Segir frumvarpshöfunda slá upp jafnréttisskikkju

Í umsögn Heiðveigar Maríu Einarsdóttur um nýtt frumvarp um breytingar á veiðigjöldum gagnrýnir hún jafnréttiskaflinn, sem og frumvarpið í heild sinni.

Heiðveig María Einarsdóttir.
Heiðveig María Einarsdóttir.
Auglýsing

„Á sama tíma og sjó­manna­for­ystan telur hag sjó­manna hafa tekið stakka­skiptum eftir síð­ustu samn­inga með fríu fæði og vinnu­fötum sem þeir sjálfir og hjálp­ar­laust, að eigin mati, komu inn í okkar kjör líður mér eins og þeim finn­ist þeir getað tekið sér pásu frá þeim málum sem okkur varða - félaga þess­ara stétt­ar­fé­laga.“ Þetta segir Heið­veig María Ein­ars­dóttir sjó­maður og við­skipta­lög­fræð­ingur í stöðu­upp­færslu á Face­book-­síðu sinni í morg­un.

Hún gagn­rýnir þar harð­lega nýtt frum­varp um breyt­ingar á veiði­gjöldum sem kynnt var í síð­ustu viku og af þeim sökum hefur hún nú ­tekið saman athuga­semdir og umsögn um frum­varpið og komið þeim á fram­færi við Atvinnu­vega­nefnd Alþingis sem fer með mál­ið.

Heið­veig fer hörðum orðum yfir það sem kemur fram í frum­varp­inu varð­andi jafn­rétt­is­mál. Hún segir í umsögn sinni að frum­varps­höf­undar slái upp jafn­rétt­is­skikkj­unni og í raun leggi fram ein­ungis ein rök fyrir því að stofn til útreikn­ings veiði­gjalds skuli ekki byggður á fisk­vinnslu.

Auglýsing

Hún vísar í kafla úr frum­varp­inu þar sem fram kemur að ástæða sé til að víkja sér­stak­lega að jafn­rétt­is­mál­um. „Vinnu­mark­að­ur­inn hér á landi er kynja­skiptur eins og víða í hinum vest­ræna heimi. Konur eru að miklu leyti laun­þegar í ýmis konar þjón­ustu­grein­um. Fram hefur komið það sjón­ar­mið að á lands­byggð­inni séu víða ríkj­andi karllæg við­mið og gildi þar sem störf sem karl­menn gegna séu meira met­in, svo sem í frum­at­vinnu­grein­un­um, sjáv­ar­út­vegi, land­bún­aði og iðn­aði. Störf í land­vinnslu hafa jafnan verið að meiri­hluta á hendi kvenna. Þá má geta þess að konur hafa á síð­ustu árum verið mun sýni­legri í sjáv­ar­út­vegi en áður. Nefna má að með frum­varpi þessu er ekki lagt til að vinnsla á sjáv­ar­afla verði hluti af reikni­stofni veiði­gjalds sem mundi frem­ur, sam­kvæmt þessu, koma við störf kvenna en karla,“ segir í frum­varp­inu.

Heið­veig telur að með þess­ari fram­setn­ingu séu frum­varps­höf­undar að varpa fram þeirri spurn­ingu að veiði­gjaldið komi til með að verða greitt af þeim sem við grein­ina starfa frekar en þeim er hagn­ast af henni og stingi það algjör­lega í stúf við mark­mið, umfjöllun og „lof­orð“ þar um.

„Að sama skapi má lesa út úr þess­ari máls­grein að frum­varps­höf­undar telji störf kvenna mik­il­væg­ari en störf karla, þá sjó­manna sem eru að meiri­hluta karl­menn, þá að því gefnu að frum­varps­höf­undar séu sam­kvæmir sjálfum sér í skrifum þess­um. Að fórna og ógna afkomu sjó­manna og fjöl­skyldna þeirra og þá tekjum rík­is­sjóðs með röklausri jafn­rétt­is­skikkju er því algjör tíma­skekkja og í besta falli algjör­lega á skjön við allt það sem frum­varp þetta á að byggja á,“ segir hún í umsögn sinni.

Heið­veig segir jafn­framt í sam­tali við Kjarn­ann þetta vera fárán­legt fram­lag inn í frum­varp­ið, þetta sé mis­munun og yfir­klór.

Illa unnið frum­varp

Heið­veig telur frum­varpið illa unnið að miklu leyti. Hún bendir á að í frum­varp­inu sé margt sagt kannað og að ekki hafi gef­ist tími til­ að skoða ýmsa hluti. Margt sé einnig látið liggja milli hluta. Frum­varpið sé langt í frá boð­legt sem grunnur að ein­hvers konar sátt um póli­tískt hita­mál. Heið­veig segir að miðað við gagn­rýn­ina sem kom fram á síð­asta frum­varp séu þetta von­brigði.

„Ég hlust­aði á umræð­urnar á Alþingi og maður getur ekki sleppt því að spyrja sig hverra hags­muna sé verið að gæta þarna,“ segir hún og bætir því að útfærsl­urnar komi til með að koma niður á sjó­mönn­unum sjálf­um, verði frum­varpið óbreytt að lög­um. Hún gagn­rýnir jafn­framt for­ystu sjó­manna en hún er sjálf í Sjó­manna­fé­lagi Íslands. „Eng­inn segir neitt frá for­yst­unn­i,“ segir hún og telur hún enn fremur að umsagnir eigi að koma frá stétt­ar­fé­lög­unum sem eigi að leita til við­eig­andi fag­að­ila eftir við­fangs­efni hverju sinni ef þurfa þyk­ir.

