Heimilum í vanskilum fækkað

Árið 2016 höfðu um sjö af hverjum hundrað heimilum ekki getað greitt húsnæðislán eða húsaleigu á réttum tíma einhvern tímann á síðastliðnum tólf mánuðum vegna fjárhagserfiðleika. Þetta kemur fram í Lífskjararannsókn Hagstofunnar.

hús íbúð fasteignir
Auglýsing

Árið 2016 höfðu um sjö af hverjum hund­rað heim­ilum ekki getað greitt hús­næð­is­lán eða húsa­leigu á réttum tíma ein­hvern tím­ann á síð­ast­liðnum tólf mán­uðum vegna fjár­hags­erf­ið­leika. Þetta kemur fram í Lífs­kjara­rann­sókn Hag­stof­unn­ar.Um 8 pró­sent heim­ila með börn höfðu þá verið í van­skilum með hús­næð­is­kostn­að, um 7 pró­sent með aðra heim­il­is­reikn­inga, svo sem inter­net eða raf­magns­kostn­að, og 9 pró­sent verið í van­skilum á öðrum lánum en ein­ungis 4 pró­sent heim­ila án barna. Um 13 pró­sent heim­ila voru í ein­hvers konar van­skilum árið 2016 sem er tölu­verð fækkun frá árinu 2010 þegar þetta hlut­fall var um 19 pró­sent.

Hlut­fall íbúa í van­skilum minnkað

Þegar íbúar heim­ila eru skoð­aðir kemur í ljós að í heild hefur hlut­fall lands­manna í ein­hvers konar van­skilum minnkað úr 20 pró­sent árið 2010 í 13 pró­sent árið 2016.  Þar sem heim­ili með börn eru hlut­falls­lega lík­legri til að vera í ein­hvers konar van­skilum er hlut­fallið hærra á meðal barna en þeirra sem eru 18 ára og eldri. Árið 2016 reynd­ust 19 pró­sent barna búa á heim­ilum í ein­hvers konar van­skilum á móti 12 pró­sent full­orð­inna. Það er tölu­verð breyt­ing frá árunum eftir efna­hags­hrun þar sem hlut­fall barna sem bjuggu á heim­ilum í ein­hvers konar van­skilum fór hæst í 28 pró­sent árið 2011 á móti 18 pró­sent full­orð­inna.

Auglýsing

Þriðj­ungur erfitt með að ná endum saman

Ríf­lega þriðj­ungur heim­ila á Íslandi, 36 pró­sent, áttu erfitt með að ná endum saman árið 2016 en það er tals­verð fækkun frá 2011 þegar um helm­ingur heim­ila átti erfitt með að ná endum sam­an.

Með sama hætti gat um þriðj­ungur heim­ila, 33 pró­sent, ekki mætt óvæntum en nauð­syn­legum útgjöldum árið 2016 án þess að grípa til sér­stakra ráð­staf­ana.

Um 60% heim­ila eru án barna

Sam­kvæmt nið­ur­stöðum lífs­kjara­rann­sókn­ar­innar voru sex af hverjum tíu heim­ilum án barna árið 2016, 17 pró­sent allra heim­ila voru heim­ili ein­stæðra karla, um 14 pró­sent heim­ili ein­stæðra kvenna og um 31 pró­sent sam­sett af tveimur eða fleiri full­orðnum ein­stak­ling­um. Þegar litið er til heim­ila með börn þá reynd­ust ein­stæðir for­eldrar vera 7 pró­sent allra heim­ila en heim­ili sem sam­sett eru af tveimur eða fleirum full­orðnum ásamt börnum vera um 31 pró­sent.

Sigurður Ingi Friðleifsson
Lækkun, lækkun, lækkun
Kjarninn 19. ágúst 2019
Fermetrinn á tæpar 840 þúsund krónur
Miklar framkvæmdir hafa verið í miðbænum undanfarin ár og nú eru íbúðir komnar á sölu við Hverfisgötu 85-93. Ein tveggja herbergja íbúðin í húsinu er sett á 38,9 milljónir króna.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Telja þrengt að atvinnu- og menntamöguleikum fólks með ADHD
Að mati ADHD samtakanna byggja breyttar reglur Mennta- og starfsþróunarseturs lögreglunnar á vanþekkingu og úreltum hugmyndum en nú segir í læknisfræðilegum viðmiðum þeirra að greiningin ADHD/ADD geti verið útilokandi þáttur.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Gildi selur hlut sinn í HB Granda/Brim vegna kaupa á sölufélögum
Einn stærsti lífeyrissjóður landsins hefur selt Kaupfélagi Skagfirðinga nær allan hlut sinn í HB Granda, sem nú heitir Brim, vegna viðskipta sem félagið hefur átt við stærsta hluthafa sinn.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Samfylkingin bætir verulega við sig og mælist næst stærsti flokkurinn
Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 19 prósent fylgi aðra könnunina í röð. Píratar og Flokkur fólksins tapa fylgi milli mánaða en Samfylkingin bætir verulega.
Kjarninn 19. ágúst 2019
Eiríkur Ragnarsson
Nokkrar staðreyndir um Reykjavíkurmaraþonið
Kjarninn 19. ágúst 2019
Kristbjörn Árnason
Sóun
Leslistinn 19. ágúst 2019
Sigursteinn Másson
Hver á að gera hvað?
Kjarninn 19. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent