Þeim fjölskyldum sem fá vaxtabætur fækkaði um tugþúsundir

Vaxtabætur eiga að aukast lítillega á næsta ári samkvæmt fjárlagafrumvarpi og verða 3,4 milljarðar króna. Þeim fjölskyldum sem þiggja slíkar bætur hefur fækkað um tugi þúsunda frá 2010, þegar vaxtabætur voru 12 milljarðar.

7DM_3285_raw_170627.jpg húsnæði fólk hús fasteign hús reykjavík
Auglýsing

Þrátt fyrir að til standi að hækka vaxta­bætur um þrettán pró­sent á árinu 2019 er ljóst að þær eru langt frá því að skipta þiggj­endur slíkra því máli og þær gerðu eitt sinn. Áformað er að vaxta­bætur verði 3,4 millj­arðar króna á næsta ári, sem er um 400 millj­ónum krónum meira en þær voru árin 2017 og 2018.

Alls fengu 18.985 ein­stak­lingar vaxta­bætur í fyrra, eða 37.615 færri en fengu slíkar árið 2010. Á því ári fengu alls 56.600 fjöl­skyldur slíkar bætur og heild­ar­um­fang þeirra var 12 millj­arðar króna, eða næstum fjórum sinnum meira en það er áætlað í fjár­lögum fyrir árið 2019. Vert er þó að taka fram að 2010 var verið að greiða sér­staka vaxta­nið­ur­greiðslu sem var 0,6 pró­sent af skuldum íbúð­ar­hús­næðis til eigin nota, en þó að hámarki 200 þús­und krónur fyrir ein­stak­linga og 300 þús­und fyrir hjón eða sam­búð­ar­fólk. Þetta var gert vegna sér­stakra aðstæðna í kjöl­far hruns­ins.

Tvö­földun á fast­eigna­verði

Lækkun á greiðslu vaxta­bóta var sem fyrr skýrt fyrst og fremst af betri eig­in­fjár­stöðu heim­ila. Á meðal þess sem skipti þar mál var nýt­ing á sér­eigna­sparn­aði til greiðslu íbúða­skulda. En auð­vitað skipti mestu máli að verð­bólga var stöðug, vextir á hús­næð­is­lánum hafa aldrei verið lægri og að fast­eigna­verð hélt áfram að hækka hratt. Það hefur tvö­fald­ast frá því í lok árs 2010. Íbúð sem kost­aði þá t.d. 30 millj­ónir króna kostar í dag 60 millj­ónir króna.

Auglýsing
Á sama tíma og ofan­greint hefur átt sér stað hefur kostn­aður fast­eigna­eig­enda vegna fast­eigna­gjalda sem sveit­ar­fé­lög inn­heimta stór­auk­ist.

Inn­­heimt fast­­­eigna­­­gjöld í Reykja­vík juk­ust um 34 pró­­­sent frá árinu 2010 og fram að síð­­­ustu ára­­mót­­um. Vegna árs­ins 2010 inn­­­heimti Reykja­vík­­­­­ur­­­borg tæp­­­lega 12,1 millj­­­arð króna í fast­­­eigna­­­gjöld. Í fyrra voru þeir 16,3 millj­­­arðar króna. Ef tekjur borg­­ar­innar af fast­­eigna­sköttum verða jafn­­háar á síð­­­ari hluta árs­ins 2018 og þær voru á fyrri hluta þess má ætla að þær verði 18,2 millj­­arðar króna í ár. Það myndi þýða að tekjur Reykja­vík­­­ur­­borgar vegna inn­­heimtra fast­­eigna­skatta hefðu auk­ist um 50 pró­­sent frá árinu 2010.

Mikil fækkun á fáum árum

Vegna áranna 2011 og 2012 voru greiddar út almennar vaxta­bætur upp á 8,6-8,7 millj­arða króna árlega og 45-46 þús­und fjöl­skyldur fengu slíkar bæt­ur. Vegna árs­ins 2013 voru almennar vaxta­bætur um átta millj­arðar króna og þiggj­endur þeirra tæp­lega 42 þús­und fjöl­skyld­ur. Það vor var skipt um rík­is­stjórn í land­inu og við tók stjórn Fram­sókn­ar­flokks og Sjálf­stæð­is­flokks.