Veiði­gjöldin klipin af hlut sjó­manna

Í stöðu­upp­færslu sinni seg­ist hún hafa bent á hvernig sjó­menn fengu einir stétta ekki aukið mót­fram­lag launa­greið­anda í líf­eyr­is­sjóði, gagn­rýnt fram­göngu for­yst­unnar varð­andi mynda­véla­eft­ir­lit og nú síð­ast varð­andi frum­varp um breyt­ingar á veiði­gjald­inu. „Miðað við mína reynslu af sam­skiptum við okkar verka­lýðs­for­ystu gerði ég ekki ráð fyrir að okkar hags­muna væri gætt hér frekar en fyrri dag­inn þegar nýtt veiði­gjalda­frum­varp var kynnt nú í síð­ustu viku.

Við sjó­menn ræðum það okkar á milli að lík­lega verði veiði­gjöldin að ein­hverju leyti klipin af okkar hlut,“ segir hún og af þeirri ástæðu tók hún saman athuga­semdir og umsögn um frum­varpið og kom þeim á fram­færi við Atvinnu­vega­nefnd Alþingis sem fer með mál­ið.

Ert þú í Kjarnasamfélaginu?

Kjarninn er opinn vefur en líflínan okkar eru frjáls framlög frá lesendum, Kjarnasamfélagið. Sú stoð undir reksturinn er okkur afar mikilvæg.

Með því að skrá þig í Kjarnasamfélagið gerir þú okkur kleift að halda áfram að vinna í þágu almennings og birta vandaðar fréttaskýringar, djúpar greiningar á efnahagsmálum og annað fréttatengt gæðaefni. 

Kjarninn hefur verið til taks fyrir kröfuharða lesendur undanfarin sjö ár og við ætlum okkur að standa vaktina áfram. 

Fyrir þá sem nú þegar eru stoltir styrkjendur Kjarnans þá leyfum við okkur að benda á að hægt er að óska eftir að hækka mánaðarlega framlagið með því að senda póst á takk@kjarninn.is


Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Minkar eru ræktaðir á búum víða um heim, m .a. á Íslandi, vegna feldsins.
Menn smituðust af minkum
Fólk er talið hafa borið kórónuveiruna inn í minkabú í Hollandi. Minkarnir sýktust og smituðu svo að minnsta kosti tvo starfsmenn. Engin grunur hefur vaknað um kórónuveirusmit i minkum eða öðrum dýrum hér á landi.
Kjarninn 1. júní 2020
Stóru viðskiptabankarnir þrír tilkynntu allir vaxtalækkanir í vikunni sem leið.
Bankarnir taka aftur forystu í húsnæðislánum
Stýrivaxtalækkanir, lækkun bankaskatts og afnám sveiflujöfnunarauka hafa haft áhrif á vaxtakjör sem og getu bankanna til að lána fé. Með tilliti til verðbólgu verða hagstæðustu vextirnir til húsnæðiskaupa nú hjá bönkum í stað lífeyrissjóða.
Kjarninn 31. maí 2020
Barnabókin „Ævintýri í Bulllandi“
Mæðgur dunduðu sér við að skrifa barnabók á meðan að COVID-faraldurinn hélt samfélaginu í samkomubanni. Þær safna nú fyrir útgáfu hennar á Karolina fund.
Kjarninn 31. maí 2020
Þorri landsmanna greiðir tekjuskatt og útsvar. Hluti greiðir hins vegar fyrst og fremst fjármagnstekjuskatt.
Tekjur vegna arðgreiðslna jukust í fyrra en runnu til færri einstaklinga
Alls voru tekjur vegna arðs 46,1 milljarður króna í fyrra. Þeim einstaklingum sem höfðu slíkar tekjur fækkaði á því ári. Alls eru 75 prósent eigna heimila landsins bundnar í fasteignum.
Kjarninn 31. maí 2020
Maskína leiðrétti framsetningu Moggans á göngugatnakönnun
Maskína, sem vann könnun á viðhorfum til varanlegra göngugatna fyrir hóp kaupmanna sem berst gegn göngugötum í miðborginni, sendi frá sér leiðréttingu á fimmtudag eftir að bjöguð mynd af niðurstöðunum var dregin fram í Morgunblaðinu.
Kjarninn 31. maí 2020
Auður Jónsdóttir
Þú verður að deyja fyrir samfélagið!
Kjarninn 31. maí 2020
Stefán Ólafsson
Atvinnuleysisbætur eru alltof lágar
Kjarninn 31. maí 2020
Inger Støjberg, þáverandi ráðherra innflytjendamála í dönsku stjórninni, sést hér á fundi í Brussel 25. janúar árið 2016. Þann sama dag sá hún fréttir sem gerðu hana hoppandi illa og urðu kveikjan að þeim embættisfærslum sem nú eru til rannsóknar.
Að tala tungum tveim og draga kanínu úr hatti
Danskir stjórnmálaskýrendur sem fylgjast með rannsókn á embættisfærslum Inger Støjberg, fyrrverandi ráðherra, segja hana hafa talað tungum tveim í yfirheyrslum vegna rannsóknarinnar. Minnisblað sem enginn hafði áður heyrt minnst á dúkkaði skyndilega upp.
Kjarninn 31. maí 2020
Meira úr sama flokkiInnlent