Bandaríkjamenn bera uppi fjölgun ferðamanna

Þegar litið er til fjölmennustu þjóðernanna sem fara um Keflavíkurflugvöll má sjá að Bandaríkjamenn eru langfjölmennastir í október á þessu ári eða tæplega þriðjungur farþega.

Leifsstöð
Leifsstöð
Auglýsing

Banda­ríkja­menn voru lang­fjöl­menn­astir þeirra sem fóru frá Íslandi um Kefla­vík­ur­flug­völl í októ­ber síð­ast­liðnum og fjölg­aði þeim veru­lega frá því í sama mán­uði í fyrra eða um 35,6 pró­sent. Fækkun var í brott­förum Norð­ur­landa­búa, íbúa frá Bret­landseyjum og Asíu og var hún á bil­inu 7,7 pró­sent til 13,2 pró­sent.

Þetta kemur fram í til­kynn­ingu frá Ferða­mála­stofu. 

Brott­farir erlendra far­þega í októ­ber á þessu ári voru um 200 þús­und tals­ins sam­kvæmt taln­ingum Ferða­mála­stofu og Isa­via í Flug­stöð Leifs Eiríks­sonar eða um 17.700 fleiri en í októ­ber á síð­asta ári. 

Auglýsing

Fjölg­unin í októ­ber nam 9,7 pró­sent milli ára en hún hefur ein­ungis mælst hærri tvo mán­uði árs­ins, í maí þegar hún mæld­ist 13,2 pró­sent og í sept­em­ber þegar hún mæld­ist 13,6 pró­sent.

Mun minni fjölgun nú en fyrir nokkrum árum

Í frétt Ferða­mála­stofu kemur fram að ef litið sé til hausts­ins í heild, eða í sept­em­ber til októ­ber, megi sjá mun minni fjölgun í brott­förum erlendra far­þega á árunum 2016 til 2018 en á árunum 2014 til 2016. Þannig var aukn­ingin 11,8 pró­sent milli ára 2017 til 2018 að hausti til, 15,6 pró­sent milli ára 2016 til 2017 en 50,2 pró­sent frá 2015 til 2016 og 43,6 pró­sent frá 2014 til 2015. Banda­ríkja­menn hafa borið uppi aukn­ingu hausts­ins en þeim hefur fjölgað um 40,1 pró­sent.

Frá ára­mótum hafa tvær millj­ónir erlendra far­þega farið frá Íslandi um Kefla­vík­ur­flug­völl sem er 5,9 pró­sent fjölgun miðað við sama tíma­bil í fyrra. Brott­farir í októ­ber hafa þre­fald­ast frá árinu 2014 og hefur fjölg­unin verið að jafn­aði 33,3 pró­sent á milli ára.

Ríf­lega fimm­földun N-Am­er­ík­ana frá árinu 2014

Ferða­mála­stofa skoðar breyt­ing­una frá 2017 til 2018 nánar en sam­kvæmt henni má sjá fækkun frá Norð­ur­lönd­un­um, eða um 13 pró­sent, og Bret­landi, 10 pró­sent, lít­ils­háttar fjölgun frá Mið- og Suð­ur­-­Evr­ópu og þeim löndum sem falla undir annað en umtals­verða fjölgun frá Norð­ur­-Am­er­íku eða 35 pró­sent.

Jafn­framt kemur fram að þegar horft er lengra aftur í tím­ann megi í lang­flestum til­fellum sjá aukn­ingu milli ára, þá einkum Norð­ur­-Am­er­íku­búa. Þeim hafi fjölgað um 22 pró­sent milli ára 2016 til 2017, 85 pró­sent milli ára 2015 til 2016 og 75 pró­sent milli ára 2014 til 2015. Um sé að ræða ríf­lega fimm­földun Norð­ur­-Am­er­ík­ana á tíma­bil­inu.

„Þegar hlut­falls­leg sam­setn­ing brott­fara að hausti er skoðuð má sjá að hún hefur breyst nokkuð með árun­um. Árið 2018 voru um tveir af hverjum fimm far­þegum frá Norð­ur­-Am­er­íku en hlut­deild þeirra hefur auk­ist ár frá ári. Hlut­deild þeirra sem falla undir annað hefur jafn­framt verið að aukast. Á sama tíma hefur hlut­deild Norð­ur­landa­búa, Breta og Mið- og Suð­ur­-­Evr­ópu­búa minnk­að,“ segir í frétt Ferða­mála­stofu. Kanntu vel við Kjarnann?

