Kostnaður Alþingis vegna farsíma og nettenginga hefur helmingast

Skrifstofa Alþingis leitaði síðast tilboða í farsímaþjónustu og nettengingar fyrir þann hluta starfsfólks sem hún greiðir slíkt fyrir árið 2013. Þá varð Síminn fyrir valinu.

Andrés Ingi Jónsson spurði Steingrím J. Sigfússon um kostnað vegna farsíma og netttenginga.
Andrés Ingi Jónsson spurði Steingrím J. Sigfússon um kostnað vegna farsíma og netttenginga.
Auglýsing

Kostn­aður Alþingi vegna far­síma og netteng­inga þing­manna, starfs­liðs þing­flokka, for­manna flokka og starfs­liðs skrif­stofu Alþingis var sam­tals 14,1 millj­ónir króna í fyrra. Kostn­að­ur­inn hefur farið hríð­lækk­andi á und­an­förnum árum en hann var 28,3 millj­ónir króna árið 2013. Því var kostn­að­ur­inn í fyrra helm­ingur af því sem hann var fimm árum áður.

Þetta kemur fram í svari Stein­gríms J. Sig­fús­sonar, for­seta Alþing­is, við fyr­ir­spurn Andr­ésar Inga Jóns­son­ar, þing­manns Vinstri grænna, um mál­ið.

Þing­menn geta valið við hvaða fjar­skipta­fyr­ir­tæki þeir skipta þegar kemur að far­síma­þjón­ustu og netteng­ingu. Skrif­stofa Alþingis leitar því ekki til­boða vegna þeirra. Þá eru starfs­menn þing­flokka á launum hjá flokk­unum sjálfum og því er kostn­aður þeirra ekki greiddur af skrif­stof­unni.

Auglýsing

Hún velur hins vegar einn aðila til að þjón­usta starfs­fólks þings­ins, rit­ara og aðstoð­ar­menn for­manna þing­flokka sem eru í stjórn­ar­and­stöðu og sam­kvæmt svar­inu var síð­ast leitað til­boða vegna þeirra á árinu 2013 vegna far­síma starfs­manna og var það gert hjá tveimur síma­fyr­ir­tækj­um, Sím­anum og Voda­fo­ne. „Sím­inn var val­inn fyrir starfs­fólk eftir verð­könn­un[...]­For­sendur fyrir val­inu voru bæði verð og þjón­ustan sem fyr­ir­tækið bauð,“ segir í svari for­seta Alþing­is. Þar er einnig bent á að frá því að til­boð­anna var leitað hafi verð lækkað og þjón­ustan sem sé inni­falin auk­ist.Farsíminn er mikilvægt vinnutól fyrir þingmenn nútímans. Þeir velja sjálfir hvar þeir fá farsíma- og netþjónustu. MYND: Birgir Þór Harðarson

Sím­inn fær því stærstan hluta þess fjár sem skrif­stofa Alþingis greiðir vegna far­síma- og nett­teng­inga­kostn­að­ar. Hlutur fyr­ir­tæk­is­ins í þeim kostnað hefur þó minnk­að. Á árinu 2013 fékk það fyr­ir­tæki aðra hverja krónu sem greidd var vegna slíks. Í fyrra fékk það 39 pró­sent alls greidds kostn­að­ar. Fjár­hæð­irnar sem greiddar hafa verið til Sím­ans hafa lækkað jafnt og þétt ár frá ári, sam­hliða því að kostn­aður fyrir far­síma­þjón­ustu og netteng­ingar hefur almennt lækk­að. Árið 2013 fékk Sím­inn greiddar 13,6 millj­ónir króna frá skrif­stofu Alþingis en sú upp­hæð var 5,5 millj­ónir króna í fyrra. Önnur fjar­skipta­fyr­ir­tæki fengu umtals­vert lægri greiðsl­ur.

