Segir frumvarpshöfunda slá upp jafnréttisskikkju

Í umsögn Heiðveigar Maríu Einarsdóttur um nýtt frumvarp um breytingar á veiðigjöldum gagnrýnir hún jafnréttiskaflinn, sem og frumvarpið í heild sinni.

Heiðveig María Einarsdóttir.
Heiðveig María Einarsdóttir.
Auglýsing

„Á sama tíma og sjó­manna­for­ystan telur hag sjó­manna hafa tekið stakka­skiptum eftir síð­ustu samn­inga með fríu fæði og vinnu­fötum sem þeir sjálfir og hjálp­ar­laust, að eigin mati, komu inn í okkar kjör líður mér eins og þeim finn­ist þeir getað tekið sér pásu frá þeim málum sem okkur varða - félaga þess­ara stétt­ar­fé­laga.“ Þetta segir Heið­veig María Ein­ars­dóttir sjó­maður og við­skipta­lög­fræð­ingur í stöðu­upp­færslu á Face­book-­síðu sinni í morg­un.

Hún gagn­rýnir þar harð­lega nýtt frum­varp um breyt­ingar á veiði­gjöldum sem kynnt var í síð­ustu viku og af þeim sökum hefur hún nú ­tekið saman athuga­semdir og umsögn um frum­varpið og komið þeim á fram­færi við Atvinnu­vega­nefnd Alþingis sem fer með mál­ið.

Heið­veig fer hörðum orðum yfir það sem kemur fram í frum­varp­inu varð­andi jafn­rétt­is­mál. Hún segir í umsögn sinni að frum­varps­höf­undar slái upp jafn­rétt­is­skikkj­unni og í raun leggi fram ein­ungis ein rök fyrir því að stofn til útreikn­ings veiði­gjalds skuli ekki byggður á fisk­vinnslu.

Auglýsing

Hún vísar í kafla úr frum­varp­inu þar sem fram kemur að ástæða sé til að víkja sér­stak­lega að jafn­rétt­is­mál­um. „Vinnu­mark­að­ur­inn hér á landi er kynja­skiptur eins og víða í hinum vest­ræna heimi. Konur eru að miklu leyti laun­þegar í ýmis konar þjón­ustu­grein­um. Fram hefur komið það sjón­ar­mið að á lands­byggð­inni séu víða ríkj­andi karllæg við­mið og gildi þar sem störf sem karl­menn gegna séu meira met­in, svo sem í frum­at­vinnu­grein­un­um, sjáv­ar­út­vegi, land­bún­aði og iðn­aði. Störf í land­vinnslu hafa jafnan verið að meiri­hluta á hendi kvenna. Þá má geta þess að konur hafa á síð­ustu árum verið mun sýni­legri í sjáv­ar­út­vegi en áður. Nefna má að með frum­varpi þessu er ekki lagt til að vinnsla á sjáv­ar­afla verði hluti af reikni­stofni veiði­gjalds sem mundi frem­ur, sam­kvæmt þessu, koma við störf kvenna en karla,“ segir í frum­varp­inu.

Heið­veig telur að með þess­ari fram­setn­ingu séu frum­varps­höf­undar að varpa fram þeirri spurn­ingu að veiði­gjaldið komi til með að verða greitt af þeim sem við grein­ina starfa frekar en þeim er hagn­ast af henni og stingi það algjör­lega í stúf við mark­mið, umfjöllun og „lof­orð“ þar um.

„Að sama skapi má lesa út úr þess­ari máls­grein að frum­varps­höf­undar telji störf kvenna mik­il­væg­ari en störf karla, þá sjó­manna sem eru að meiri­hluta karl­menn, þá að því gefnu að frum­varps­höf­undar séu sam­kvæmir sjálfum sér í skrifum þess­um. Að fórna og ógna afkomu sjó­manna og fjöl­skyldna þeirra og þá tekjum rík­is­sjóðs með röklausri jafn­rétt­is­skikkju er því algjör tíma­skekkja og í besta falli algjör­lega á skjön við allt það sem frum­varp þetta á að byggja á,“ segir hún í umsögn sinni.

Heið­veig segir jafn­framt í sam­tali við Kjarn­ann þetta vera fárán­legt fram­lag inn í frum­varp­ið, þetta sé mis­munun og yfir­klór.

Illa unnið frum­varp

Heið­veig telur frum­varpið illa unnið að miklu leyti. Hún bendir á að í frum­varp­inu sé margt sagt kannað og að ekki hafi gef­ist tími til­ að skoða ýmsa hluti. Margt sé einnig látið liggja milli hluta. Frum­varpið sé langt í frá boð­legt sem grunnur að ein­hvers konar sátt um póli­tískt hita­mál. Heið­veig segir að miðað við gagn­rýn­ina sem kom fram á síð­asta frum­varp séu þetta von­brigði.

„Ég hlust­aði á umræð­urnar á Alþingi og maður getur ekki sleppt því að spyrja sig hverra hags­muna sé verið að gæta þarna,“ segir hún og bætir því að útfærsl­urnar komi til með að koma niður á sjó­mönn­unum sjálf­um, verði frum­varpið óbreytt að lög­um. Hún gagn­rýnir jafn­framt for­ystu sjó­manna en hún er sjálf í Sjó­manna­fé­lagi Íslands. „Eng­inn segir neitt frá for­yst­unn­i,“ segir hún og telur hún enn fremur að umsagnir eigi að koma frá stétt­ar­fé­lög­unum sem eigi að leita til við­eig­andi fag­að­ila eftir við­fangs­efni hverju sinni ef þurfa þyk­ir.