Við á Kjarnanum þökkum lesendum fyrir það traust sem þeir sýna með því að styrkja Kjarnann. 

Frjáls framlög frá lesendum hafa vaxið jafnt og þétt síðustu árin og eru mikilvæg tekjustoð undir reksturinn. Þau gera okkur kleift að halda áfram að taka þátt í umræðunni og greina kjarnann frá hisminu. 

Við tökum hlutverk okkar sem fjölmiðill í þjónustu almennings alvarlega. Kjarninn birti 409 fréttaskýringar og 2.367 fréttir á árinu 2019. Kjarninn er vettvangur umræðu og á nýliðnu ári voru 539 skoðanagreinar birtar, stærstur hluti þeirra aðsendar greinar. 

Okkar tryggð er aðeins við lesendur. Við erum skuldbundin ykkur og værum þakklát ef þið vilduð vera með í að gera Kjarnann enn sterkari.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Kjarasamningar þorra aðildarfélaga BSRB hafa verið lausir frá 1. apríl í fyrra.
Formaður BSRB: Ekkert þokast nær ásættanlegri niðurstöðu
„Það eru mikil vonbrigði að við höfum ekki náð að þokast nær ásættanlegri niðurstöðu. Það er stutt í að verkfallsaðgerðir hefjist og mörg stór mál sem bíða úrlausnar,“ segir Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Maður með andlitsgrímu á hóteli í Austurríki þar sem kona sem smituð er af kórónuveirunni dvelur.
Dæmi um að fólk smitist aftur af veirunni
Nú, þegar nýja kórónuveiran hefur breiðst út til tæplega fimmtíu landa, er enn margt á huldu um hvernig hún hegðar sér. Um 14% þeirra sem sýktust, náðu heilsu og voru útskrifaðir af sjúkrahúsum í Kína hafa sýkst aftur.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra og formaður VG.
Útilokar ekki vorkosningar á næsta ári
Forsætisráðherra segist ekki útiloka þann möguleika að kosið verði til Alþingis að vori 2021 í staðinn fyrir í lok október en þá lýkur yfirstandandi kjörtímabili.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Tveir stærstu lífeyrissjóðir landsins framkvæmdu ólögmæta breytingu á útreikningum á vöxtum á breytilegum verðtryggðum lánum í fyrra.
Sumir lántakar hjá sjóði verzlunarmanna að greiða vexti sem hafa ekki sést áður
Hópur lántakenda hjá næst stærsta lífeyrissjóði landsins, sem varð fyrir vaxtabreytingu, sem reyndist síðar óheimili fær brátt ofgreiddar greiðslur endurgreiddar. Vextir á lánum þeirra munu reiknast eftir fyrri reglu, og eru undir tveimur prósentum.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Erfitt getur verið fyrir eldri innflytjendur að finna upplýsingar um réttindi aldraðra og þjónustu við þá.
Eldri konur af erlendum uppruna „ósýnilegar“ í umræðunni og oft einangraðar
Eldri konur af erlendum uppruna hér á landi eru oft einangraðar og því lítið vitað um ofbeldi eða áreitni sem þær gætu hafa orðið fyrir. Sjaldgæft er að þær leiti sér aðstoðar vegna heimilisofbeldis.
Kjarninn 27. febrúar 2020
Sýn krefur Jón Ásgeir og Ingibjörgu, 365 miðla og Torg um meira en milljarð
Kaup Sýnar á 365 hafa dregið dilk á eftir sér. Deilur eru nú komin inn á borð dómstóla.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Sýn tapaði 1,7 milljörðum í fyrra
Rekstrarafkoma Sýnar versnaði mikið milli ára. Niðurfærsla á viðskiptavild litaði afkomu ársins í fyrra.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Samherji er grunaður um að hafa greitt mútur fyrir aðgang að ódýrari kvóta í Namibíu.
Skattrannsóknarstjóri fékk gögn um Samherja fyrir Kveiksþáttinn
Yfirvöld í Namibíu höfðu sent skattrannsóknarstjóra gögn um Samherja áður en viðskiptahættir fyrirtækisins í Namibíu voru opinberaðir í fjölmiðlum. Embættið fundaði með háttsettum aðilum í fjármála- og efnahagsráðuneytinu 18. nóvember 2019.
Kjarninn 26. febrúar 2020
Meira úr sama flokkiInnlent