Kostar 149 milljarða að hækka skattleysismörk í 300 þúsund krónur

Ríkið þyrfti að gefa eftir 89 prósent af tekjum sem það hefur af álagningu tekjuskatts einstaklinga ef hækka ætti persónuafslátt upp að lágmarkslaunum.

Bjarni Benediktsson
Auglýsing

Ef per­sónu­af­sláttur yrði hækk­aður þannig að skatt­leys­is­mörk atvinnu­tekna yrðu 300 þús­und krónur á mán­uði myndu tekjur rík­is­sjóðs skerð­ast um 149,3 millj­arðar króna. Þar af yrðu 100,4 millj­arðar króna vegna lækk­unar tekju­skatts og 48,9 millj­arðar króna vegna greiðslu útsvars frá ríki til sveit­ar­fé­laga. Þetta kemur fram í svari Bjarna Bene­dikts­sonar, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, við fyr­ir­spurn Guð­mundar Inga Krist­ins­son­ar, þing­manns Flokks fólks­ins, um lækkun tekju­skatts.

Í svar­inu kemur líka fram að álagn­ing tekju­skatts ein­stak­linga á tekjur árs­ins 2017 hafi numið 168,6 millj­örðum króna. Tekju­skatt­ur­inn myndi því rýrna um 89 pró­sent ef per­sónu­af­sláttur yrði hækk­aður upp að 300 þús­und krón­um. „ Þeim sem ekki greiða neinn tekju­skatt eða útsvar mundi fjölga úr rúm­lega 42 þús­und í 119 þús­und. Þeim sem ekki greiða rík­is­sjóði neinn tekju­skatt mundi fjölga úr 78 þús­und í 171 þús­und. Þeim sem greiða tekju­skatt til rík­is­ins mundi að sama skapi fækka úr 220 þús­und í 126 þús­und eða um 42 pró­sent.“

Skattur á milli­tekjur yrði 77,69 pró­sent

Bjarni segir líka að ef skerð­ing per­sónu­af­sláttar myndi hefj­ast við 300 þús­und krón­ur, en að rík­is­sjóður ætti samt að vera jafn­settur tekju­lega séð þrátt fyrir hina miklu hækkun per­sónu­af­slátt­ar, þá myndi skattur á tekjur á bil­inu 300-561.072 krónur vera 77,69 pró­sent. Við síð­ustu álagn­ingu voru 107.237 fram­telj­endur með tekjur á því bili. „Það þýðir að 77,69 pró­sent af hverri krónu í tekju­skatts­stofn sem unnið er fyrir á því tekju­bili renna í rík­is­sjóð, en ein­ungis 22,31 pró­sent til laun­þeg­ans. Þó að jafn­staða næð­ist við slíkt fyr­ir­komu­lag ykjust álögur á laun­þega um 33,7 millj­arða kr. sem fær­ast til sveit­ar­fé­lag­anna í formi per­sónu­af­sláttar til útsvars frá rík­inu. Álögur á laun­þega með meira en 300.000 kr. í tekju­skatts­skyldar tekjur á mán­uði ykjust þannig um 183 millj­arða kr. á árs­grund­velli[...]Engan veg­inn er hægt að ganga út frá því að auknar ráð­stöf­un­ar­tekjur hinna tekju­lægri en minni tekjur hinna tekju­hærri mundu leiða af sér jafnar tekjur rík­is­sjóðs af óbeinum skött­um, svo sem virð­is­auka­skatti og vöru­gjöld­um. Þannig er hægt að segja með þónokk­urri vissu að ekki sé til nokkur sú nálgun sem skil­aði rík­is­sjóði jafn­stöðu miðað við gefnar for­send­ur.“

Auglýsing

Kostn­aður við skatta­lækkun 14,7 millj­arð­ar 

Í fjár­mála­á­ætlun rík­is­stjórn­ar­innar komu fram áform um að lækka neðra skatt­þrepið um eitt pró­sent. Í svar­inu segir að áætlað sé að slík aðgerð muni hafa í för með sér 13,8 millj­arða króna hækkun ráð­stöf­un­ar­tekna fyrir laun­þega í heild. Sam­an­lagður kostn­aður rík­is­sjóðs vegna aðgerð­ar­innar er þó áætl­aður hærri, eða 14,7 millj­arðar króna.

Til þess að hækkun á per­sónu­af­slætti hefði í för með sér 13,8 millj­arða króna hækkun ráð­stöf­un­ar­tekna fyrir skatt­greið­endur í heild hefði „þurft að hækka per­sónu­af­slátt um 5.301 kr. á mán­uði umfram það sem hann var árið 2017 í 58.208 kr. á mán­uði. Það fyr­ir­komu­lag hefði hins vegar haft í för með sér meira tekju­tap fyrir rík­is­sjóð vegna þeirra áhrifa sem slík breyt­ing hefði haft á nýt­ingu per­sónu­af­sláttar til greiðslu útsvars svo sem nefnt var hér að fram­an. Heild­ar­tekju­tap rík­is­sjóðs hefði verið 16,4 millj­arðar kr., eða 2,6 millj­örðum kr. meira en sam­an­lagður ábati laun­þega.“Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hlaðvarp, vísanir inn á Hringbraut og myndbönd grundvöllur milljarðakröfu Sýnar
Fyrrverandi eigendur þeirra miðla sem mynduðu einu sinni fjölmiðlasamsteypuna 365 hefur tekist að selja þá frá sér fyrir milljarða króna á síðustu árum. Nýir eigendur hafa lent í rekstrarerfiðleikum með miðlana.
Kjarninn 29. febrúar 2020
Aukning í byggingu dýrra íbúða átti sinn þátt í aukinni fjármunamyndun.
Fjármunamyndun í húsnæði ekki hærri síðan árið 2007
Alls jókst fjármunamyndun í íbúðarhúsnæði um 167 milljarða króna á árinu 2019 þrátt fyrir að dregið hafi verulega úr hækkun húsnæðisverðs. Nýjar íbúðir á markaði, margar hverjar í dýrari kantinum, og hagstæðari skilyrði til niðurgreiðslu lána skiptu máli.
Kjarninn 29. febrúar 2020
Eigið fé Landsvirkjunar aukist um 34 milljarða á þremur árum
Samanlagt eigið fé þriggja stærstu ríkisfyrirtækjanna nemur nú um 700,7 milljörðum króna.
Kjarninn 28. febrúar 2020
EVE Fanfest frestað vegna COVID-19 veirunnar
Hátíðin hefur verið lykilatburður í markaðsstarfi CCP undanfarin ár.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Stefán Jón Hafstein
Elliðaárdalur: Góð tillaga
Kjarninn 28. febrúar 2020
Þórður Snær og Magnús Halldórsson
Þórður Snær og Magnús tilnefndir til Blaðamannaverðlauna Íslands
Dómnefnd Blaðamannaverðlauna hefur ákveðið tilnefningar sínar í öllum fjórum flokkum verðlaunanna en þau verða afhent eftir viku.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Fyrsta tilfelli COVID-19 kórónuveiru greinist á Íslandi
Íslenskur karlmaður á fimmtugsaldri hefur verið færður í einangrun á Landspítala eftir að sýni úr honum reyndist jákvætt fyrir nýju kórónuveirunni, COVID-19.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Skipa sérstakan stýrihóp um samfélagsleg og hagræn viðbrögð við Covid-19 veirunni
Stýrihópurinn mun leggja mat á stöðuna og nauðsynleg samfélagsleg og efnahagsleg viðbrögð á hverjum tíma.
Kjarninn 28. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent