Kostnaður Alþingis vegna farsíma og nettenginga hefur helmingast

Skrifstofa Alþingis leitaði síðast tilboða í farsímaþjónustu og nettengingar fyrir þann hluta starfsfólks sem hún greiðir slíkt fyrir árið 2013. Þá varð Síminn fyrir valinu.

Andrés Ingi Jónsson spurði Steingrím J. Sigfússon um kostnað vegna farsíma og netttenginga.
Andrés Ingi Jónsson spurði Steingrím J. Sigfússon um kostnað vegna farsíma og netttenginga.
Auglýsing

Kostn­aður Alþingi vegna far­síma og netteng­inga þing­manna, starfs­liðs þing­flokka, for­manna flokka og starfs­liðs skrif­stofu Alþingis var sam­tals 14,1 millj­ónir króna í fyrra. Kostn­að­ur­inn hefur farið hríð­lækk­andi á und­an­förnum árum en hann var 28,3 millj­ónir króna árið 2013. Því var kostn­að­ur­inn í fyrra helm­ingur af því sem hann var fimm árum áður.

Þetta kemur fram í svari Stein­gríms J. Sig­fús­sonar, for­seta Alþing­is, við fyr­ir­spurn Andr­ésar Inga Jóns­son­ar, þing­manns Vinstri grænna, um mál­ið.

Þing­menn geta valið við hvaða fjar­skipta­fyr­ir­tæki þeir skipta þegar kemur að far­síma­þjón­ustu og netteng­ingu. Skrif­stofa Alþingis leitar því ekki til­boða vegna þeirra. Þá eru starfs­menn þing­flokka á launum hjá flokk­unum sjálfum og því er kostn­aður þeirra ekki greiddur af skrif­stof­unni.

Auglýsing

Hún velur hins vegar einn aðila til að þjón­usta starfs­fólks þings­ins, rit­ara og aðstoð­ar­menn for­manna þing­flokka sem eru í stjórn­ar­and­stöðu og sam­kvæmt svar­inu var síð­ast leitað til­boða vegna þeirra á árinu 2013 vegna far­síma starfs­manna og var það gert hjá tveimur síma­fyr­ir­tækj­um, Sím­anum og Voda­fo­ne. „Sím­inn var val­inn fyrir starfs­fólk eftir verð­könn­un[...]­For­sendur fyrir val­inu voru bæði verð og þjón­ustan sem fyr­ir­tækið bauð,“ segir í svari for­seta Alþing­is. Þar er einnig bent á að frá því að til­boð­anna var leitað hafi verð lækkað og þjón­ustan sem sé inni­falin auk­ist.Farsíminn er mikilvægt vinnutól fyrir þingmenn nútímans. Þeir velja sjálfir hvar þeir fá farsíma- og netþjónustu. MYND: Birgir Þór Harðarson

Sím­inn fær því stærstan hluta þess fjár sem skrif­stofa Alþingis greiðir vegna far­síma- og nett­teng­inga­kostn­að­ar. Hlutur fyr­ir­tæk­is­ins í þeim kostnað hefur þó minnk­að. Á árinu 2013 fékk það fyr­ir­tæki aðra hverja krónu sem greidd var vegna slíks. Í fyrra fékk það 39 pró­sent alls greidds kostn­að­ar. Fjár­hæð­irnar sem greiddar hafa verið til Sím­ans hafa lækkað jafnt og þétt ár frá ári, sam­hliða því að kostn­aður fyrir far­síma­þjón­ustu og netteng­ingar hefur almennt lækk­að. Árið 2013 fékk Sím­inn greiddar 13,6 millj­ónir króna frá skrif­stofu Alþingis en sú upp­hæð var 5,5 millj­ónir króna í fyrra. Önnur fjar­skipta­fyr­ir­tæki fengu umtals­vert lægri greiðsl­ur.

