Línur skýrast hjá WOW Air í vikunni

Flugfélag Skúla Mogensen leitar fjármagns með liðsinni norska verðbréfafyrirtækisins Pareto Securities.

Skúli Mogensen
Auglýsing

Flug­fé­lagið WOW Air reiknar með að ljúka skulda­bréfa­út­gáfu upp á 6 til 12 millj­arða íslenskra króna í þess­ari viku, sam­kvæmt heim­ildum Kjarn­ans. 

Reiknað er með að loka­nið­ur­staða í útboð­inu, sem form­lega hófst í lok síð­ustu viku, liggi þá fyr­ir, en mark­miðið er að fjár­magna félagið til næstu 18 til 24 mán­aða fyrir skrán­ingu þess á mark­að, fjár­magna starf­sem­ina á nýjan leik og halda áfram vexti félags­ins, sem hefur verið ævin­týri lík­astur á und­an­förnum árum. 

Stjórn­völd hafa fylgst náið með gangi mála, eins og greint hefur verið frá í frétta­skýr­ingum Kjarn­ans, enda er litið svo að rekstur flug­fé­lag­anna beggja, WOW Air og Icelanda­ir, hafi kerf­is­lægt mik­il­vægi fyrir hag­kerfið og að fall félag­anna eða miklir erf­ið­leik­ar, geti haft keðju­verk­andi nei­kvæð áhrif fyrir ferða­þjón­ust­una.

Auglýsing

Í fjár­festa­kynn­ingu WOW Air kemur fram að hlut­deild félags­ins á Kefla­vík­ur­flug­velli hafi verið 37 pró­sent í fyrra, en heild­ar­fjöldi erlendra ferða­manna hér á landi á síð­asta ári var um 2,7 millj­ónir manna. 

Skil­málar í skulda­bréfa­út­gáfu WOW Air hafa breyst nokkuð frá upp­haf­legri kynn­ingu fyrir fjár­festa, og er gert ráð fyrir að fjár­festar geti eign­ast hlut í félag­inu, og fái 20 pró­sent afslátt á hlutafé í félag­inu við skrán­ingu á mark­að. 

Fjár­festar fá kaup­rétt að hlutafé í WOW air á 20 pró­senta afslætti þegar félagið fer á mark­að, miðað við skrán­ing­ar­gengi á þeim tíma sem fyr­ir­huguð skrán­ing mun fara fram. Afsláttur verður 20 pró­sent ef skrán­ingin verður innan tveggja ára en 25 pró­sent ef hún fer fram eftir þann tíma.

Mats Hegg Møll­er­op, einn starfs­manna Par­eto sem hefur yfir­um­sjón með útgáf­unni, sendi fjár­festum upp­lýs­ingar um upp­færða skil­mála útgáf­unn­ar, snemma morg­uns 31. ágúst síð­ast­lið­inn. Áfram­hald hefur síðan verið á kynn­ingum fyrir fjár­fest­um, en erlendir fjár­festar hafa þegar sýnt útgáf­unni áhuga og hafa ein­hverjir skuld­bundið sig til þátt­töku.

Íslenskir fjár­fest­ar, líf­eyr­is­sjóð­ir, sjóð­stýr­ing­ar­fé­lög, bankar og einka­fjár­fest­ar, hafa einnig fengið kynn­ing­ar, eins og greint hefur verið frá, en áhugi hefur ekki verið mik­ill úr þeim rann­i. 

Rekstur WOW Air hefur gengið erf­ið­­lega und­an­fari mis­s­eri og var tap félags­­ins 2,3 millj­­arðar í fyrra, og um 45 millj­­ónir Banda­­ríkja­dala, jafn­­virði um 5 millj­­arða króna, á tólf mán­aða tíma­bili frá júní í fyrra til júní á þessu ári.

Eig­in­fjár­­hlut­­fall félags­­ins var komið undir 5 pró­­sent í júní, en frá þeim tíma hefur hluta­­féð verið aukið með umbreyt­ingu á kröfum í hluta­­fé. Fjár­mögnun félags­ins nú er því lífs­nauð­syn­leg félag­inu.

Skúli Mog­en­sen er bæði eig­andi félags­ins og for­stjóri.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
„Algeggjuð“ hugmynd um sameiningu banka
Í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda á föstudaginn, er fjallað um þá hugmynd að sameina tvo af kerfislægt mikilvægu bönkum landsins.
Kjarninn 15. desember 2019
SMS og MMS ganga í endurnýjun lífdaga
Eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir nýjum samskiptaforritum á borð við Messenger og WhatsApp eru gömlu góðu SMS- og MMS-skilaboðin að eiga endurkomu. Þeim fjölgar nú eftir áralangan samdrátt.
Kjarninn 15. desember 2019
Ferðalag á mörkum ljóss og myrkurs, í átt til dögunar
Rökkursöngvar Sverris Guðjónssonar kontratenórs eru að koma út. Safnað er fyrir þeim á Karolina Fund.
Kjarninn 15. desember 2019
Ársreikningaskrá heyrir undir embætti ríkisskattstjóra.
Skil á ársreikningum hafa tekið stakkaskiptum eftir að viðurlög voru hert
Eftir að viðurlög við því að skila ekki ársreikningum á réttum tíma voru hert skila mun fleiri fyrirtæki þeim á réttum tíma. Enn þarf almenningur, fjölmiðlar og aðrir áhugasamir þó að greiða fyrir aðgang að ársreikningum.
Kjarninn 15. desember 2019
Hin harða barátta um sjónvarpið og internetið
Síminn fékk nýverið níu milljóna króna stjórnvaldssekt fyrir að hafa margbrotið ákvæði fjölmiðlalaga, með því að í raun vöndla saman sölu á interneti og sjónvarpi. Brotin voru sögð meðvituð, markviss og ítrekuð.
Kjarninn 15. desember 2019
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Agnar Snædahl
Frá kreppuþakuppbyggingu og myglu
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent