Ljósmæðrafélag Íslands: Úrskurður gerðardóms mikil vonbrigði

Ljósmæður segja úrskurð gerðardóms ekki fela í sér nýtt mat á verðmæti starfs ljósmæðra, eins og væntingar hafi verið um.

Mótmæli - Samstöðufundur með ljósmæðrum júlí 2018
Auglýsing

Ljós­mæðra­fé­lag Íslands segir úrskurð gerð­ar­dóms mikil von­brigði í yfir­lýs­ingu sem félagið sendi frá sér í dag. Félagið fagnar því að gerð­ar­dóm­ur, sem skip­aður var af rík­is­sátta­semj­ara til þess að fjalla um launa­setn­ingu ljós­mæðra, hafi skilað nið­ur­stöðu en telur aftur á móti að úrskurður gerð­ar­dóms feli ekki í sér nýtt mat á verð­mæti starfs ljós­mæðra, eins og vænt­ingar hafi verið um. 

Sam­kvæmt nið­ur­stöðu gerð­ar­dóms skal kandídats­gráða ljós­mæðra metin með sama hætti og hjá hjúkr­un­ar­fræð­ingi með sér­nám. Þá skulu nemar fá laun. Í nið­ur­stöð­unni segir jafn­framt að ljós­mæður í svo­nefndu klínísku starfi eigi að vera tveimur launa­flokkum ofar en hjúkr­un­ar­fræð­ingar sem ekki hafa sér­menntun í starf­i. 

Nefnt er sér­sta­lega að laun skuli fara til nema í fag­inu frá og með 1. sept­em­ber, en laun til nema á síð­asta starfs­ári skulu miðað við 25 vikna starf.

Auglýsing

„Gerð­ar­dómi var ætlað að meta og verð­leggja störf ljós­mæðra með til­liti til mennt­un­ar, ábyrgð­ar, álags og inn­taks starfs. Líkt og tekið er fram í grein­ar­gerð með úrskurð­inum eru tíma­lengd náms ljós­mæðra sam­bæri­legt við nám lækna og tann­lækna. Hér er um að ræða fag­fólk sem á það sam­eig­in­legt að sinna sjálf­stæðri grein­ingu og með­ferð og bera mikla fag­lega ábyrgð,“ segir í yfir­lýs­ingu ljós­mæðra. 

Ljós­mæðra­fé­lagið átti von á afdrátt­ar­lausri nið­ur­stöðu sem væri til þess fallin að skera úr um ágrein­ing milli ljós­mæðra og rík­is­ins hvað varðar verð­mæti starfs­ins og kjara­mál stétt­ar­inn­ar. „Í stað þess felur sam­an­tekt gerð­ar­dóms í sér ýmsar til­lögur og ábend­ingar um atriði eins og vinnu­tíma, starfs­þróun og þátt­töku í til­rauna­verk­efn­um. LMFÍ bendir á að þessi atriði hafa verið til umræðu á samn­ings­tím­anum án árang­urs. Þá telur LMFÍ að gerð­ar­dómur sé að varpa ábyrgð sinni yfir á aðra þegar hann bendir á að lík­legt sé að jafn­launa­vottun og starfs­mat komi til með að form­festa kröfur sem gerðar eru til ljós­mæðra.“

Félagið fagnar því að ljós­mæðra­nemar fái nú greitt fyrir starfs­nám sitt en telur það þó ekki kjara­bót fyrir starf­andi ljós­mæður og bendir á að ljós­mæðra­nemar eru ekki félags­menn í LMFÍ. Það veki því nokkra furðu að gerð­ar­dómur hafi tekið afstöðu til þess nú.

Yfirlýsing frá Ljósmæðrafélagi Íslands

Úrskurður gerð­ar­dóms mikil von­brigði

LMFÍ fagnar því að gerð­ar­dóm­ur, sem skip­aður var af rík­is­sátta­semj­ara til þess að fjalla um launa­setn­ingu ljós­mæðra, hafi skilað nið­ur­stöðu. Hins vegar veldur nið­ur­staðan félag­inu miklum von­brigð­um. Úrskurður gerð­ar­dóms felur ekki í sér nýtt mat á verð­mæti starfs ljós­mæðra, eins og vænt­ingar voru um.

Gerð­ar­dómi var ætlað að meta og verð­leggja störf ljós­mæðra með til­liti til mennt­un­ar, ábyrgð­ar, álags og inn­taks starfs. Líkt og tekið er fram í grein­ar­gerð með úrskurð­inum eru tíma­lengd náms ljós­mæðra sam­bæri­legt við nám lækna og tann­lækna. Hér er um að ræða fag­fólk sem á það sam­eig­in­legt að sinna sjálf­stæðri grein­ingu og með­ferð og bera mikla fag­lega ábyrgð.

Í grein­ar­gerð­inni kemur vel fram hve laun ljós­mæðra hafa dreg­ist mikið aftur úr miðað við laun ann­arra hópa und­an­far­inn ára­tug. Óhætt er að full­yrða að launa­leið­rétt­ing sem ljós­mæður fengu árið 2008 er nán­ast að engu orðin nú tíu árum síð­ar. Í kjara­samn­ingi LMFÍ og rík­is­ins, sem und­ir­rit­aður var í júlí sl., er ljós­mæðrum tryggð ákveðin hækkun grunn­launa en engu að síður vantar tölu­vert upp á að launa­leið­rétt­ing nú geri ljós­mæður jafn­settar launa­lega og þær voru 2008. LMFÍ harmar að gerð­ar­dómur skuli ekki hafa lagt sitt af mörkum til að leið­rétta þessa stöðu.

LMFÍ átti von á afdrátt­ar­lausri nið­ur­stöðu sem væri til þess fallin að skera úr um ágrein­ing milli ljós­mæðra og rík­is­ins hvað varðar verð­mæti starfs­ins og kjara­mál stétt­ar­inn­ar. Í stað þess felur sam­an­tekt gerð­ar­dóms í sér ýmsar til­lögur og ábend­ingar um atriði eins og vinnu­tíma, starfs­þróun og þátt­töku í til­rauna­verk­efn­um. LMFÍ bendir á að þessi atriði hafa verið til umræðu á samn­ings­tím­anum án árang­urs. Þá telur LMFÍ að gerð­ar­dómur sé að varpa ábyrgð sinni yfir á aðra þegar hann bendir á að lík­legt sé að jafn­launa­vottun og starfs­mat komi til með að form­festa kröfur sem gerðar eru til ljós­mæðra.

Félagið fagnar því að ljós­mæðra­nemar fái nú greitt fyrir starfs­nám sitt en það telst þó ekki kjara­bót fyrir starf­andi ljós­mæður þar sem ljós­mæðra­nemar eru ekki félags­menn í LMFÍ og vekur því nokkra furðu að gerð­ar­dómur hafi tekið afstöðu til þess nú.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lóa Margrét Hauksdóttir
Börnin í heiminum eiga öll að hafa það gott!
Kjarninn 20. nóvember 2019
Fasteignamarkaðurinn að taka aftur við sér
Fasteignaverð tók kipp í októbermánuði og hækkaði vísitala markaðarins um 0,5 prósent frá því mánuðinn á undan.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent