Segir frumvarpshöfunda slá upp jafnréttisskikkju

Í umsögn Heiðveigar Maríu Einarsdóttur um nýtt frumvarp um breytingar á veiðigjöldum gagnrýnir hún jafnréttiskaflinn, sem og frumvarpið í heild sinni.

Heiðveig María Einarsdóttir.
Heiðveig María Einarsdóttir.
Auglýsing

„Á sama tíma og sjó­manna­for­ystan telur hag sjó­manna hafa tekið stakka­skiptum eftir síð­ustu samn­inga með fríu fæði og vinnu­fötum sem þeir sjálfir og hjálp­ar­laust, að eigin mati, komu inn í okkar kjör líður mér eins og þeim finn­ist þeir getað tekið sér pásu frá þeim málum sem okkur varða - félaga þess­ara stétt­ar­fé­laga.“ Þetta segir Heið­veig María Ein­ars­dóttir sjó­maður og við­skipta­lög­fræð­ingur í stöðu­upp­færslu á Face­book-­síðu sinni í morg­un.

Hún gagn­rýnir þar harð­lega nýtt frum­varp um breyt­ingar á veiði­gjöldum sem kynnt var í síð­ustu viku og af þeim sökum hefur hún nú ­tekið saman athuga­semdir og umsögn um frum­varpið og komið þeim á fram­færi við Atvinnu­vega­nefnd Alþingis sem fer með mál­ið.

Heið­veig fer hörðum orðum yfir það sem kemur fram í frum­varp­inu varð­andi jafn­rétt­is­mál. Hún segir í umsögn sinni að frum­varps­höf­undar slái upp jafn­rétt­is­skikkj­unni og í raun leggi fram ein­ungis ein rök fyrir því að stofn til útreikn­ings veiði­gjalds skuli ekki byggður á fisk­vinnslu.

Auglýsing

Hún vísar í kafla úr frum­varp­inu þar sem fram kemur að ástæða sé til að víkja sér­stak­lega að jafn­rétt­is­mál­um. „Vinnu­mark­að­ur­inn hér á landi er kynja­skiptur eins og víða í hinum vest­ræna heimi. Konur eru að miklu leyti laun­þegar í ýmis konar þjón­ustu­grein­um. Fram hefur komið það sjón­ar­mið að á lands­byggð­inni séu víða ríkj­andi karllæg við­mið og gildi þar sem störf sem karl­menn gegna séu meira met­in, svo sem í frum­at­vinnu­grein­un­um, sjáv­ar­út­vegi, land­bún­aði og iðn­aði. Störf í land­vinnslu hafa jafnan verið að meiri­hluta á hendi kvenna. Þá má geta þess að konur hafa á síð­ustu árum verið mun sýni­legri í sjáv­ar­út­vegi en áður. Nefna má að með frum­varpi þessu er ekki lagt til að vinnsla á sjáv­ar­afla verði hluti af reikni­stofni veiði­gjalds sem mundi frem­ur, sam­kvæmt þessu, koma við störf kvenna en karla,“ segir í frum­varp­inu.

Heið­veig telur að með þess­ari fram­setn­ingu séu frum­varps­höf­undar að varpa fram þeirri spurn­ingu að veiði­gjaldið komi til með að verða greitt af þeim sem við grein­ina starfa frekar en þeim er hagn­ast af henni og stingi það algjör­lega í stúf við mark­mið, umfjöllun og „lof­orð“ þar um.

„Að sama skapi má lesa út úr þess­ari máls­grein að frum­varps­höf­undar telji störf kvenna mik­il­væg­ari en störf karla, þá sjó­manna sem eru að meiri­hluta karl­menn, þá að því gefnu að frum­varps­höf­undar séu sam­kvæmir sjálfum sér í skrifum þess­um. Að fórna og ógna afkomu sjó­manna og fjöl­skyldna þeirra og þá tekjum rík­is­sjóðs með röklausri jafn­rétt­is­skikkju er því algjör tíma­skekkja og í besta falli algjör­lega á skjön við allt það sem frum­varp þetta á að byggja á,“ segir hún í umsögn sinni.

Heið­veig segir jafn­framt í sam­tali við Kjarn­ann þetta vera fárán­legt fram­lag inn í frum­varp­ið, þetta sé mis­munun og yfir­klór.