Í svari for­seta Alþingis kemur fram að reikn­ingar frá Sím­an­um, Voda­fone (sem nú heitir Sýn) og Nova séu greiddir beint. „Ein­ungis er tekið við reikn­ingum beint frá þeim síma­fyr­ir­tækjum sem skipta reikn­ing­unum upp þannig að Alþingi fær ein­ungis þann hluta sem sam­þykkt er að greiða hér og þing­maður fær þann hluta sem hann á að greiða sjálf­ur. Að öðrum kosti þarf þing­maður að greiða allan reikn­ing­inn sjálfur og fá hann end­ur­greiddan hjá Alþingi að þeim hluta sem reglur mæla fyrir um.“Styrkir þú Kjarnann?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur í sjö ár og býður almenningi upp á vandaða umfjöllun þar sem áhersla er á gæði og dýpt.  

Ef þú ert nú þegar styrkjandi leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka styrkinn með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Hanna Katrín Friðriksson, þingmaður Viðreisnar, bað um skýrsluna á sínum tíma.
Vill fá að vita af hverju upplýsingar um fjárfestingar útgerðarfélaga voru felldar út
Í lok ágúst var birt skýrsla sem átti að sýna krosseignatengsl eða ítök útgerðarfélaga í einstökum fyrirtækjum, en að mati þess þingmanns sem bað um hana gerði hún hvorugt. Síðar kom í ljós að mikilvægar upplýsingar voru felldar út fyrir birtingu.
Kjarninn 4. desember 2021
Ingrid Kuhlman
Dánaraðstoð: Óttinn við misnotkun er ástæðulaus
Kjarninn 4. desember 2021
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, ásamt Agnesi M. Sigurðardóttur, biskup Íslands.
Sóknargjöld lækka um 215 milljónir króna milli ára
Milljarðar króna renna úr ríkissjóði til trúfélaga á hverju ári. Langmest fer til þjóðkirkjunnar og í fyrra var ákveðið að hækka tímabundið einn tekjustofn trúfélaga um 280 milljónir króna. Nú hefur sú tímabundna hækkun verið felld niður.
Kjarninn 4. desember 2021
Íbúðafjárfesting hefur dregist saman á árinu, á sama tíma og verð hefur hækkað og auglýstum íbúðum á sölu hefur fækkað.
Mikill samdráttur í íbúðafjárfestingu í ár
Fjárfestingar í uppbyggingu íbúðarhúsnæðis hefur dregist saman á síðustu mánuðum, samhliða mikilli verðhækkun og fækkun íbúða á sölu. Samkvæmt Hagstofu er búist við að íbúðafjárfesting verði rúmlega 8 prósentum minni í ár heldur en í fyrra.
Kjarninn 4. desember 2021
„Ég fór með ekkert á milli handanna nema lífið og dóttur mína“
Þolandi heimilisofbeldis – umkomulaus í ókunnugu landi og á flótta – bíður þess að íslensk stjórnvöld sendi hana og unga dóttur hennar úr landi. Hún flúði til Íslands fyrr á þessu ári og hefur dóttir hennar náð að blómstra eftir komuna hingað til lands.
Kjarninn 4. desember 2021
Kynferðisleg áreitni og ofbeldi í álverunum og verklag þeirra
Alls hafa 27 tilkynningar borist álfyrirtækjunum þremur, Fjarðaáli, Norðuráli og Rio Tinto á síðustu fjórum árum. Kjarninn kannaði þá verkferla sem málin fara í innan fyrirtækjanna.
Kjarninn 4. desember 2021
Inga Sæland er hæstánægð með nýja vinnuaðstöðu Flokks fólksins og ljóst er á henni að það skemmir ekki fyrir að Miðflokkurinn neyðist til að kveðja vinnuaðstöðuna vegna mjög dvínandi þingstyrks.
Inga Sæland tekur yfir skrifstofur Miðflokksins og kallar það „karma“
„Hvað er karma, ef það er ekki þetta?“ segir Inga Sæland um flutninga þingflokks Flokks fólksins yfir í skrifstofuhúsnæði Alþingis þar sem níu manna þingflokkur Miðflokksins, sem í dag er einungis tveggja manna, var áður til húsa.
Kjarninn 3. desember 2021
Pawel Bartoszek
Samráðið er raunverulegt
Kjarninn 3. desember 2021
Meira úr sama flokkiInnlent