Veiði­gjöldin klipin af hlut sjó­manna

Í stöðu­upp­færslu sinni seg­ist hún hafa bent á hvernig sjó­menn fengu einir stétta ekki aukið mót­fram­lag launa­greið­anda í líf­eyr­is­sjóði, gagn­rýnt fram­göngu for­yst­unnar varð­andi mynda­véla­eft­ir­lit og nú síð­ast varð­andi frum­varp um breyt­ingar á veiði­gjald­inu. „Miðað við mína reynslu af sam­skiptum við okkar verka­lýðs­for­ystu gerði ég ekki ráð fyrir að okkar hags­muna væri gætt hér frekar en fyrri dag­inn þegar nýtt veiði­gjalda­frum­varp var kynnt nú í síð­ustu viku.

Við sjó­menn ræðum það okkar á milli að lík­lega verði veiði­gjöldin að ein­hverju leyti klipin af okkar hlut,“ segir hún og af þeirri ástæðu tók hún saman athuga­semdir og umsögn um frum­varpið og kom þeim á fram­færi við Atvinnu­vega­nefnd Alþingis sem fer með mál­ið.

Við þurfum á þínu framlagi að halda

Þú getur tekið beinan þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við sem vinnum á ritstjórn Kjarnans viljum hvetja þig til að vera með okkur í liði og leggja okkar góða fjölmiðli til mánaðarlegt framlag svo við getum haldið áfram að vinna fyrir lesendur, fyrir fólkið í landinu.

Kjarninn varð níu ára í sumar. Þegar hann hóf að taka við frjálsum framlögum þá varð slagorðið „Frjáls fjölmiðill fyrir andvirði kaffibolla“ til og lesendur voru hvattir til að leggja fram í það minnsta upphæð eins kaffibolla á mánuði.

Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þeim níu árum sem Kjarninn hefur lifað. Í huga okkar á Kjarnanum hefur þörfin fyrir fjölmiðla sem veita raunverulegt aðhald og taka hlutverk sitt alvarlega aukist til muna.

Við trúum því að Kjarninn skipti máli fyrir samfélagið.

Við trúum því að sjálfstæð og vönduð blaðamennska skipti máli.

Ef þú trúir því sama þá endilega hugsaðu hvort Kjarninn er ekki allavega nokkurra kaffibolla virði á mánuði.

Vertu með okkur í liði. Þitt framlag skiptir máli.

Ritstjórn Kjarnans: Sunna Ósk Logadóttir, Þórður Snær Júlíusson, Erla María Markúsdóttir, Arnar Þór Ingólfsson, Eyrún Magnúsdóttir og Grétar Þór Sigurðsson.


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Þorbjörn Guðmundsson
Er íslenska velferðarkerfið ekki lengur griðarstaður þeirra sem minnst hafa?
Kjarninn 11. janúar 2023
Takk fyrir og sjáumst á nýjum miðli á föstudag
Bréf frá ritstjóra Kjarnans vegna sameiningar við Stundina og þess að nýr framsækinn fréttamiðill verður til í lok viku.
Kjarninn 11. janúar 2023
Sverrir Albertsson
Vatn á myllu kölska
Kjarninn 11. janúar 2023
Lögreglumenn standa vörð um gröfurnar í námunni.
Berjast fyrir þorpi á barmi hengiflugs
Lítið þorp í Rínarlöndum Þýskalands er allt komið í eigu kolarisa. Fyrirtækið ætlar sér að mylja niður húsin og stækka kolanámu sína sem þegar þekur um 80 ferkílómetra. Þetta þykir mörgum skjóta skökku við í heimi sem berst við loftslagsbreytingar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Arnþrúður Karlsdóttir, útvarpsstjóri Útvarps Sögu.
Útvarp Saga telur fjölmiðlastyrki skapa tortryggni og bjóða upp á frændhygli
Fjögur fjölmiðlafyrirtæki hafa til þessa skilað inn umsögnum um frumvarp Lilju Alfreðsdóttur menningar- og viðskiptaráðherra, sem mun að óbreyttu framlengja núverandi styrkjakerfi til fjölmiðla.
Kjarninn 10. janúar 2023
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar.
Viðræðum slitið og Efling undirbýr verkfallsaðgerðir
Samtök atvinnulífsins hafa hafnað gagntilboði Eflingar um skammtímakjarasamning, sem kvað á um meiri launahækkanir en SA hefur samið um við aðra hópa á almennum vinnumarkaði til þessa. Efling undirbýr nú verkfallsaðgerðir.
Kjarninn 10. janúar 2023
Palestínski fáninn á lofti í mótmælum í Reykjavík. Ísraelskri lögreglu hefur nú verið fyrirskipað að rífa fánann niður á almannafæri.
Fánabann og refsiaðgerðir í Palestínu í kjölfar niðurstöðu Sameinuðu þjóðanna
Degi eftir að ný ríkisstjórn tók við völdum í Ísrael samþykkti allsherjarþing Sþ að fela Alþjóðadómstólnum í Haag að meta lögmæti hernáms Ísraelsríkis á Vesturbakkanum. Síðan þá hefur stjórnin gripið til refsiaðgerða og nú síðast fánabanns.
Kjarninn 10. janúar 2023
Gríðarlega mikil dæling á sandi á sér stað í Landeyjahöfn á hverju ári. Markarfljótið ber hundruð þúsunda tonna af jarðefnum út í sjó og það á til að safnast upp í mynni hafnarinnar.
Vilja sjúga sand af hafsbotni í stórum stíl og flytja út
Eftirspurn eftir íslenskum jarðefnum er gríðarleg ef marka má framkomin áform erlendra stórfyrirtækja um nýtingu þeirra. Vinsældir hafnarinnar í Þorlákshöfn eru samhliða mjög miklar.
Kjarninn 10. janúar 2023
Meira úr sama flokkiInnlent