Sögulegur dagur á skráðum markaði - Mestu viðskipti í áratug

Tíðindin af yfirtöku Icelandair á WOW Air höfðu mikil áhrif á skráðum markaði í dag.

kauphöll
Auglýsing

Aldrei hafa fleiri við­skipti átt sér stað með bréf í einu félagi, sé horft yfir síð­asta ártug­inn á mark­aði, en áttu sér stað í dag með bréf í Icelandair Group. 

Mark­aðsviði Icelandair rauk upp um 39,2 pró­sent, eftir að til­kynnt var um yfir­töku félags­ins á WOW Air, sem fjallað hefur verið ítar­leg um að vef Kjarn­ans í dag. Á Face­book síðu Nas­daq er fjallað um þennan mikla fjölda við­skipta. „Mikið um að vera á mark­aði í dag. 277 við­skipti voru með Icelandair Group fyrir rúmar 948 millj­ónir og hækk­aði gengi félags­ins um 39,2%. Má einnig nefna að aldrei hafa verið fleiri við­skipti með félag á einum degi í yfir ára­tug, að und­an­skildum við­skiptum á fyrsta skrán­ing­ar­degi þriggja félaga. Heild­ar­fjöldi við­skipta í dag var sá mesti á árinu, en þau voru 605 á hluta­bréfa­mark­aði. OMXI8 Úrvals­vísi­talan fór upp um 4,7%. Skulda­bréfa­mark­að­ur­inn var líka með hress­ara móti í kjöl­far fregna frá Seðla­bank­anum um slökun á inn­flæð­is­höftum (bindi­skyld­u), en í dag var fjórði veltu­mesti dag­ur­inn á skulda­bréfa­mark­aði á árinu og fjöldi við­skipta var 160 sem er líka met í ár,“ segir á Face­book síðu Nas­daq. 

Þessi mikla hækkun Icelandair hafði mikil áhrif á heild­ar­út­komu vísi­tölu mark­að­ar­ins. Hún hækk­aði um 4,7 pró­sent, eins og áður seg­ir, og hækk­uðu nær öll félögin sem skráð eru á markað um 1,5 til rúm­lega 5 pró­sent. 

Auglýsing

Eina félagið sem lækk­aði í verði var Sýn, um tæp­lega 2 pró­sent.Rakel Guðmundsdóttir
Sumt þarf að banna
Leslistinn 15. janúar 2019
Brexit-samningi May hafnað í breska þinginu
Næstu skref í Brexit-málinu eru óljós. Vantrausttillaga er líkleg.
Kjarninn 15. janúar 2019
Norski bankinn DNB hefur verið álitinn besti kosturinn
DNB bankinn norski, þar sem norska ríkið er stærsti eigandi, hefur þó nokkra stóra viðskiptavini hér á landi. Ef Íslandsbanki verður seldur þykir hann spennandi kostur sem kaupandi.
Kjarninn 15. janúar 2019
ÚR kærir ákvörðun Fiskistofu til ráðuneytis
Útgerðarfélag Reykjavíkur segir að allt verði gert til að hnekkja ákvörðun Fiskistofu.
Kjarninn 15. janúar 2019
Sara Dögg Svanhildardóttir
Birtir til í Garðabæ
Kjarninn 15. janúar 2019
Gylfi Arnbjörnsson, fyrrverandi forseti ASÍ.
Gylfi Arnbjörnsson sækir um stöðu ráðuneytisstjóra
Fyrrverandi forseti Alþýðusambands Íslands sækir um stöðu ráðuneytisstjóra í heilbrigðisráðuneytinu.
Kjarninn 15. janúar 2019
Mögu­leg­ar laga- og reglu­breyt­ing­ar ræddar á fundi for­sæt­is­nefnd­ar
Samkvæmt forseta Alþingis voru mögu­leg­ar laga- og reglu­breyt­ing­ar ræddar á fundi for­sæt­is­nefnd­ar í gær til þess að Klausturmálið kom­ist í far­veg. Sú umræða verður tek­in áfram á fundi þing­flokks­formanna í dag.
Kjarninn 15. janúar 2019
Karl Gauti Hjaltason, Inga Sæland og Ólafur Ísleifsson
Ríkisendurskoðandi tjáir sig ekki um fundinn við Ólaf og Karl Gauta
Ríkisendurskoðandi er trúnaðarmaður Alþingismanna og getur því ekki gefið upp hvort Ólafur Ísleifsson og Karl Gauti Hjaltason, fyrrverandi þingmenn Flokks fólksins, hafi átt fund með embættinu á síðasta ári um fjármálastjórnun Ingu Sæland.
Kjarninn 15. janúar 2019
Meira úr sama flokkiInnlent