100 milljónir til Jemen frá Íslandi

Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra hefur ákveðið að 100 milljónir fari til Jemens vegna neyðarástands þar.

Kólerufaraldur í Jemen Mynd: EPA
Auglýsing

Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra ákvað í dag að utan­rík­is­ráðu­neytið myndi verja 100 millj­ónum króna til neyð­ar­að­stoðar í Jemen. 

Skipt­ist fram­lagið jafnt milli tveggja stofn­ana Sam­ein­uðu þjóð­anna sem eru í land­inu og sinna neyð­ar­að­stoð, ann­ars vegar til Mat­væla­á­ætl­unar Sam­ein­uðu þjóð­anna (WFP) og hins vegar til Barna­hjálpar Sam­ein­uðu þjóð­anna (UN­ICEF).

Þetta kemur fram í frétta­til­kynn­ingu frá utan­rík­is­ráðu­neyt­inu.

Auglýsing

„Neyðin er slík að hver mín­úta skiptir máli. Við bregð­umst við með auknum stuðn­ingi við stofn­anir á vett­vangi, ann­ars vegar til að sporna gegn yfir­vof­andi hung­ursneyð og hins vegar að úrbótum í vatns­málum til að verj­ast útbreiðslu smit­sjúk­dóma,“ segir Guð­laugur Þór Þórð­ar­son utan­rík­is­ráð­herra í til­kynn­ingu.

Alvar­legt neyð­ar­á­stand ríkir í Jemen og það hefur farið hríð­versn­andi á síð­ustu miss­erum, að því er fram kemur í til­kynn­ingu frá utan­rík­is­ráðu­neyt­in­u. 

„Styrj­öldin hefur haft skelfi­legar afleið­ingar í för með sér og átökin eru meg­in­á­stæða neyð­ar­á­stands­ins. Talið er að um 75 pró­sent íbúa lands­ins, eða ríf­lega 22 millj­ónir manna hafi bráða þörf fyrir mann­úð­ar­að­stoð. Hung­ursneyð vofir yfir 8 til 12 millj­ónum manna, 3 millj­ónir eru á flótta inn­an­lands og þorri þjóð­ar­innar býr við vannær­ingu. Þá hefur kól­era og aðrir smit­sjúk­dómar brot­ist út í land­in­u. Efna­hagur Jemen er hrun­inn og inn­viðir eru í mol­um. Þá hefur sigið á ógæfu­hlið­ina eftir að höfnum var lokað en það hefur leitt til mik­illa verð­hækk­ana á mat­vöru. Um 80% af inn­flutn­ingi til lands­ins fer um höfn­ina í Hodeidah þar sem bar­dagar hafa geis­að. Aðeins helm­ingur heil­brigð­is­stofn­ana lands­ins er starf­andi og 16 millj­ónir manna hafa ekki aðgang að hreinu vatni og sal­ern­is­að­stöðu sem aftur eykur lík­urnar á útbreiðslu smit­sjúk­dóma,“ segir í til­kynn­ingu utan­rík­is­ráð­herra.

Skiptir Kjarninn þig máli?

Kjarninn reiðir sig á framlög lesenda. Með því að styrkja Kjarnann mánaðarlega tekur þú þátt í að halda úti öflugum fjölmiðli.

Við erum til staðar fyrir lesendur og fjöllum um það sem skiptir máli.

Ef Kjarninn skiptir þig máli þá máttu endilega vera með okkur í liði.

Já takk, ég vil styrkja Kjarnann!
Aksturskostnaður Ásmundar Friðrikssonar 34 milljónir frá því að hann settist á þing
Kostnaður almennings vegna aksturs þingmanna jókst um ellefu prósent milli ára. Fjórir af þeim fimm þingmönnum sem keyra mest eru í Sjálfstæðisflokknum og fá yfir 30 prósent allra endurgreiðslna vegna aksturs.
Kjarninn 26. janúar 2022
Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur.
Tímabært að „henda grímunni“
Í dag kemur í ljós hvort dönsk stjórnvöld fallist á tillögu farsóttarnefndar um að aflétta nær öllum takmörkunum í landinu á næstu dögum. „Tímabært“ segja margir sérfræðingar en einhverjir eru þó skeptískir á tímasetningu.
Kjarninn 26. janúar 2022
Íslandsbanki býst við að verðhækkanirnar á húsnæðismarkaðnum róist á árinu.
Spá fjögurra prósenta stýrivöxtum eftir tvö ár
Í nýrri þjóðhagsspá Íslandsbanka er gert ráð fyrir að stýrivextir verði 3,25 prósent á árinu. Í ársbyrjun 2024 verði vextirnir svo komnir í fjögur prósent, sem bankinn telur vera nálægt jafnvægisgildi þeirra.
Kjarninn 26. janúar 2022
SÁÁ fordæmir vændiskaup fyrrum formanns og ætlar að ráðast í gagngera skoðun
SÁÁ ætlar að gera nauðsynlegar umbætur á starfi sínu og kappkosta að tryggja öryggi skjólstæðinga sinna sem margir eru í viðkvæmri stöðu. „Umfram allt stöndum við með þolendum.“
Kjarninn 25. janúar 2022
Svandís Svavarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Segir þá samþjöppun sem átt hefur sér stað í sjávarútvegi ekki sanngjarna
Sjávar- og landbúnaðarráðherra og formaður Viðreisnar tókust á um sjávarútvegsmál á þingi í dag.
Kjarninn 25. janúar 2022
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra tóku við félagshagfræðilegri greiningu um Sundabraut í gær.
Sundabraut samfélagslega hagkvæm, fækkar eknum kílómetrum en fjölgar bílferðum
Ábatinn af lagningu Sundabrautar fyrir samfélagið gæti numið allt að 236 milljörðum króna, samkvæmt greiningu Mannvits og COWI. Eknum kílómetrum gæti fækkað um rúmlega 140 þúsund á dag, en daglegum bílferðum gæti að sama skapi fjölgað um þúsundir.
Kjarninn 25. janúar 2022
Andrés Ingi Jónsson þingmaður Pírata.
„Það er lygi hjá Útlendingastofnun“
Miklar umræður sköpuðust á þingi í dag um fyrirkomulag er varðar afgreiðslu umsókna um ríkisborgararétt.
Kjarninn 25. janúar 2022
Lilja Alfreðsdóttir er ráðherra menningarmála.
Ríkisstjórnin setur 450 milljónir króna í aðgerðir fyrir tónlist og sviðslistir
Viðbótarlistamannalaun verða að stóru leyti eyrnamerkt tónlistar- og sviðslistarfólki undir 35 ára aldri og fjármunir verða settir í að styðja við ýmis konar viðburðarhald til að mæta miklum samdrætti í tekjum í kórónuveirufaraldrinum.
Kjarninn 25. janúar 2022
Meira úr sama flokkiInnlent