Kostnaður Alþingis vegna farsíma og nettenginga hefur helmingast

Skrifstofa Alþingis leitaði síðast tilboða í farsímaþjónustu og nettengingar fyrir þann hluta starfsfólks sem hún greiðir slíkt fyrir árið 2013. Þá varð Síminn fyrir valinu.

Andrés Ingi Jónsson spurði Steingrím J. Sigfússon um kostnað vegna farsíma og netttenginga.
Andrés Ingi Jónsson spurði Steingrím J. Sigfússon um kostnað vegna farsíma og netttenginga.
Auglýsing

Kostn­aður Alþingi vegna far­síma og netteng­inga þing­manna, starfs­liðs þing­flokka, for­manna flokka og starfs­liðs skrif­stofu Alþingis var sam­tals 14,1 millj­ónir króna í fyrra. Kostn­að­ur­inn hefur farið hríð­lækk­andi á und­an­förnum árum en hann var 28,3 millj­ónir króna árið 2013. Því var kostn­að­ur­inn í fyrra helm­ingur af því sem hann var fimm árum áður.

Þetta kemur fram í svari Stein­gríms J. Sig­fús­sonar, for­seta Alþing­is, við fyr­ir­spurn Andr­ésar Inga Jóns­son­ar, þing­manns Vinstri grænna, um mál­ið.

Þing­menn geta valið við hvaða fjar­skipta­fyr­ir­tæki þeir skipta þegar kemur að far­síma­þjón­ustu og netteng­ingu. Skrif­stofa Alþingis leitar því ekki til­boða vegna þeirra. Þá eru starfs­menn þing­flokka á launum hjá flokk­unum sjálfum og því er kostn­aður þeirra ekki greiddur af skrif­stof­unni.

Auglýsing

Hún velur hins vegar einn aðila til að þjón­usta starfs­fólks þings­ins, rit­ara og aðstoð­ar­menn for­manna þing­flokka sem eru í stjórn­ar­and­stöðu og sam­kvæmt svar­inu var síð­ast leitað til­boða vegna þeirra á árinu 2013 vegna far­síma starfs­manna og var það gert hjá tveimur síma­fyr­ir­tækj­um, Sím­anum og Voda­fo­ne. „Sím­inn var val­inn fyrir starfs­fólk eftir verð­könn­un[...]­For­sendur fyrir val­inu voru bæði verð og þjón­ustan sem fyr­ir­tækið bauð,“ segir í svari for­seta Alþing­is. Þar er einnig bent á að frá því að til­boð­anna var leitað hafi verð lækkað og þjón­ustan sem sé inni­falin auk­ist.Farsíminn er mikilvægt vinnutól fyrir þingmenn nútímans. Þeir velja sjálfir hvar þeir fá farsíma- og netþjónustu. MYND: Birgir Þór Harðarson

Sím­inn fær því stærstan hluta þess fjár sem skrif­stofa Alþingis greiðir vegna far­síma- og nett­teng­inga­kostn­að­ar. Hlutur fyr­ir­tæk­is­ins í þeim kostnað hefur þó minnk­að. Á árinu 2013 fékk það fyr­ir­tæki aðra hverja krónu sem greidd var vegna slíks. Í fyrra fékk það 39 pró­sent alls greidds kostn­að­ar. Fjár­hæð­irnar sem greiddar hafa verið til Sím­ans hafa lækkað jafnt og þétt ár frá ári, sam­hliða því að kostn­aður fyrir far­síma­þjón­ustu og netteng­ingar hefur almennt lækk­að. Árið 2013 fékk Sím­inn greiddar 13,6 millj­ónir króna frá skrif­stofu Alþingis en sú upp­hæð var 5,5 millj­ónir króna í fyrra. Önnur fjar­skipta­fyr­ir­tæki fengu umtals­vert lægri greiðsl­ur.

Í svari for­seta Alþingis kemur fram að reikn­ingar frá Sím­an­um, Voda­fone (sem nú heitir Sýn) og Nova séu greiddir beint. „Ein­ungis er tekið við reikn­ingum beint frá þeim síma­fyr­ir­tækjum sem skipta reikn­ing­unum upp þannig að Alþingi fær ein­ungis þann hluta sem sam­þykkt er að greiða hér og þing­maður fær þann hluta sem hann á að greiða sjálf­ur. Að öðrum kosti þarf þing­maður að greiða allan reikn­ing­inn sjálfur og fá hann end­ur­greiddan hjá Alþingi að þeim hluta sem reglur mæla fyrir um.“Í upphafi árs 2020

Við á Kjarnanum göngum bjartsýn og einbeitt inn í nýtt ár og þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Erlendum ríkisborgurum gæti fjölgað um einn Garðabæ út 2023
Útlendingum sem fluttu til Íslands fjölgaði um rúmlega fimm þúsund í fyrra þrátt fyrir efnahagssamdrátt. Þeir hefur fjölgað um 128 prósent frá byrjun árs 2011 og spár gera ráð fyrir að þeim haldi áfram að fjölga á allra næstu árum.
Kjarninn 25. janúar 2020
Kristbjörn Árnason
Hrunadans nútímans
Leslistinn 25. janúar 2020
Kórónaveiran: Heimshorna á milli á innan við 30 dögum
Það var ekkert leyndarmál að á fiskmarkaðinum í Wuhan var hægt að kaupa margt annað en fisk. 41 hefur látist vegna veirusýkingar sem rakin er til markaðarins.
Kjarninn 25. janúar 2020
Stefán Ólafsson
Nýfrjálshyggju Miltons Friedman hafnað í Bandaríkjunum og Davos
Kjarninn 25. janúar 2020
Samdráttur í flugi lagar losunarstöðuna
Losun gróðurhúsalofttegunda frá flugi dróst verulega mikið saman í fyrra. Það er ein hliðin á miklum efnahagslegum og umhverfislegum áhrifum af minni flugumferð eftir fall WOW Air og kyrrsetninguna á 737 Max vélum Boeing.
Kjarninn 24. janúar 2020
Teitur Björn Einarsson
Teitur Björn leiðir starfshóp um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri
Forsætisráðherra, fjármála- og efnahagsráðherra og samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra hafa ákveðið að skipa starfshóp til að móta tillögur um aðgerðir til að treysta atvinnulíf og búsetu á Flateyri í kjölfar snjóflóðsins þann 14. janúar síðastliðinn.
Kjarninn 24. janúar 2020
Pottersen
Pottersen
Pottersen – 28. þáttur: Ástir, örlög og Quidditch
Kjarninn 24. janúar 2020
Verðmiðinn á Valitor og verksmiðjunni í Helguvík lækkað um nálægt tíu milljarða á einu ári
Arion banki átti sitt langversta rekstrarár í sögu sinni í fyrra, þegar hagnaðurinn var einn milljarður króna. Mestur var tæplega 50 milljarðar króna árið 2014. Erfiðleikar síðasta árs eru fyrst og síðast vegna tveggja eigna.
Kjarninn 24. janúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent