„Fjórða iðnbyltingin er bæði ein helsta áskorun og eitt helsta tækifæri stjórnenda fyrirtækja nú á tímum. Ný tækni gjörbreytir samkeppnisumhverfi og framleiðsluháttum. Þetta hefur ekki síst áhrif á mannauð fyrirtækja og getur gjörbreytt þeim störfum og því fólki sem fyrirtæki reiða sig á.“
Þetta er meðal þess sem fram kemur í ítarlegri grein Lilju Daggar Jónsdóttur, hagfræðings og MBA, í nýjustu útgáfu Vísbendingar, sem kemur til áskrifenda á morgun.
Í greininni er fjallað um hversu hratt mannauður er að breytast vegna aukinnar notkunar tækni. „Margt hefur verið skrifað um möguleg áhrif þessa til lengri tíma – fimm til tíu ára hið skemmsta og allt að fimmtíu árum eða lengur. Fyrir stjórnendur fyrirtækja er tímalínan sem mestu máli skiptir þó öllu styttri og horfa þeir við stefnumótun frekar á næstu eitt, þrjú eða kannski fimm árin. Samkvæmt niðurstöðum nýrrar rannsóknar á viðhorfum stjórnenda stærstu fyrirtækja heims til þessa fer ekki á milli mála að áhrifa tækni á störf gætir nú þegar í ákvörðunum og stefnumótun. Þær breytingar sem eiga sér stað eru eitt það brýnasta sem þessir stjórnendur glíma við nú um stundir. Skilaboð stjórnenda eru raunar að því hraðari sem breytingar verða þeim mun erfiðara og mikilvægara verði að bregðast við þeim á viðeigandi.“
Hægt er að gerast áskrifandi að Vísbendingu hér.