Illa unnið frum­varp

Heið­veig telur frum­varpið illa unnið að miklu leyti. Hún bendir á að í frum­varp­inu sé margt sagt kannað og að ekki hafi gef­ist tími til­ að skoða ýmsa hluti. Margt sé einnig látið liggja milli hluta. Frum­varpið sé langt í frá boð­legt sem grunnur að ein­hvers konar sátt um póli­tískt hita­mál. Heið­veig segir að miðað við gagn­rýn­ina sem kom fram á síð­asta frum­varp séu þetta von­brigði.

„Ég hlust­aði á umræð­urnar á Alþingi og maður getur ekki sleppt því að spyrja sig hverra hags­muna sé verið að gæta þarna,“ segir hún og bætir því að útfærsl­urnar komi til með að koma niður á sjó­mönn­unum sjálf­um, verði frum­varpið óbreytt að lög­um. Hún gagn­rýnir jafn­framt for­ystu sjó­manna en hún er sjálf í Sjó­manna­fé­lagi Íslands. „Eng­inn segir neitt frá for­yst­unn­i,“ segir hún og telur hún enn fremur að umsagnir eigi að koma frá stétt­ar­fé­lög­unum sem eigi að leita til við­eig­andi fag­að­ila eftir við­fangs­efni hverju sinni ef þurfa þyk­ir.

Veiði­gjöldin klipin af hlut sjó­manna

Í stöðu­upp­færslu sinni seg­ist hún hafa bent á hvernig sjó­menn fengu einir stétta ekki aukið mót­fram­lag launa­greið­anda í líf­eyr­is­sjóði, gagn­rýnt fram­göngu for­yst­unnar varð­andi mynda­véla­eft­ir­lit og nú síð­ast varð­andi frum­varp um breyt­ingar á veiði­gjald­inu. „Miðað við mína reynslu af sam­skiptum við okkar verka­lýðs­for­ystu gerði ég ekki ráð fyrir að okkar hags­muna væri gætt hér frekar en fyrri dag­inn þegar nýtt veiði­gjalda­frum­varp var kynnt nú í síð­ustu viku.

Við sjó­menn ræðum það okkar á milli að lík­lega verði veiði­gjöldin að ein­hverju leyti klipin af okkar hlut,“ segir hún og af þeirri ástæðu tók hún saman athuga­semdir og umsögn um frum­varpið og kom þeim á fram­færi við Atvinnu­vega­nefnd Alþingis sem fer með mál­ið.

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Lóa Margrét Hauksdóttir
Börnin í heiminum eiga öll að hafa það gott!
Kjarninn 20. nóvember 2019
Fasteignamarkaðurinn að taka aftur við sér
Fasteignaverð tók kipp í októbermánuði og hækkaði vísitala markaðarins um 0,5 prósent frá því mánuðinn á undan.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Þjóðskrá afhendir upplýsingar um meðlimi í trú- og lífsskoðunarfélögum
Úrskurðarnefnd um upplýsingamál mat það svo að netföng væru ekki viðkæmar persónuupplýsingar.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Heiðrún Lind Marteinsdóttir, framkvæmdastjóri SFS.
SFS segjast gera kröfu til sjávarútvegsins um að starfa heiðarlega og löglega
Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi segjast vilja vera fyrirmynd og í fremstu röð í heiminum þegar kemur að sjávarútvegi. Þau ætla að styðja stjórnvöld í aðgerðum sínum sem eru tilkomnar vegna Samherjamálsins.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristbjörn Árnason
Enn einu sinni springur kapítalisminn í loft upp á græðginni og siðleysinu
Leslistinn 19. nóvember 2019
Árni M. Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra.
Fyrrverandi ráðherra á meðal stjórnenda stofnunar sem gerir úttekt á útgerðum
Árni Mathiesen, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, er aðstoðarframkvæmdastjóri fiskveiðisviðs stofnunarinnar sem Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra, hefur falið að gera úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra.
FAO vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða í þróunarlöndum
Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegsráðherra mun hafa frumkvæði að því Alþjóðamatvælastofnunin vinni úttekt á viðskiptaháttum útgerða sem stunda veiðar og eiga í viðskiptum með aflaheimildir í þróunarlöndum.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Björgólfur úr stjórn Sjóvá „vegna anna“
Björgólfur Jóhannsson hefur ákveðið að víkja tímabundið úr stjórn Sjóvá. Hann var stjórnarformaður félagsins. Björgólfur tók nýverið við forstjórastöðunni hjá Samherja.
Kjarninn 19. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent