Reyna að selja Fréttablaðið

Eigendur Fréttablaðsins hafa leitað til Kviku banka til að kanna mögulegan áhuga kaupenda á Fréttablaðinu, mest lesna dagblaði landsins.

Ingibjörg Pálmadóttir er eigandi og forstjóri Torgs og eiginmaður hennar, Jón Ásgeir Jóhannesson kemur mikið að rekstrinum.
Ingibjörg Pálmadóttir er eigandi og forstjóri Torgs og eiginmaður hennar, Jón Ásgeir Jóhannesson kemur mikið að rekstrinum.
Auglýsing

Eig­andi Frétta­blaðs­ins hefur leitað til Kviku banka um sölu á Frétta­blað­inu, mest lesna dag­blaði lands­ins. Sam­kvæmt frétt í blað­inu í dag er þetta gert vegna skil­yrða sem Sam­keppn­is­eft­ir­litið setti þegar eig­end­urnir seldu til­teknar eignir í lok árs í fyrra. Þá fékk eig­and­inn, 365 miðl­ar, 30 mán­uði, frá og með 8. októ­ber 2017, til að selja annað hvort Frétta­blaðið eða hlut sem hann fékk afhentan í Sýn, fjar­skipta- og fjöl­miðla­fyr­ir­tækis sem skráð er á mark­að. Um kom­andi mán­að­ar­mót hefur eig­and­inn því eitt og hálft ár til að ganga frá slíkri sölu til að skil­yrðin séu upp­fyllt. 

Eig­end­urnir segj­ast ekki hafa tekið ákvörðun um hvor eignin sé seld en ljóst sé að það taki lengri tíma að selja óskráða eign en skráða, og því hafi þessi skref verið stigin nú. 

Frétta­blaðið var lengi hluti af stærsta einka­reknu fjöl­miðla­sam­steypu lands­ins, 365 miðl­um. Hún var brotin upp seint á síð­asta ári þegar ljós­vaka­miðlar henn­ar, fjar­skipta­starf­semi og frétta­vef­ur­inn Vísir voru seld til Voda­fone á Íslandi, sem í dag heitir Sýn. Það félag tók við hinum keyptu eignum í des­em­ber 2017. Rekstur Frétta­blaðs­ins og nýs frétta­vefs, fretta­bla­did.is, var í kjöl­farið settur í felagið Torg ehf. sem er í eigu 365 miðla.

Auglýsing

Í frétt­inni segir enn fremur að 365 miðlar hafi hagn­ast um 907 millj­ónir króna fyrir skatt í fyrra. Árs­reikn­ingi fyrir það ár hefur ekki verið skilað inn til fyr­ir­tækja­skrá­ar. Raunar hefur 365 ekki skilað inn árs­reikn­ingi síðan fyrir árið 2015. 

Libra skjálfti hjá seðlabönkum
Áform Facebook um að setja í loftið Libra rafmyntina á næsta ári hafa valdið miklum titringi hjá seðlabönkum. Hver verða áhrifin? Þegar stórt er spurt, er fátt um svör og óvissan virðist valda áhyggjum hjá seðlabönkum heimsins.
Kjarninn 24. júní 2019
Lögfræðikostnaður vegna orkupakkans rúmlega 16 milljónir
Lögfræðiráðgjafar var aflað frá sex aðilum.
Kjarninn 24. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Þörf á rannsóknum á ofbeldi í garð kennara hér á landi
Kjarninn 24. júní 2019
Stuðningur við þriðja orkupakkan eykst mest meðal kjósenda Vinstri grænna
90 prósent kjósenda Miðflokksins eru mjög eða frekar andvíg innleiðingu þriðja orkupakkans.
Kjarninn 24. júní 2019
Vilja koma böndum á óhóflega sykurneyslu landsmanna
Skipaður hefur starfshópur til að innleiða aðgerðaáætlun Embættis landlæknis til að draga úr sykurneyslu landsmanna. Landlæknir telur að vörugjöld og skattlagning á sykruð matvæli sé sú aðgerð sem beri hvað mestan árangur þegar draga á úr sykurneyslu.
Kjarninn 24. júní 2019
Kjósendur Miðflokks, Flokks fólksins og Framsóknar helst á móti Borgarlínu
Kjósendur Samfylkingar, Viðreisnar og Pírata eru hlynntastir Borgarlínu.
Kjarninn 24. júní 2019
Snæbjörn Guðmundsson
Hvalárvirkjun í óþökk landeigenda
Leslistinn 24. júní 2019
Borgarlínan
Stuðningur við Borgarlínu aldrei mælst meiri
54 prósent Íslendinga eru hlynnt Borgarlínunni en um 22 prósent andvíg.
Kjarninn 24. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent