Tugir karlmanna hafa fengið forvarnarlyf gegn HIV á fáeinum vikum

Rétt tæplega 30 einstaklingar hafa bæst í hóp HIV-smitaðra það sem af er ári og þykir sú tala há.

Landspítalinn
Landspítalinn
Auglýsing

Á sjö­unda tug karl­manna hefur á fáum vikum farið í gegnum áhættu­mat á Land­spít­ala og fengið for­varn­ar­lyf gegn HIV. Þetta kemur fram í við­tali við Bryn­dísi Sig­urð­ar­dóttur smit­sjúk­dóma­lækn­i ­sem birt­ist í októ­ber­út­gáfu Lækna­blaðs­ins.

Bryn­dís telur að karl­menn­irnir verði allt að 80 tals­ins innan skamms. Í við­tal­inu kemur fram að yfir­völd hafi nú í sumar hafið að greiða að fullu fyrir sam­heita­lyf Truvada til að fyr­ir­byggja ný HIV-smit meðal karla sem stunda kyn­líf sín á milli. Ein­ungis örfáir hafi ekki upp­fyllt skil­yrði fyrir lyfj­un­um.

Rétt tæp­lega 30 ein­stak­lingar hafa bæst í hóp HIV-smit­aðra það sem af er ári og þykir það mik­ið. HIV-smitum fækkar á heims­vísu á sama tíma og þeim fjölgar hjá karl­mönnum sem sofa hjá öðrum körl­um. Bryn­dís segir að HIV sé þeim raun­veru­leg ógn.

Í svari Emb­ættis land­læknis við fyr­ir­spurn Kjarn­ans kemur fram að í fyrra hafi 28 ein­stak­lingar verið skráðir með HIV sem ekki hafði verið skráð hér­lendis fyrr. Margir þeirra voru erlendir rík­is­borg­arar sem voru að flytja til lands­ins, ýmist áður þekkt smit eða óþekkt.

Auglýsing

Eft­ir­spurn meiri en reiknað var með

Bryn­dís segir að eft­ir­spurn eftir for­varn­ar­lyf­inu sé nokkru meiri en reiknað hafi verið með en gert var ráð fyrir 30 til 50 manns. „Við ráð­færðum okkur við HIV-­sam­tökin sem töldu lík­legt að talan yrði um 70. Nú höfum við ski­mað 64 og sím­töl­um, sem voru mörg helstu sum­ar­leyf­is­mán­uð­ina, fækk­ar,“ segir hún.

Hún segir jafn­framt að í ljós komi hverjir haldi áfram lyfja­með­ferð­inni en sumum henti ekki að taka lyf á hverjum degi. „Sumir fara í fast sam­band og þetta er ekki ætlað fyrir þá. Ekki einu sinni fyrir þann sem er með HIV-smit­uðum sem er á lyfjum og mælist með 0 í veiru­magn­i.“

Ríkið greiðir um 66.000 kr fyrir hvern mán­að­ar­skammt af sam­heita­lyfi Truvada sem inni­heldur emtricita­bine/ten­ofov­ir. Miðað við þær for­sendur kostar þetta hátt í 800.000 krónum á ári fyrir hvern og einn en mönnum er ekki ætlað að vera á lyf­inu árum sam­an, segir í við­tal­inu.

„Þetta er hag­stæð­ara en að vera með ein­stak­ling, allt frá tví­tugu, í um 200.000 króna lyfja­með­ferð á mán­uði alla ævi vegna HIV. Mín til­finn­ing er sú að ef ég kem í veg fyrir eitt til tvö smit á ári sé til­gangi okkar náð. Ég er mjög hlynnt lyfi í for­varn­ar­skyni gegn HIV,“ segir Bryn­dís í sam­tali við Lækna­blaðið en hún væntir þess að lyfið verði ódýr­ara með fleiri útboð­um. „Nú þegar hafa tveir ungir menn sem hugð­ust fara þessa leið greinst með HIV-smit. HIV er raun­veru­leg ógn við þennan hóp.“

Hægt er að lesa við­talið í heild sinni á vef­síðu Lækna­blaðs­ins. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Frjáls framlög lesenda eru mikilvægur þáttur í rekstri Kjarnans. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni á vitrænan hátt og greina kjarnann frá hisminu fyrir lesendur. 

Kjarninn er fjölmiðill sem leggur sig fram við að upplýsa og skýra út það sem á sér stað í samfélaginu með áherslu á gæði og dýpt. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari. 

Ef þú kannt vel við það efni sem þú lest á Kjarnanum viljum við hvetja þig til að styrkja okkur. Þinn styrkur er okkar styrkur.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Skipstjóri Samherja: Kemur á óvart að vera sakaður um brot
Arngrímur Brynjólfsson var handtekinn í Namibíu. Hann segist ekki vita til þess að skipið sem hann stýrir hafi veitt ólöglega.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Kalla eftir hugmyndum frá almenningi um vannýtt matvæli
Verkefni á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra óskar eftir hugmyndum frá almenningi og framleiðendum um hvernig megi skapa verðmæti úr vannýtum matvælum. Nemendur við Hótel- og matvælaskólanum munu síðan nýta hugmyndirnar við gerð nýrra rétta.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Ilia Shuma­nov, aðstoð­ar­fram­kvæmda­stjóri Rúss­lands­deildar Tran­sparency International
Umræðufundur um rússneskt samhengi Samherjamálsins
Á morgun fer fram umræðufundur um baráttuna gegn alþjóðlegu peningaþvætti á Sólon. Aðstoðarframkvæmdastjóri Rússlandsdeildar Transparency International mun halda fyrirlestur um helstu áskoranir peningaþvættis og leiðir til að rannsaka það.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða.
Jón Sigurðsson kominn í stjórn Símans – Verður stjórnarformaður
Sitjandi stjórnarformaður Símans, Betrand Kan, var felldur í stjórnarkjöri í dag. Stoðir, stærsti hluthafi Símans, eru komin með mann inn í stjórn.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Fimmta hvert heimili á leigumarkaði undir lágtekjumörkum
Rúmlega 31 þúsund einstaklingar voru undir lágtekjumörkum í fyrra eða um 9 prósent íbúa á Íslandi. Hlutfall leigjenda undir lágtekjumörkum er mun hærra en á meðal þeirra sem eiga húsnæði.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Íslenskur skipstjóri í haldi í Namibíu
Skipstjóri sem starfaði árum saman hjá Samherja er í gæsluvarðhaldi í Namibíu eftir að hafa verið handtekinn fyrir ólöglegar veiðar.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Svanhildur Nanna og Guðmundur selja allan hlutinn sinn í VÍS
Þriðji stærsti eigandinn í VÍS hefur selt allan hlut sinn á tæplega 1,6 milljarða króna. Er líka á meðal stærstu eigenda í Kviku. Eigendurnir eru til rannsóknar hjá héraðssaksóknara.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Uppskipting Samherja veitti skjól gegn víðtækri upplýsingagjöf
Velta Samherja eins og hún var á árinu 2018 var það há að samstæðan var við það að þurfa að veita skattayfirvöldum víðtækar upplýsingar um tekjur og skatta allra félaga innan hennar í þeim löndum sem þau starfa.
Kjarninn 21. nóvember 2019
Meira úr sama flokkiInnlent