Sögulegur dagur á skráðum markaði - Mestu viðskipti í áratug

Tíðindin af yfirtöku Icelandair á WOW Air höfðu mikil áhrif á skráðum markaði í dag.

kauphöll
Auglýsing

Aldrei hafa fleiri við­skipti átt sér stað með bréf í einu félagi, sé horft yfir síð­asta ártug­inn á mark­aði, en áttu sér stað í dag með bréf í Icelandair Group. 

Mark­aðsviði Icelandair rauk upp um 39,2 pró­sent, eftir að til­kynnt var um yfir­töku félags­ins á WOW Air, sem fjallað hefur verið ítar­leg um að vef Kjarn­ans í dag. Á Face­book síðu Nas­daq er fjallað um þennan mikla fjölda við­skipta. „Mikið um að vera á mark­aði í dag. 277 við­skipti voru með Icelandair Group fyrir rúmar 948 millj­ónir og hækk­aði gengi félags­ins um 39,2%. Má einnig nefna að aldrei hafa verið fleiri við­skipti með félag á einum degi í yfir ára­tug, að und­an­skildum við­skiptum á fyrsta skrán­ing­ar­degi þriggja félaga. Heild­ar­fjöldi við­skipta í dag var sá mesti á árinu, en þau voru 605 á hluta­bréfa­mark­aði. OMXI8 Úrvals­vísi­talan fór upp um 4,7%. Skulda­bréfa­mark­að­ur­inn var líka með hress­ara móti í kjöl­far fregna frá Seðla­bank­anum um slökun á inn­flæð­is­höftum (bindi­skyld­u), en í dag var fjórði veltu­mesti dag­ur­inn á skulda­bréfa­mark­aði á árinu og fjöldi við­skipta var 160 sem er líka met í ár,“ segir á Face­book síðu Nas­daq. 

Þessi mikla hækkun Icelandair hafði mikil áhrif á heild­ar­út­komu vísi­tölu mark­að­ar­ins. Hún hækk­aði um 4,7 pró­sent, eins og áður seg­ir, og hækk­uðu nær öll félögin sem skráð eru á markað um 1,5 til rúm­lega 5 pró­sent. 

Auglýsing

Eina félagið sem lækk­aði í verði var Sýn, um tæp­lega 2 pró­sent.Úthluta 250 milljónum til uppbyggingar á rafbílahleðslustöðvum
Orkusjóður hefur auglýst fjárfestingarstyrki til uppbyggingar á hleðslustöðvum fyrir rafbíla en í heildina verður úthlutað 250 milljónum. Styrkirnir eru hluti af aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar vegna orkuskipta í samgöngum á árunum 2019 til 2020.
Kjarninn 18. júní 2019
Guðmundur Andri Thorsson
Um Íra og okkur, Englendinga og Dani
Kjarninn 17. júní 2019
Ólíklegt að Max vélarnar fari í loftið fyrr en í desember
Óvissa ríkir um hvenær 737 Max vélarnar frá Boeing fara í loftið. Miklir hagsmunir eru í húfi fyrir Icelandair og íslenska ferðaþjónustu.
Kjarninn 17. júní 2019
Helga Dögg Sverrisdóttir
Danska menntamálaráðuneytið hefur útbúið leiðavísi vegna ofbeldis í garð kennara
Kjarninn 17. júní 2019
Íslendingar verða varir við samkeppnisvandamál á matvörumarkaði
Íslendingar mest varir við skort á samkeppni í farþegaþjónustu
Íslendingar verða mest varir við samkeppnisvandamál í farþegaþjónustu, fjármálaþjónustu og matvælamarkaði samkvæmt könnun MMR. Þá var hátt verð og lítill marktækur munur á verði nefnd sem helstu vandamál markaðanna.
Kjarninn 17. júní 2019
Forseti Íslands ásamt þeim sem hlutu fálkaorðuna 2019.
Sextán sæmdir fálkaorðunni á Bessastöðum
Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sæmdi 16 Íslendinga heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á Bessastöðum í dag.
Kjarninn 17. júní 2019
Björn Gunnar Ólafsson
Mældu rétt strákur
Kjarninn 17. júní 2019
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra Íslands flytur ávarp 17. júní 2019.
Katrín: Það getur allt breyst, líka það sem virðist klappað í stein
Forsætisráðherra fjallaði meðal annars um loftslagsmál í ávarpi sínu á Austurvelli í dag.
Kjarninn 17. júní 2019
Meira úr sama flokkiInnlent