Í svari for­seta Alþingis kemur fram að reikn­ingar frá Sím­an­um, Voda­fone (sem nú heitir Sýn) og Nova séu greiddir beint. „Ein­ungis er tekið við reikn­ingum beint frá þeim síma­fyr­ir­tækjum sem skipta reikn­ing­unum upp þannig að Alþingi fær ein­ungis þann hluta sem sam­þykkt er að greiða hér og þing­maður fær þann hluta sem hann á að greiða sjálf­ur. Að öðrum kosti þarf þing­maður að greiða allan reikn­ing­inn sjálfur og fá hann end­ur­greiddan hjá Alþingi að þeim hluta sem reglur mæla fyrir um.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir.
Ekki talin þörf á að skima tónleikagesti aftur síðar í vikunni
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir segir að það sé ekki alveg öruggt, en þó mjög líklegt, að ef einhver tónleikagestur hafi smitast í Hörpu á föstudag myndi smitið finnast í skimun í dag. Ekki er talin þörf á tvöfaldri skimun hópsins.
Kjarninn 8. mars 2021
Færeyska Kringvarpið birtir annað kvöld heimildaþátt sem ber nafnið Teir ómettiligu og fjallar m.a. um hvernig rannsókn á meintum brotum Samherjasamstæðunnar í Namibíu teygir sig til Færeyja.
Íslenskir rannsakendur hafa aflað upplýsinga um þrjú félög tengd Samherja í Færeyjum
Færeyski skatturinn staðfestir við Kringvarpið að íslenskir rannsóknaraðilar hafi óskað eftir liðsinni vegna rannsóknar á Samherjaskjölunum. Félögin sem íslensk yfirvöld spurðust fyrir um eru öll í slitameðferð.
Kjarninn 8. mars 2021
Ólafur Arnalds
Ljósglæta í þokumóðu sauðfjárstyrkja
Kjarninn 8. mars 2021
Taka þurfi af vafa um nýtingarrétt á náttúruauðlindum í stjórnarskrárfrumvarpi
Að mati ASÍ þarf að gera breytingar á frumvarpi um stjórnarskrárbreytingar til þess að taka af allan vafa um nýtingarrétt auðlinda náttúru Íslands. Sambandið sér hvorki ástæðu til að stytta kjörtímabil forseta né takmarka embættistíma.
Kjarninn 8. mars 2021
Tvær milljónir barna í Englandi sneru aftur í skólann í morgun.
Börn í Englandi aftur í skólann en hluti ítalskra barna sendur heim
Faraldurinn sendir ýmist kaldar eða hlýjar kveðjur um Evrópu nú í upphafi nýrrar viku. Í sumum löndum er verið að aflétta takmörkunum en í öðrum er enn verið að herða.
Kjarninn 8. mars 2021
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið
Samtal við samfélagið – Skiptir máli hvernig fæðingarorlofi er háttað?
Kjarninn 8. mars 2021
Lítið eftir af veiðigjöldunum þegar búið er að standa straum af eftirliti og rannsóknum
Heildarútgjöld ríkissjóðs vegna eftirlits og rannsókna vegna fiskveiða og -vinnslu munu líklega nema um 7 milljörðum króna á þessu ári. Árin 2015-2020 voru álögð veiðigjöld að meðaltali 7,4 milljarðar á verðlagi ársins 2020.
Kjarninn 8. mars 2021
Fjöldi fólks sem var á tónleikum í Hörpu á föstudagskvöld verður skimaður í dag.
107 í sóttkví – sjö í einangrun
Á næstu klukkustundum mun það skýrast hvort að tekist hafi að koma í veg fyrir hópsýkingu í kringum tvo einstaklinga sem greindust með veiruna og voru utan sóttkvíar. Nokkrir dagar geta liðið frá smiti og þar til veiran finnst í fólki við sýnatöku.
Kjarninn 8. mars 2021
Meira úr sama flokkiInnlent