Tugir karlmanna hafa fengið forvarnarlyf gegn HIV á fáeinum vikum

Rétt tæplega 30 einstaklingar hafa bæst í hóp HIV-smitaðra það sem af er ári og þykir sú tala há.

Landspítalinn
Landspítalinn
Auglýsing

Á sjö­unda tug karl­manna hefur á fáum vikum farið í gegnum áhættu­mat á Land­spít­ala og fengið for­varn­ar­lyf gegn HIV. Þetta kemur fram í við­tali við Bryn­dísi Sig­urð­ar­dóttur smit­sjúk­dóma­lækn­i ­sem birt­ist í októ­ber­út­gáfu Lækna­blaðs­ins.

Bryn­dís telur að karl­menn­irnir verði allt að 80 tals­ins innan skamms. Í við­tal­inu kemur fram að yfir­völd hafi nú í sumar hafið að greiða að fullu fyrir sam­heita­lyf Truvada til að fyr­ir­byggja ný HIV-smit meðal karla sem stunda kyn­líf sín á milli. Ein­ungis örfáir hafi ekki upp­fyllt skil­yrði fyrir lyfj­un­um.

Rétt tæp­lega 30 ein­stak­lingar hafa bæst í hóp HIV-smit­aðra það sem af er ári og þykir það mik­ið. HIV-smitum fækkar á heims­vísu á sama tíma og þeim fjölgar hjá karl­mönnum sem sofa hjá öðrum körl­um. Bryn­dís segir að HIV sé þeim raun­veru­leg ógn.

Í svari Emb­ættis land­læknis við fyr­ir­spurn Kjarn­ans kemur fram að í fyrra hafi 28 ein­stak­lingar verið skráðir með HIV sem ekki hafði verið skráð hér­lendis fyrr. Margir þeirra voru erlendir rík­is­borg­arar sem voru að flytja til lands­ins, ýmist áður þekkt smit eða óþekkt.

Auglýsing

Eft­ir­spurn meiri en reiknað var með

Bryn­dís segir að eft­ir­spurn eftir for­varn­ar­lyf­inu sé nokkru meiri en reiknað hafi verið með en gert var ráð fyrir 30 til 50 manns. „Við ráð­færðum okkur við HIV-­sam­tökin sem töldu lík­legt að talan yrði um 70. Nú höfum við ski­mað 64 og sím­töl­um, sem voru mörg helstu sum­ar­leyf­is­mán­uð­ina, fækk­ar,“ segir hún.

Hún segir jafn­framt að í ljós komi hverjir haldi áfram lyfja­með­ferð­inni en sumum henti ekki að taka lyf á hverjum degi. „Sumir fara í fast sam­band og þetta er ekki ætlað fyrir þá. Ekki einu sinni fyrir þann sem er með HIV-smit­uðum sem er á lyfjum og mælist með 0 í veiru­magn­i.“

Ríkið greiðir um 66.000 kr fyrir hvern mán­að­ar­skammt af sam­heita­lyfi Truvada sem inni­heldur emtricita­bine/ten­ofov­ir. Miðað við þær for­sendur kostar þetta hátt í 800.000 krónum á ári fyrir hvern og einn en mönnum er ekki ætlað að vera á lyf­inu árum sam­an, segir í við­tal­inu.

„Þetta er hag­stæð­ara en að vera með ein­stak­ling, allt frá tví­tugu, í um 200.000 króna lyfja­með­ferð á mán­uði alla ævi vegna HIV. Mín til­finn­ing er sú að ef ég kem í veg fyrir eitt til tvö smit á ári sé til­gangi okkar náð. Ég er mjög hlynnt lyfi í for­varn­ar­skyni gegn HIV,“ segir Bryn­dís í sam­tali við Lækna­blaðið en hún væntir þess að lyfið verði ódýr­ara með fleiri útboð­um. „Nú þegar hafa tveir ungir menn sem hugð­ust fara þessa leið greinst með HIV-smit. HIV er raun­veru­leg ógn við þennan hóp.“

Hægt er að lesa við­talið í heild sinni á vef­síðu Lækna­blaðs­ins. 

Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Sólveig Anna Jónsdóttir
Á konudaginn: Nokkur orð um vinnu-konur vegna orða borgarstjóra um heimsreisur
Kjarninn 23. febrúar 2020
Flugferðum var aflýst í stórum stíl á mörgum Kanarí-eyjanna í dag.
Hví er sandbylur á Kanarí?
Mikil röskun á flugi. Viðburðum aflýst og skólum lokað. Skyggni lítið. Hvað er eiginlega að gerast á Kanarí-eyjum?
Kjarninn 23. febrúar 2020
Eftir sex daga verkfall mátti sjá í miðbæ Reykjavíkurborgar yfirfullar ruslatunnur.
Áhrifa verkfalls farið að gæta í miðborginni – Rusl flæðir úr tunnum
Verkfall Eflingar hefur ekki einungis áhrif á velferðarþjónustu í Reykjavíkurborg heldur má sjá, eftir vikuverkfall, að sorp er farið að safnast upp á götum borgarinnar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Kristbjörn Árnason
Efling sýnir klærnar og boðar samúðarverkföll
Leslistinn 23. febrúar 2020
Ilmbanki íslenskra jurta
Safnað fyrir uppsetningu Ilmsýningar Nordic angan í Álafosskvos á Karolina fund.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Auður Jónsdóttir og Auður Laxness.
Samtvinnuð örlög kynslóða
Leiklistargagnrýnandi Kjarnans fjallar um Auður og Auður, sýningu eftir Auði Jónsdóttur sem sýnd er í Landnámssetrinu.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni um bankasöluna: Þetta er algjörlega rakið mál
Fjármálaráðherra hefur áhyggjur af stöðu stóriðjufyrirtækja á Íslandi, flest eigi þau í miklum rekstrarvandræðum. Hann segir ekkert hafa verið rætt að selja Landsbankann enda sé talið mikilvægt að ríkið eigi kerfislega mikilvægan banka.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Bjarni Bendiktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni: Okkur hefur tekist stórkostlega að bæta lífskjörin á Íslandi
Formaður Sjálfstæðisflokksins segir það kosta blóð, svita og tár að komast til valda. Hann vill halda áfram að leiða flokkinn enda ekkert merkilegra eða skemmtilegra en að móta framtíð lands og þjóðar.
Kjarninn 23. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent