Heimilum í vanskilum fækkað

Árið 2016 höfðu um sjö af hverjum hundrað heimilum ekki getað greitt húsnæðislán eða húsaleigu á réttum tíma einhvern tímann á síðastliðnum tólf mánuðum vegna fjárhagserfiðleika. Þetta kemur fram í Lífskjararannsókn Hagstofunnar.

hús íbúð fasteignir
Auglýsing

Árið 2016 höfðu um sjö af hverjum hund­rað heim­ilum ekki getað greitt hús­næð­is­lán eða húsa­leigu á réttum tíma ein­hvern tím­ann á síð­ast­liðnum tólf mán­uðum vegna fjár­hags­erf­ið­leika. Þetta kemur fram í Lífs­kjara­rann­sókn Hag­stof­unn­ar.Um 8 pró­sent heim­ila með börn höfðu þá verið í van­skilum með hús­næð­is­kostn­að, um 7 pró­sent með aðra heim­il­is­reikn­inga, svo sem inter­net eða raf­magns­kostn­að, og 9 pró­sent verið í van­skilum á öðrum lánum en ein­ungis 4 pró­sent heim­ila án barna. Um 13 pró­sent heim­ila voru í ein­hvers konar van­skilum árið 2016 sem er tölu­verð fækkun frá árinu 2010 þegar þetta hlut­fall var um 19 pró­sent.

Hlut­fall íbúa í van­skilum minnkað

Þegar íbúar heim­ila eru skoð­aðir kemur í ljós að í heild hefur hlut­fall lands­manna í ein­hvers konar van­skilum minnkað úr 20 pró­sent árið 2010 í 13 pró­sent árið 2016.  Þar sem heim­ili með börn eru hlut­falls­lega lík­legri til að vera í ein­hvers konar van­skilum er hlut­fallið hærra á meðal barna en þeirra sem eru 18 ára og eldri. Árið 2016 reynd­ust 19 pró­sent barna búa á heim­ilum í ein­hvers konar van­skilum á móti 12 pró­sent full­orð­inna. Það er tölu­verð breyt­ing frá árunum eftir efna­hags­hrun þar sem hlut­fall barna sem bjuggu á heim­ilum í ein­hvers konar van­skilum fór hæst í 28 pró­sent árið 2011 á móti 18 pró­sent full­orð­inna.

Auglýsing

Þriðj­ungur erfitt með að ná endum saman

Ríf­lega þriðj­ungur heim­ila á Íslandi, 36 pró­sent, áttu erfitt með að ná endum saman árið 2016 en það er tals­verð fækkun frá 2011 þegar um helm­ingur heim­ila átti erfitt með að ná endum sam­an.

Með sama hætti gat um þriðj­ungur heim­ila, 33 pró­sent, ekki mætt óvæntum en nauð­syn­legum útgjöldum árið 2016 án þess að grípa til sér­stakra ráð­staf­ana.

Um 60% heim­ila eru án barna

Sam­kvæmt nið­ur­stöðum lífs­kjara­rann­sókn­ar­innar voru sex af hverjum tíu heim­ilum án barna árið 2016, 17 pró­sent allra heim­ila voru heim­ili ein­stæðra karla, um 14 pró­sent heim­ili ein­stæðra kvenna og um 31 pró­sent sam­sett af tveimur eða fleiri full­orðnum ein­stak­ling­um. Þegar litið er til heim­ila með börn þá reynd­ust ein­stæðir for­eldrar vera 7 pró­sent allra heim­ila en heim­ili sem sam­sett eru af tveimur eða fleirum full­orðnum ásamt börnum vera um 31 pró­sent.

Samvinna er möguleg - Kjarasamningar sköpuðu farveg fyrir traust
Nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands segir að nú sé tilefni til þess að bregðast við breyttri stöðu, með viðspyrnu sem er eins og teiknuð upp úr kennslubók.
Kjarninn 26. maí 2019
Karolina Fund: Breiðdalsbiti – Matvælaþróun úr afurðum svæðisins
Guðný Harðardóttir er sauðfjárbóndi í húð og hár sem vill koma afurðum sínum og öðrum afurðum úr Breiðdalnum á þann stall sem þær eiga heima á.
Kjarninn 26. maí 2019
Búin að finna kjallara undir botninum á siðferði í íslenskri pólitík
Þingflokksformaður Pírata segir að munurinn á ofteknum akstursgreiðslumálum þingmanna í Noregi og á Ísland sé að þar sem málið rannsakað og pólitísk ábyrgð tekin. Hér sé málið ekki rannsakað og pólitísk ábyrgð sé engin.
Kjarninn 26. maí 2019
Bára Huld Beck
Í frelsi felst ábyrgð – og í orðum einnig
Kjarninn 26. maí 2019
Segir að Björk hafi skorið upp herör á óupplýstan hátt gegn Magma
Rekstrarhagnaður HS Orku jókst um tæpan milljarð króna í fyrra. Ross Beaty mun líkast til yfirgefa félagið fljótlega og í síðasta ávarpi hans í ársskýrslu fer hann yfir hæðir og lægðir.
Kjarninn 26. maí 2019
Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra Danmerkur og Mette Frederiksen leiðtogi jafnaðarmanna.
Óvissa í dönskum stjórnmálum
Þingkosningar verða í Danmörku eftir tíu daga, skoðanakannanir benda til stjórnarskipta. Málefni innflytjenda og flóttafólks hafa mjög sett svip sinn á kosningabaráttuna, kosningar til Evrópuþings fá litla athygli.
Kjarninn 26. maí 2019
Vonast eftir frjálslyndri ríkisstjórn eftir næstu kosningar
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir segir að núverandi ríkisstjórn sé síðasta vígi gamla flokkakerfisins. Skýrustu víglínurnar á Alþingi í dag séu á milli frjálslyndis og íhaldssemi.
Kjarninn 25. maí 2019
Metani breytt í koltvíoxíð
Hvatinn fjallar um líkan af nokkurs konar metanbindandi loftræstingu sem vísindahópur við Stanford University hefur gert til þess að koma í veg fyrir að metan fari beint út í andrúmsloftið.
Kjarninn 25. maí 2019
Meira úr sama flokkiInnlent