Reyna að selja Fréttablaðið

Eigendur Fréttablaðsins hafa leitað til Kviku banka til að kanna mögulegan áhuga kaupenda á Fréttablaðinu, mest lesna dagblaði landsins.

Ingibjörg Pálmadóttir er eigandi og forstjóri Torgs og eiginmaður hennar, Jón Ásgeir Jóhannesson kemur mikið að rekstrinum.
Ingibjörg Pálmadóttir er eigandi og forstjóri Torgs og eiginmaður hennar, Jón Ásgeir Jóhannesson kemur mikið að rekstrinum.
Auglýsing

Eig­andi Frétta­blaðs­ins hefur leitað til Kviku banka um sölu á Frétta­blað­inu, mest lesna dag­blaði lands­ins. Sam­kvæmt frétt í blað­inu í dag er þetta gert vegna skil­yrða sem Sam­keppn­is­eft­ir­litið setti þegar eig­end­urnir seldu til­teknar eignir í lok árs í fyrra. Þá fékk eig­and­inn, 365 miðl­ar, 30 mán­uði, frá og með 8. októ­ber 2017, til að selja annað hvort Frétta­blaðið eða hlut sem hann fékk afhentan í Sýn, fjar­skipta- og fjöl­miðla­fyr­ir­tækis sem skráð er á mark­að. Um kom­andi mán­að­ar­mót hefur eig­and­inn því eitt og hálft ár til að ganga frá slíkri sölu til að skil­yrðin séu upp­fyllt. 

Eig­end­urnir segj­ast ekki hafa tekið ákvörðun um hvor eignin sé seld en ljóst sé að það taki lengri tíma að selja óskráða eign en skráða, og því hafi þessi skref verið stigin nú. 

Frétta­blaðið var lengi hluti af stærsta einka­reknu fjöl­miðla­sam­steypu lands­ins, 365 miðl­um. Hún var brotin upp seint á síð­asta ári þegar ljós­vaka­miðlar henn­ar, fjar­skipta­starf­semi og frétta­vef­ur­inn Vísir voru seld til Voda­fone á Íslandi, sem í dag heitir Sýn. Það félag tók við hinum keyptu eignum í des­em­ber 2017. Rekstur Frétta­blaðs­ins og nýs frétta­vefs, fretta­bla­did.is, var í kjöl­farið settur í felagið Torg ehf. sem er í eigu 365 miðla.

Auglýsing

Í frétt­inni segir enn fremur að 365 miðlar hafi hagn­ast um 907 millj­ónir króna fyrir skatt í fyrra. Árs­reikn­ingi fyrir það ár hefur ekki verið skilað inn til fyr­ir­tækja­skrá­ar. Raunar hefur 365 ekki skilað inn árs­reikn­ingi síðan fyrir árið 2015. 

Kristbjörn Árnason
Pantaðar pólitískar tillögur frá OECD og AGS
Leslistinn 18. september 2019
Nú geta mötuneyti sýnt kolefnisspor máltíða
Kolefnisreiknivélin Matarspor sem reiknar og sýnir kolefnisspor máltíða og ber það saman við akstur fólksbíla stendur nú mötuneytum og matsölustöðum til boða gegn greiðslu. Reiknivélin á að auðvelda fólki að taka upplýstar ákvarðanir um eigin neyslu.
Kjarninn 18. september 2019
Aukið flæði bankaupplýsinga það sem koma skal
Með nýrri Evróputilskipun gefst fólki tækifæri til að velja að deila fjármálagögnum sínum með fyrirtækjum sem hyggjast bjóða þeim upp á fjármálatengda þjónustu. Samkvæmt Persónuvernd er mikilvægt að fyrirtæki útskýri vel skilmála fyrir viðskiptavinunum.
Kjarninn 18. september 2019
Bandarískum ferðamönnum fækkar mest
Bandaríkjamenn þykja verðmætir ferðamenn þar sem þeir eyða hlutfallslega miklu þrátt fyrir að stoppa stutt. Þeim hefur þó fækkað verulega frá falli WOW air og voru brottfarir Bandaríkjamanna frá landinu 36 prósent færri í ágúst en í fyrra.
Kjarninn 18. september 2019
Fasteignaverð hækkað lítið eitt á undanförnu ári
Fasteignamarkurðinn hefur kólnað umtalsvert, undanfarin misseri.
Kjarninn 17. september 2019
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeidlar Amnesty.
Skipuleggjendur loftslagsverkfallanna hlutu viðurkenningu Amnesty
Fjögur samtök hlutu viðurkenningu Íslandsdeildar Amnesty International fyrir forystu hérlendis í baráttunni gegn loftslagsbreytingum. Allsherjarverkfallsvika fyrir loftslagið hefst núna á föstudaginn.
Kjarninn 17. september 2019
Skeljungur kaupir Basko á 30 milljónir og yfirtöku skulda
Basko, fyrirtæki sem var áður stýrt af nýráðnum forstjóra Skeljungs, hefur verið selt til Skeljungs. Hlutur í Eldum Rétt verður undanskilin kaupunum.
Kjarninn 17. september 2019
Telja Jónas hæfastan
Dómnefnd um hæfni umsækjenda um embætti dómara hefur skilað umsögn sinni um umsækjendur um embætti dómara sem mun hafa starfsstöð við Héraðsdóm Reykjaness en sinna störfum við alla héraðsdómstóla.
Kjarninn 17. september 2019
Meira úr sama flokkiInnlent