­an­tekt gerð­ar­dóms í sér ýmsar til­lögur og ábend­ingar um atriði eins og vinnu­tíma, starfs­þróun og þátt­töku í til­rauna­verk­efn­um. LMFÍ bendir á að þessi atriði hafa verið til umræðu á samn­ings­tím­anum án árang­urs. Þá telur LMFÍ að gerð­ar­dómur sé að varpa ábyrgð sinni yfir á aðra þegar hann bendir á að lík­legt sé að jafn­launa­vottun og starfs­mat komi til með að form­festa kröfur sem gerðar eru til ljós­mæðra.

Félagið fagnar því að ljós­mæðra­nemar fái nú greitt fyrir starfs­nám sitt en það telst þó ekki kjara­bót fyrir starf­andi ljós­mæður þar sem ljós­mæðra­nemar eru ekki félags­menn í LMFÍ og vekur því nokkra furðu að gerð­ar­dómur hafi tekið afstöðu til þess nú.

Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
N1 er vinsælasti viðkomustaður þeirra sem hafa notað nýju ferðagjöf stjórnvalda.
Bensínstöðvar, baðlón og skyndibitastaðir vinsælust hjá notendum nýrrar ferðagjafar
Yfir 10 þúsund manns hafa nýtt nýja ferðagjöf stjórnvalda og um 50 milljónir króna verið greiddar út. Kunnugleg nöfn raða sér í efstu sæti þeirra fyrirtækja sem tekið hafa við mestu en baðlónið Sky Lagoon kemur nýtt inn á lista og tyllir sér í annað sæti.
Kjarninn 17. júní 2021
Guðjón Sigurðsson
Alþjóðlegur MND dagur 20. júní 2021
Kjarninn 17. júní 2021
Már Guðmundsson, fyrrverandi seðlabankastjóri.
Fyrrverandi seðlabankastjóri fékk fálkaorðuna
Forseti Íslands sæmdi fjórtán manns fálkaorðunni á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2021
Gunnar Smári Egilsson, formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins.
Vilja endurvekja sjálfstæðisbaráttuna
„Eins og fyrri kynslóðum tókst að umbreyta íslensku samfélagi með sjálfstæðisbaráttu almennings þá mun okkur takast það einnig. Þeim tókst það og okkur mun líka takast það.“ Sósíalistaflokkurinn sendi frá sér tilkynningu í tilefni af 17. júní.
Kjarninn 17. júní 2021
Ólafur Ólafsson
Mannréttindadómstóll Evrópu vísar kæru Ólafs Ólafssonar frá
MDE hafnaði í morgun með afgerandi hætti að Rannsóknarnefnd Alþingis hefði brotið gegn rétti Ólafs Ólafssonar til réttlátar málsmeðferðar.
Kjarninn 17. júní 2021
Dánartíðni var hærri í öllum öðrum EES-löndum, ef miðað er við sögulegt meðaltal.
Umframdánartíðnin minnst á Íslandi
Minnsti munur var á mánaðarlegri dánartíðni og sögulegu meðaltali hennar hér á landi af löndum EES.
Kjarninn 17. júní 2021
Sjúkratryggingar Íslands greiða stærstan hluta af þjónustu sem veitt er á Heilsustofnuninni í Hveragerði.
Lítið gerst í úttekt á Heilsustofnun í Hveragerði og óvíst hvort henni verði haldið áfram
Fyrir rúmum tveimur árum var gerður nýr þjónustusamningur við Heilsustofnunina í Hveragerði. Skömmu síðar var upplýst um rekstrarkostnað sem vakti upp spurningar. Ráðist var í úttekt á starfseminni í kjölfarið. Hún hefur engu skilað.
Kjarninn 17. júní 2021
Eimskip viðurkennir brot sín og greiðir einn og hálfan milljarð í sekt.
Eimskip viðurkennir alvarleg samkeppnislagabrot og fær 1,5 milljarða sekt
Eimskip hefur viðurkennt að hafa viðhaft ólögmætt samráð við Samskip árum saman og greiðir 1,5 milljarð króna í sekt vegna máls sem hefur verið til rannsóknar frá 2013. Samskip eru enn til rannsóknar hjá Samkeppniseftirlitinu.
Kjarninn 16. júní 2021
Meira úr sama flokkiInnlent