Þeim fjölskyldum sem fá vaxtabætur fækkaði um tugþúsundir

Vaxtabætur eiga að aukast lítillega á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi og verða 3,4 milljarðar króna. Þeim fjölskyldum sem þiggja slíkar bætur hefur fækkað um tugi þúsunda frá 2010, þegar vaxtabætur voru 12 milljarðar.

7DM_3285_raw_170627.jpg húsnæði fólk hús fasteign hús reykjavík
Auglýsing

Þrátt fyrir að til standi að hækka vaxta­bætur um þrettán pró­sent á árinu 2019 er ljóst að þær eru langt frá því að skipta þiggj­endur slíkra því máli og þær gerðu eitt sinn. Áformað er að vaxta­bætur verði 3,4 millj­arðar króna á næsta ári, sem er um 400 millj­ónum krónum meira en þær voru árin 2017 og 2018.

Alls fengu 18.985 ein­stak­lingar vaxta­bætur í fyrra, eða 37.615 færri en fengu slíkar árið 2010. Á því ári fengu alls 56.600 fjöl­skyldur slíkar bætur og heild­ar­um­fang þeirra var 12 millj­arðar króna, eða næstum fjórum sinnum meira en það er áætlað í fjár­lögum fyrir árið 2019. Vert er þó að taka fram að 2010 var verið að greiða sér­staka vaxta­nið­ur­greiðslu sem var 0,6 pró­sent af skuldum íbúð­ar­hús­næðis til eigin nota, en þó að hámarki 200 þús­und krónur fyrir ein­stak­linga og 300 þús­und fyrir hjón eða sam­búð­ar­fólk. Þetta var gert vegna sér­stakra aðstæðna í kjöl­far hruns­ins.

Tvö­földun á fast­eigna­verði

Lækkun á greiðslu vaxta­bóta var sem fyrr skýrt fyrst og fremst af betri eig­in­fjár­stöðu heim­ila. Á meðal þess sem skipti þar mál var nýt­ing á sér­eigna­sparn­aði til greiðslu íbúða­skulda. En auð­vitað skipti mestu máli að verð­bólga var stöðug, vextir á hús­næð­is­lánum hafa aldrei verið lægri og að fast­eigna­verð hélt áfram að hækka hratt. Það hefur tvö­fald­ast frá því í lok árs 2010. Íbúð sem kost­aði þá t.d. 30 millj­ónir króna kostar í dag 60 millj­ónir króna.

Auglýsing
Á sama tíma og ofan­greint hefur átt sér stað hefur kostn­aður fast­eigna­eig­enda vegna fast­eigna­gjalda sem sveit­ar­fé­lög inn­heimta stór­auk­ist.

Inn­­heimt fast­­­eigna­­­gjöld í Reykja­vík juk­ust um 34 pró­­­sent frá árinu 2010 og fram að síð­­­ustu ára­­mót­­um. Vegna árs­ins 2010 inn­­­heimti Reykja­vík­­­­­ur­­­borg tæp­­­lega 12,1 millj­­­arð króna í fast­­­eigna­­­gjöld. Í fyrra voru þeir 16,3 millj­­­arðar króna. Ef tekjur borg­­ar­innar af fast­­eigna­sköttum verða jafn­­háar á síð­­­ari hluta árs­ins 2018 og þær voru á fyrri hluta þess má ætla að þær verði 18,2 millj­­arðar króna í ár. Það myndi þýða að tekjur Reykja­vík­­­ur­­borgar vegna inn­­heimtra fast­­eigna­skatta hefðu auk­ist um 50 pró­­sent frá árinu 2010.

Mikil fækkun á fáum árum

Vegna áranna 2011 og 2012 voru greiddar út almennar vaxta­bætur upp á 8,6-8,7 millj­arða króna árlega og 45-46 þús­und fjöl­skyldur fengu slíkar bæt­ur. Vegna árs­ins 2013 voru almennar vaxta­bætur um átta millj­arðar króna og þiggj­endur þeirra tæp­lega 42 þús­und fjöl­skyld­ur. Það vor var skipt um rík­is­stjórn í land­inu og við tók stjórn Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks.

Vegna árs­ins 2014 voru greiddar úr vaxta­bætur upp á sjö millj­arða króna til 38 þús­und fjöl­skyldna. Ári síðar voru almennar vaxta­bætur 5,2 millj­arðar króna og þiggj­endur þeirra 29.170 fjöl­skyld­ur. Þeim fækk­aði um heil 21,3 pró­sent milli áranna 2014 og 2015.

Árið 2016 fengu 29.170 fjöl­skyldur vaxta­bætur og fækk­aði þá um 21,3 pró­sent milli ára. Í fyrra, þegar unnið var eftir fjár­lögum nýrrar rík­is­stjórn­ar, fengu, líkt og áður sagði, 18.985 fjöl­skyldur bæt­urnar sem var 23 pró­sent færri en árið áður.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Huawei á undir högg að sækja beggja vegna Ermasunds
Kínverski fjarskiptarisinn Huawei hefur mætt andstöðu franskra og breskra yfirvalda í kjölfar viðskiptaþvingana Bandaríkjanna gegn fyrirtækinu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Úthlutar 400 milljónum til einkarekinna fjölmiðla
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur undirritað reglugerð um stuðning við einkarekna fjölmiðla.
Kjarninn 6. júlí 2020
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júní
Icelandair flutti rúmlega 18 þúsund farþega í júnímánuði, en flutti 553 þúsund farþega í sama mánuði í fyrra. Mun minni samdráttur hefur orðið í fraktflutningum hjá félaginu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra.
Katrín: Ég vonast til þess að við finnum lausn á þessu máli
Forsætisráðherrann hefur tjáð sig um þá ákvörðun Íslenskrar erfðagreiningar að hætta að skima fyrir COVID-19 sjúkdómnum.
Kjarninn 6. júlí 2020
Veirufræðideildin ekki í stakk búin til að taka við fyrr en í lok ágúst
Karl G. Kristinsson, yfirlæknir á sýkla- og veirufræðideild Landspítala, segist vonast til þess að Kára Stefánssyni snúist hugur varðandi aðkomu Íslenskrar erfðagreinar að landamæraskimunum. Deildin sé ekki tilbúin til að taka verkefnið að sér strax.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kári Stefánsson
Íslensk erfðagreining mun hætta öllum samskiptum við sóttvarnalækni og landlækni
„Okkar skoðun er sú að öll framkoma þín og heilbrigðismálaráðherra gagnvart ÍE í þessu máli hafi markast af virðingarleysi fyrir okkur,“ segir í opnu bréfi Kára Stefánssonar til Katrínar Jakobsdóttur.
Kjarninn 6. júlí 2020
Kjarnafæði og Norðlenska renna saman í eitt eftir tveggja ára viðræður
Norðlenska og Kjarnafæði hafa náð samkomulagi um samruna félaganna tveggja. Hátt í 400 manns vinna hjá þessum fyrirtækjum í dag. Samruninn er háður samþykki Samkeppniseftirlitsins og um 500 bænda, sem eiga Norðlenska í sameiningu.
Kjarninn 6. júlí 2020
Björn Bjarnason afhendir hér Guðlaugi Þór Þórðarsyni skýrsluna.
Norðurlöndin ættu að móta sameiginlega stefnu gagnvart auknum áhuga Kína
Björn Bjarnason fyrrverandi ráðherra hefur skilað af sér skýrslu um öryggis- og utanríkismál til utanríkisráðherra Norðurlandanna. Þar leggur hann til 14 tillögur um norrænt samstarf til framtíðar.
Kjarninn 6. júlí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent