Kostnaður Alþingis vegna farsíma og nettenginga hefur helmingast

Skrifstofa Alþingis leitaði síðast tilboða í farsímaþjónustu og nettengingar fyrir þann hluta starfsfólks sem hún greiðir slíkt fyrir árið 2013. Þá varð Síminn fyrir valinu.

Andrés Ingi Jónsson spurði Steingrím J. Sigfússon um kostnað vegna farsíma og netttenginga.
Andrés Ingi Jónsson spurði Steingrím J. Sigfússon um kostnað vegna farsíma og netttenginga.
Auglýsing

Kostn­aður Alþingi vegna far­síma og netteng­inga þing­manna, starfs­liðs þing­flokka, for­manna flokka og starfs­liðs skrif­stofu Alþingis var sam­tals 14,1 millj­ónir króna í fyrra. Kostn­að­ur­inn hefur farið hríð­lækk­andi á und­an­förnum árum en hann var 28,3 millj­ónir króna árið 2013. Því var kostn­að­ur­inn í fyrra helm­ingur af því sem hann var fimm árum áður.

Þetta kemur fram í svari Stein­gríms J. Sig­fús­sonar, for­seta Alþing­is, við fyr­ir­spurn Andr­ésar Inga Jóns­son­ar, þing­manns Vinstri grænna, um mál­ið.

Þing­menn geta valið við hvaða fjar­skipta­fyr­ir­tæki þeir skipta þegar kemur að far­síma­þjón­ustu og netteng­ingu. Skrif­stofa Alþingis leitar því ekki til­boða vegna þeirra. Þá eru starfs­menn þing­flokka á launum hjá flokk­unum sjálfum og því er kostn­aður þeirra ekki greiddur af skrif­stof­unni.

Auglýsing

Hún velur hins vegar einn aðila til að þjón­usta starfs­fólks þings­ins, rit­ara og aðstoð­ar­menn for­manna þing­flokka sem eru í stjórn­ar­and­stöðu og sam­kvæmt svar­inu var síð­ast leitað til­boða vegna þeirra á árinu 2013 vegna far­síma starfs­manna og var það gert hjá tveimur síma­fyr­ir­tækj­um, Sím­anum og Voda­fo­ne. „Sím­inn var val­inn fyrir starfs­fólk eftir verð­könn­un[...]­For­sendur fyrir val­inu voru bæði verð og þjón­ustan sem fyr­ir­tækið bauð,“ segir í svari for­seta Alþing­is. Þar er einnig bent á að frá því að til­boð­anna var leitað hafi verð lækkað og þjón­ustan sem sé inni­falin auk­ist.Farsíminn er mikilvægt vinnutól fyrir þingmenn nútímans. Þeir velja sjálfir hvar þeir fá farsíma- og netþjónustu. MYND: Birgir Þór Harðarson

Sím­inn fær því stærstan hluta þess fjár sem skrif­stofa Alþingis greiðir vegna far­síma- og nett­teng­inga­kostn­að­ar. Hlutur fyr­ir­tæk­is­ins í þeim kostnað hefur þó minnk­að. Á árinu 2013 fékk það fyr­ir­tæki aðra hverja krónu sem greidd var vegna slíks. Í fyrra fékk það 39 pró­sent alls greidds kostn­að­ar. Fjár­hæð­irnar sem greiddar hafa verið til Sím­ans hafa lækkað jafnt og þétt ár frá ári, sam­hliða því að kostn­aður fyrir far­síma­þjón­ustu og netteng­ingar hefur almennt lækk­að. Árið 2013 fékk Sím­inn greiddar 13,6 millj­ónir króna frá skrif­stofu Alþingis en sú upp­hæð var 5,5 millj­ónir króna í fyrra. Önnur fjar­skipta­fyr­ir­tæki fengu umtals­vert lægri greiðsl­ur.

Í svari for­seta Alþingis kemur fram að reikn­ingar frá Sím­an­um, Voda­fone (sem nú heitir Sýn) og Nova séu greiddir beint. „Ein­ungis er tekið við reikn­ingum beint frá þeim síma­fyr­ir­tækjum sem skipta reikn­ing­unum upp þannig að Alþingi fær ein­ungis þann hluta sem sam­þykkt er að greiða hér og þing­maður fær þann hluta sem hann á að greiða sjálf­ur. Að öðrum kosti þarf þing­maður að greiða allan reikn­ing­inn sjálfur og fá hann end­ur­greiddan hjá Alþingi að þeim hluta sem reglur mæla fyrir um.“Lars Larsen
„Go´daw, jeg hedder Lars Larsen, jeg har et godt tilbud“
Danski milljónamæringurinn Lars Lar­sen lést á heim­ili sínu í síðustu viku, 71 árs að aldri. Hann var á meðal auðugustu manna í Danmörku og jafnframt þeirra þekktustu. Kjarninn rifjar hér upp sögu hans.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Árni Már Jensson
Að lesa milli línanna
Kjarninn 25. ágúst 2019
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir
„Að hanna er eins og að anda með heilanum“
Guðrún Margrét Jóhannsdóttir safnar nú fyrir nýrri hönnun á Karolina Fund.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Matthildur Björnsdóttir
Af hverju eru goðsagnir takmarkandi?
Kjarninn 25. ágúst 2019
Ólafur Ísleifsson, þingmaður Miðflokksins, spurði um innstæðutryggingar.
Um 83 prósent innstæðna í íslenskum bönkum voru tryggðar um áramót
Tryggingasjóður innstæðueigenda tryggir um 83 prósent af þeim 1.707 milljörðum króna sem geymdir voru á íslenskum bankareikningum í lok síðasta árs. Samt voru bara 38 milljarðar króna í sjóðnum.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Benedikt Jóhannesson
Styrmir gegn Styrmi – Frumkvöðull í einkavæðingu orkufyrirtækja
Kjarninn 25. ágúst 2019
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna.
Trump um Trump frá Trump til Trump
Bandarískir ráðamenn reyna nú hvað þeir geta að bæta fyrir geðvonskutíst og eftiráskýringar Bandaríkjaforseta um aflýsingu Danmerkurferðar sinnar. Ástæðuna sagði forsetinn þá að danski forsætisráðherrann vildi ekki ræða hugmynd hans um kaup á Grænlandi.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Listi yfir þjónustugjöld bankanna skólabókardæmi um fákeppni
Gylfi Zoega segir að það sé ekki hægt að nota ódýrt kort í innanlandsviðskiptum hérlendis vegna þess að það myndi minnka hagnað bankanna.
Kjarninn 25. ágúst 2019
Meira úr sama flokkiInnlent