Vegna árs­ins 2014 voru greiddar úr vaxta­bætur upp á sjö millj­arða króna til 38 þús­und fjöl­skyldna. Ári síðar voru almennar vaxta­bætur 5,2 millj­arðar króna og þiggj­endur þeirra 29.170 fjöl­skyld­ur. Þeim fækk­aði um heil 21,3 pró­sent milli áranna 2014 og 2015.

Árið 2016 fengu 29.170 fjöl­skyldur vaxta­bætur og fækk­aði þá um 21,3 pró­sent milli ára. Í fyrra, þegar unnið var eftir fjár­lögum nýrrar rík­is­stjórn­ar, fengu, líkt og áður sagði, 18.985 fjöl­skyldur bæt­urnar sem var 23 pró­sent færri en árið áður.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Ekki tímabært að fella niður ívilnun á tengiltvinnbíla
Efnahags- og viðskiptanefnd telur ekki tilefni til þess að skattaívilnunin á tengiltvinnbílum falli niður með öllu í lok árs 2020. Nefndin leggur í staðinn til að fjárhæðarmark ívilnunarinnar lækki í nokkrum áföngum.
Kjarninn 16. desember 2019
„Algeggjuð“ hugmynd um sameiningu banka
Í Vísbendingu, sem kom til áskrifenda á föstudaginn, er fjallað um þá hugmynd að sameina tvo af kerfislægt mikilvægu bönkum landsins.
Kjarninn 15. desember 2019
SMS og MMS ganga í endurnýjun lífdaga
Eftir að hafa lotið í lægra haldi fyrir nýjum samskiptaforritum á borð við Messenger og WhatsApp eru gömlu góðu SMS- og MMS-skilaboðin að eiga endurkomu. Þeim fjölgar nú eftir áralangan samdrátt.
Kjarninn 15. desember 2019
Ferðalag á mörkum ljóss og myrkurs, í átt til dögunar
Rökkursöngvar Sverris Guðjónssonar kontratenórs eru að koma út. Safnað er fyrir þeim á Karolina Fund.
Kjarninn 15. desember 2019
Ársreikningaskrá heyrir undir embætti ríkisskattstjóra.
Skil á ársreikningum hafa tekið stakkaskiptum eftir að viðurlög voru hert
Eftir að viðurlög við því að skila ekki ársreikningum á réttum tíma voru hert skila mun fleiri fyrirtæki þeim á réttum tíma. Enn þarf almenningur, fjölmiðlar og aðrir áhugasamir þó að greiða fyrir aðgang að ársreikningum.
Kjarninn 15. desember 2019
Hin harða barátta um sjónvarpið og internetið
Síminn fékk nýverið níu milljóna króna stjórnvaldssekt fyrir að hafa margbrotið ákvæði fjölmiðlalaga, með því að í raun vöndla saman sölu á interneti og sjónvarpi. Brotin voru sögð meðvituð, markviss og ítrekuð.
Kjarninn 15. desember 2019
Réttast að senda pöndubirnina heim
Upplýsingar um fund kínverska sendiherrans í Danmörku með færeyskum ráðamönnum um fjarskiptasamning hafa valdið fjaðrafoki í Færeyjum og meðal danskra þingmanna. Sendiherrann neitar að reyna að beita Færeyinga þrýstingi.
Kjarninn 15. desember 2019
Lilja D. Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra.
Drög að nýjum þjónustusamningi við RÚV kynnt
Mennta- og menningarmálaráðherra hefur kynnt nýjan þjónustusamning við Ríkisútvarpið fyrir ríkisstjórn en núgildandi samningur rennur út um áramótin.
Kjarninn 14. desember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent