Rekstrarafkoma Isavia batnaði um 9 prósent milli ára

Rekstrarafkoma af samstæðu Isavia fyrir fjármagnsliði og skatta á fyrri helmingi ársins 2018 var jákvæð um 2.186 milljónir króna og jókst um 9 prósent á milli ára.

Leifsstöð
Leifsstöð
Auglýsing

Rekstr­ar­af­koma af sam­stæðu Isa­via fyrir fjár­magnsliði og skatta á fyrri helm­ingi árs­ins 2018 var jákvæð um 2.186 millj­ónir króna og jókst um 9 pró­sent á milli ára. Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá fyr­ir­tæk­in­u. 

Rekstr­ar­tekjur námu 19.015 millj­ónum króna sem er 2.099 millj­óna króna aukn­ing sam­an­borið við sama tíma­bil á síð­asta ári eða 12 pró­sent. Heild­ar­af­koma tíma­bils­ins var jákvæð um 1.571 milljón króna sam­an­borið við 1.482 millj­ónir króna á sama tíma­bili á síð­asta ári og hækk­aði því um 89 millj­ónir króna.

Auglýsing

Björn Óli Hauks­son for­stjóri Isa­via segir afkomu Isa­via vera í meg­in­at­riðum í takt við áætl­anir félags­ins.

„Ferða­mönnum sem fóru um Kefla­vík­ur­flug­völl fyrstu sex mán­uði þessa árs hefur fjölgað um 15,6 pró­sent sam­an­borið við sama tíma­bil í fyrra. Það er veru­leg fjölgun sem er að stærstu hluta til­komin vegna fjölg­unar skiptifar­þega sem er í takt við spár Isa­via. Met­fjöldi far­þega hefur farið um Kefla­vík­ur­flug­völl nú í lok sum­ars. Sú fjölgun far­þega sem hefur orðið hefur tryggt okkur það að aldrei áður hefur verið flogið til jafn­margra áfanga­staða frá Íslandi, hvort sem það er í Evr­ópu eða Norð­ur­-Am­er­ík­u,“ segir hann.Borgarstjóri: Óvissu eytt um borgarlínu og framkvæmdir hefjast 2020
Skrifað hefur verið undir viljayfirlýsingu og samkomulag sem á að tryggja fjármögnun borgarlínu.
Kjarninn 21. september 2018
Breytingar hafa leitt til verulega bætts árangurs peningastefnunnar
Aðalhagfræðingur Seðlabanka Íslands segir að þær breytingar sem gerðar hafa verið á framkvæmd peningastefnunnar hafi skilað miklum árangri.
Kjarninn 21. september 2018
Steinunn Þorvaldsdóttir
Afleitur handavandi
Kjarninn 21. september 2018
WOW air greiðir hærri vexti en önnur flugfélög
Bloomberg segir að vextirnir sem WOW air borgar vegna skuldabréfaútgáfu sinnar séu hærri en vextir í útboðum annarra evrópskra flugfélaga sem farið hafa fram á síðustu árum.
Kjarninn 21. september 2018
Birkir Hólm Guðnason
Birkir Hólm Guðnason nýr forstjóri Samskipa
Pálmar Óli Magnússon lætur af störfum sem forstjóri Samskipa og Birkir Hólm Guðnason tekur við.
Kjarninn 21. september 2018
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
Ráðherra skipar stýri­hóp um mótun nýsköp­un­ar­stefnu fyrir Ísland
Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir hefur skipað stýrihóp um mótun heildstæðrar nýsköpunarstefnu fyrir Ísland. Stefnan skal liggja fyrir ekki síðar en 1. maí næstkomandi.
Kjarninn 21. september 2018
Vilja þyrlupall á Heimaey
Fimm þingmenn hafa nú lagt fram þingsályktunartillögu þar sem samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra er falið að gera ráðstafanir til að hanna og staðsetja þyrlupall á Heimaey til að auka enn frekar öryggi í sjúkra- og neyðarflugi til Vestmannaeyja.
Kjarninn 21. september 2018
Helmingur landsmanna sækir fréttir af vefsíðum fréttamiðla
Samkvæmt nýrri könnun MMR sækja einungis 4 prósent Íslendinga helst fréttir í dagblöð en 9 prósent af samfélagsmiðlum.
Kjarninn 21. september 2018
Meira úr sama flokkiInnlent